Fréttatilkynning frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður: |
Sumartónleika- bæklingur 2011 Nánari upplýsingar um röðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 553 2906 og hér |
Listasafn Sigurjóns |
Þórir og Sólveig Anna |
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin. Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna veita Þórir Jóhannsson í síma 691 2118 og Sólveig Anna Jónsdóttir í 869 0568 |
Þórir
Jóhannsson kontrabassaleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir
píanóleikari leika á Sumartónleikum LSÓ
þriðjudagskvöldið 12. júlí. Á dagskrá
þeirra eru Íslensk þjóðlög eftir Hafliða Hallgrímsson, nýtt
verk; Rhapsoda per Contrabasso et Piano eftir Þórð Magnússon og
Sónata Arpeggione eftir Franz Schubert.
Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music í Manchester. Eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku þar sem Þórir var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir beggja vegna Eyrarsunds flutti hann aftur til Íslands haustið 2000 og er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann kennir einnig við Tónlistarskóla Kópavogs og er virkur bassaleikari, bæði sem einleikari og með kammersveitum. Honum hafa verið tileinkuð einleiksverk fyrir kontrabassa og árið 2009 frumflutti hann konsertinn Ad Lucem fyrir kontrabassa og kammersveit sem Óliver Kentish samdi fyrir hann.
Sólveig Anna Jónsdóttir nam píanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri, lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám við University of Houston í Texas. Meðal kennara hennar voru Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems. Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og meðleik með nemendum að aðalstarfi, nú síðast í Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hefur auk þess starfað með einsöngvurum og kórum, einleikurum og kammerhópum og komið fram á tónleikum hérlendis og erlendis.Þórir og Sólveig frumfluttu tónverk Þórðar Magnússonar, Rhapsodie, í Reykjahlíðarkirkju á laugardaginn var (9. júlí).
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík |
Þórir and Sólveig Anna |
A pdf
version of the program - when ready. |
Þórir Jóhannsson, double-bass player, received his Post Graduate Diploma from the Royal Northern College of Music in Manchester, England in 1992. He free-lanced as a musician in Denmark for four years before returning to Iceland. He joined the Iceland Symphony Orchestra in the year 2000. Þórir also teaches the double-bass at the Kópavogur Music School and is an active performer, playing both as a soloist and ensemble chamber musician. Þórir has premiered double-bass solo pieces and a concerto for double-bass and chamber orchestra.
Sólveig Anna Jónsdóttir studied the piano at the Music School of Akureyri, completed Teachers and Soloist Diplomas from the Reykjavík College of Music and furthered her studies at the University of Houston in Texas. Among her teachers were Philip Jenkins, Halldór Haraldsson and Nancy Weems. Sólveig Anna is active as a chamber musician and also frequently performs with singers and choirs. She is a piano teacher and an accompanist at the Kópavogur Music School
Þórir and Sólveig premiered Þórður Magnússon´s Rhapsodie in Reykjahlíðarkirkja (at lake Mývatn) last Saturday.