Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang: LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar
.


Sumartónleika-
bæklingur 2011
Nánari upplýsingar um röðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 553 2906 og hér

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 5. júlí 2011 kl. 20:30

Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum


Hvar er safnið?

UtiVorid í LSÓ 5. júlí
Þorvaldur, Halldór, Hlíf, Einar, Ásgeir og Bjarni (aftan við)
 

Út í Vorið, Hlíf Sigurjónsdóttir og Bjarni Jónatansson á fyrstu tónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næsta þriðjudagskvöld kl. 20:30. Nú um helgina halda þau tónleika í Reykjahlíðarkirkju, Mývatnssveit (kl. 21:00) og Þorgeirskirkju að Ljósavatni (kl. 16:00)

Á upphafstónleikum Listasafns Sigurjóns 2011 koma fram hinn sívinsæli karlakvartett, ÚT Í VORIÐ, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Bjarni Þór Jónatansson píanóleikari. Þau flytja blandaða efnisskrá fyrir söngkvartett, verk eftir Kreisler fyrir fiðlu og píanó, og tónverkið Kálfaströnd í eftir Sr. Örn Friðriksson við ljóð Erlings Sigurðarsonar í nýrri útsetningu fyrir karlakvartett, fiðlu og píanó. Þessa efnisskrá flytja þau einnig á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju laugardagskvöldið 2. júlí kl. 21 og Þorgeirskirkju að Ljósavatni sunnudaginn 3. júlí kl. 16:00
Söngkvartettinn Út í vorið var stofnaður haustið 1992 af fjórum félögum í Kór Langholtskirkju, þeim Einari Clausen, Halldóri Torfasyni, Þorvaldi Friðrikssyni og Ásgeiri Böðvarssyni. Á vordögum 1993 gekk Bjarni Þór Jónatansson píanóleikari til liðs við kvartettinn og hefur hann verið aðalþjálfari, píanóleikari og raddsetjari kvartettsins síðan. Þeir hafa einnig notið leiðsagnar Signýjar Sæmundsdóttur sópransöngkonu.
    Kvartettinn kom fyrst opinberlega fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í júní 1993 og hefur síðan haldið yfir 60 tónleika í öllum landsfjórðungum - þar á meðal aftur í Sigurjónssafni 2003 - og hefur hvarvetna hlotið góða aðsókn og undirtektir. Hann hefur einnig sungið í Englandi, Hollandi og Færeyjum og komið fram í hljóðvarpi og sjónvarpi. Kvartettinn hefur gefið út þrjá geisladiska með söng sínum: Út í vorið árið 1997, Öll tilveran sindraði af sól árið 2000 - og þá söng Signý Sæmundsdóttir með þeim, og árið 2008 kom út geisladiskurinn Undir Stórasteini.
    Fyrir utan söngþjálfun með Langholtskirkjukór og víðar er bakgrunnur þeirra félaga ólíkur, Einar hefur söng að atvinnu, Halldór er jarðfræðingur, Þorvaldur er kennari og Ásgeir er læknir.
    Kvartettinn hefur alla tíð ræktað hefð íslenskra karlakvartetta og sótt í sjóði þeirra, til dæmis Leikbræðra og M.A. kvartettsins, en einnig litið út fyrir landsteinana og sungið verk í anda t.d. Comedian Harmonists.

Hlíf Sigurjónsdóttir nam fiðluleik hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síðar til framhaldsnáms við Háskólana í Indiana og Toronto og Listaskólann í Banff og nam einnig hjá Gerald Beal fiðluleikara í New York borg. Hún hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada, og leikið inn á upptökur fyrir útvarp og sjónvarp.
    Árið 2008 kom út tvöfaldur geisladiskur með leik hennar á öllum sónötum og partítum fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach og fylgdi hún útgáfunni eftir með tvennum tónleikum í Merkin Concert Hall í New York.

Bjarni Þór Jónatansson lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1975 og stundaði síðar framhaldsnám í London hjá Philip Jenkins. Hann kenndi um skeið við Tónlistarskólann á Akureyri en frá 1982 hefur hann starfað sem píanókennari og undirleikari við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Bjarni hefur sótt fjölda námskeiða í ljóðasöng heima og erlendis og komið víða fram sem undirleikari með kórum og einsöngvurum. Hann lauk prófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 1996 og starfar einnig sem orgelleikari.

English:

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík

Tuesday evening,
July 5 at 20:30
Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

UtiVorid í LSÓ 5. júlí
Þorvaldur, Halldór, Hlíf, Einar, Ásgeir and Bjarni (behind)


'The Spring Boys', Hlíf Sigurjónsdóttir violin, and Bjarni Þór Jónatansson piano give the opening concert at Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concert Series 2011 next Tuesday evening at 20:30. Previously the perform concerts in North Iceland; Saturday in Reykjahlíð-church, at Mývatn (21:00) and Sunday in Þorgeirskirkja at Ljósavatn, near Goðafoss water fall (16:00)

Mixed program with vocal quartet standards and violin pieces, e.g. by Manning Sherwin, Jón Múli Árnason, Ralf Arnic, Rev. Örn Friðriksson and Fritz Kreisler. This concert is also performs this consert at Reykjahlíðarkirkja in Mývatnssveit July 2nd at 21:00 and Þorgeirskirkja at Ljósavatn (close to Goðafoss) July 3rd at 16:00.
The Icelandic male vocal quartet Út í vorið (the Spring Boys) was establishedhed in 1992 by four members of the Langholt Church Choir in Reykjavík; Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson and Ásgeir Böðvarsson. Their first public performance was in 1993, in the Sigurjón Ólafsson Museum, accompanied by pianist BjarniÚt í vorið (the Spring Boys) was establis Þór Jónatansson who has since then been their main coach, pianist and music arranger. Their vocal trainer is Signý Sæmundsdóttir soprano.
      The quartet has given over 60 concerts all around Iceland, also in England, the Netherlands and the Faeroe Islands. They have appeared on radio and TV and released three CDs.
      The quartet's repertoire is very much in the tradition of popular Icelandic male quartets from the 1940s through 60s which had its origin in European male vocal groups such as the Comedian Harmonists. In this concert they will premiere a new arrangement of the work Kálfaströnd by Rev. Örn Friðriksson, with text by Erlingur Sigurðarson.

Hlíf Sigurjónsdóttir furthered her violin studies at the Universities of Indiana and Toronto and at the Banff School of Fine Arts and later with Gerald Beal. She has performed numerous concerts as a soloist or with various ensembles and symphony orchestras and has premiered a number of works, some of which were dedicated to her. She is sought after as a teacher and teaches in Denmark and the USA.
      In 2008 she released a double CD with all the 3 Sonatas and 3 Partitas for solo violin by J.S. Bach, works which she also performed in a sequence of two concerts in Merkin Concert Hall New York.

Bjarni Þór Jónatansson graduated as a piano teacher from the Reykjavík College of Music in 1975 and then studied as a postgraduate with Philip Jenkins in London. Since 1982, he has worked as a piano teacher and accompanist at the New Music School in Reykjavík and the Reykjavík College of Education.
     Bjarni has accompanied numerous choirs and soloists in concerts in Iceland and abroad. He has also studied the organ and appears regularly as an organist.

fréttatilkynningu lokið / end of release