Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang: LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar
.


Sumartónleika-
bæklingur 2011

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 23. ágúst 2011 kl. 20:30

Miðasala við innganginn og í síma 553 2906 á skrifstofutíma.
Aðgangseyrir kr. 2000.
Tekið er við greiðslukortum
.

Hvar er safnið?


Jónas og Auður
Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna

Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna veitir
Auður Gunnarsdóttir í síma 849 8348

Auður Gunnarsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanó.
„Íslenskir söngvar í íslenskum mó“.
Þrettán þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar og sönglög Jónas Ingimundarson og Tryggva M. Baldvinsson við texta eftir íslensk ljóðskáld.
Auður Gunnarsdóttir hóf nám við Söngskólann í Reykjavík, hjá Ólöfu K. Harðardóttur. Hún fór til framhaldsnáms að Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Stuttgart þaðan sem hún lauk MA-prófi í ljóða- og óperusöng með láði. Hún naut þar leiðsagnar Luisa Bosabalian og Carl Davis. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Renata Scotto, Hermann Prey og Brigitte Fassbaender.
      Auður var fastráðin við óperuhúsið í Würzburg þar sem hún söng mörg helstu sópranhlutverk óperubókmenntanna en hefur einnig komið fram í mörgum helstu óperuhúsum Þýskalands og í Íslensku Óperunni. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika hér heima, í Þýskalandi og vestanhafs og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum sinfóníuhljómsveitum í Þýskalandi. Jafnframt hefur Auður sungið inn á nokkra geisladiska.

Jónas Ingimundarson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Hann hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari, kórstjóri og tónlistarráðunautur.
      Jónas hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Hann hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og hljómdiska og hefur staðið fyrir öflugu kynningarstarfi í tengslum við tónleika sína. Jónas nýtur heiðurslauna Alþingis og hefur hlotið margvíslegar aðrar viðurkenningar, svo sem heiðursverðlaun VÍS, Íslandsbanka og DV og heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2001, þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.
      Jónas Ingimundarson var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994 og Dannebrog orðunni árið 1996. Hann er tónlistarráðunautur Kópavogs og árið 2004 var hann valinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar.

English:

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
16August  at 20:30
Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Jónas and Auður
A pdf version of the program


Next concert in Sigurjón Ólafsson Summer Concert Series, Tuesday August 23rd at 20:30.
Auður Gunnarsdóttir soprano and Jónas Ingimundarson piano.
„Icelandic songs“.

Thirteen Folk Songs arranged by Þorkell Sigurbjörnsson and Songs by Jónas Ingimundarson and Tryggvi M. Baldvinsson.

Auður Gunnarsdóttir studied at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts with Ólöf K. Harðardóttir and the Hochschule für Musik und darstellende Kunst in Stuttgart, where she passed her final exam with distinction. Her teachers were Prof. Luisa Bosabalian and Carl Davis. She has also participated in master classes given by Brigitte Fassbaender, Renata Scotto and Hermann Prey. She was employed at the Stadttheater Würzburg where she sang the leading soprano roles in numerous opera productions. She has appeared as a guest artist in many of the main opera houses in Germany and at the Icelandic Opera.
    Auður is an experienced concert singer and has given many recitals and performed in oratorios in Germany, Iceland and North America. She has appeared with the Iceland Symphony Orchestra and various orchestras in Germany. She can be heard on several CDs.

Jónas Ingimundarson studied the piano at the Reykjavík College of Music and the Music Academy of Vienna, from which he graduated under the guidance of Prof. Dr. Josef Dichler. He has furthered his musical studies by attending various workshops and master classes.
    Jónas is a very active musician giving concerts throughout Europe and the USA, as a solo pianist, an accompanist and choir conductor. He has recorded frequently for radio and TV and can be heard on numerous CDs. He teaches at the Reykjavík College of Music, is the artistic advisor to the town of Kópavogur, and the concert organizer at the Salurinn - Kópavogur Concert Hall.
    Jónas was inducted into the Icelandic Order of the Falcon in 1994 and received the Danish Order of the Dannebrog in 1996. He has received numerous other honours in Iceland and is one of the recipients of the Icelandic Parliament's Honorary grant.

fréttatilkynningu lokið / end of release