Fréttatilkynning frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: |
Sumartónleika- bæklingur 2011 Nánari upplýsingar um röðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 553 2906 og hér |
Listasafn Sigurjóns |
Eva Þyri og Hafdís |
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin. Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna veita Hafdís í síma 696 5298 og Eva Þyri í síma 865 0167 |
Hafdís Vigfúsdóttir hefur lokið burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs, B.Mus. gráðum frá Listaháskóla Íslands og Konunglega Konservatoríinu í Haag, sem og fjórum diplómum í flautuleik og kammertónlist frá Konservatoríinu í Rueil-Malmaison í Frakklandi. Aðalkennarar hennar hafa verið þau Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, Philippe Pierlot og Juliette Hurel. Í apríl 2010 vann Hafdís til annarra verðlauna í alþjóðlegri flautukeppni, Le Parnasse, í París.
Hafdís hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hún er ein skipuleggjenda Tónlistarhátíðarinnar BERGMÁL á Dalvík sem verður haldin öðru sinni í ágústbyrjun 2011. Haustið 2011 hefur Hafdís mastersnám við Tónlistarháskólann í Osló.
Eva Þyri Hilmarsdóttir stundaði MA nám í meðleik við The Royal Academy of Music í London og útskrifaðist síðastliðið sumar með láði, hlaut DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Aðalkennari hennar þar var Michael Dussek.
Hún hóf píanónám 11 ára gömul hjá Þorsteini Gauta Sigurðssyni og lærði svo hjá Halldóri Haraldssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi og burtfararprófi. Þá stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Árósum hjá John Damgaard og lauk Diplomeksamen og Einleikaraprófi. Hún hefur komið fram sem einleikari með hljómsveit og haldið einleiks-, kammer- og ljóðatónleika víðs vegar um Evrópu.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík |
Eva Þyri and Hafdís |
A pdf
version of the program - when ready. |
Hafdís Vigfúsdóttir began her musical studies at the Kópavogur Music School and graduated at the age of seventeen. Later she finished B.Mus. degrees from the Iceland Academy of the Arts and from the Royal Conservatory in the Hague. She has also finished four diplomas from the Conservatory in Rueil-Malmaison in France. Her main teachers include Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, Philippe Pierlot and Juliette Hurel. Last year she won the second prize in the international music competition, Le Parnasse, in Paris.
Hafdís has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and the Iceland Amateur Symphony Orchestra. She is one of the organizers of BERGMÁL - music festival, taking place in Dalvík (north Iceland) the first week of August every year. Hafdís will start her master studies in Oslo next fall.
Eva Þyri Hilmarsdóttir studied at The Royal Academy of Music in London with Michael Dussek. She graduated from the MA Piano Accompaniment course with distinction and was awarded a DipRAM and the Christian Carpenter Piano Prize for an outstanding final recital.
She started taking piano lessons at the age of 11, and later studied at the Reykjavík College of Music, with Þorsteinn Gauti Sigurðsson and Halldór Haraldsson, and graduated with Piano Teachers Diploma. She furthered her studies with John Damgaard at Det Jyske Musikkonservatorium in Denmark and received an Advanced Soloist Diploma. She has performed as a soloist with an orchestra and given various solo-, chamber music- and lied-recitals around Europe.