Fréttatilkynning frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (English below) Ábyrgðarmaður:
|
Sumartónleika- bæklingur 2010 Nánari upplýsingar um röðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 553 2906 og hér |
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar |
Hér má ná í pdf útgáfu
af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna veitir Gunnhildur í síma 867 7933 eða 650 8866 |
Fimm ára gömul hóf Gunnhildur Daðadóttir fiðlunám við Suzukiskólann hjá Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur og Lilju Hjaltadóttur. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2006 þar sem hún nam undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Sama vor varð hún hlutskörpust í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskólans og hlaut í kjölfarið að leika fiðlukonsert eftir Glazunov með Sinfóníuhljómsveitinni.
Gunnhildur nam við Listaháskólann í Lahti í Finnlandi veturinn 2006-7, en hafði áður verið skiptinemi þar. Veturinn 2007-8 var hún við nám við Univerisity of Illinois hjá Sigurbirni Bernharðssyni og hélt þar áfram eftir að hafa leikið einn vetur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og lauk meistaragráðu í fiðluleik síðastliðið vor. Í haust mun hún hefja diploma nám við University of Michigan í Ann Arbor.
Gunnhildur vann í Paul Rolland fiðlukeppninni í Illinois 2008 og hún hefur hlotið fjölda styrkja til náms og starfs, nú síðast úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat þann 30. júlí síðastliðinn.
Helen Aun er fædd í Tallinn í Eistlandi og hóf píanónám sex ára gömul, fyrst hjá Ülle Sisa og síðan í Tónlistarskólanum í Tallinn. Árið 1994 fluttist hún til Finnlands og stundaði nám við Listaháskólann í Lahti, þar sem Rauno Jussila og Raija Kerppo voru kennarar hennar, og útskrifaðist bæði sem einleikari og kennari árið 2006. Hún hefur búið og starfað í London síðan 2008 og mun senn ljúka kennaraprófi í Alexanderstækni.
Árið 2004 komst Helen í úrslit í Kammermúsíkkeppni í Jyväskylä, Finnlandi ásamt fiðluleikaranum Miina Järvi. Hún hefur leikið einleik með Kemi Symphony Orchestra og tekið þátt í píanókeppnum kenndum við Jyväskylä og Leevi Madetoja. Hún hefur einnig tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá Jevgeni Sinaiski, Florin Szigeti, Lauri Väinmaa, Matti Raekallio og Erik T. Tawastsjerna.
Helen hefur mikinn áhuga á kammermúsík og hefur unnið með mörgum kammerhópum og á síðustu árum hefur hún mest leikið með fiðluleikurum og sellóleikurum.
Gunnhildur og Helen hafa leikið saman frá 2006 og haldið tónleika í Finnlandi og Íslandi og á næstunni stefna þær á að leika saman á tónleikum í London og Bandaríkjunum.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík. |
A pdf
version of the program. For the Press: Further information on the concert available at Gunnhildur tel: (354) 867 7933 or (354) 650 8866 |
Gunnhildur Daðadóttir violin and Helen Aun piano.
Duo
recital with popular pieces from the violin repertoire.
Offertoire op. 11 by Edward Elgar; Sonata for violin and piano in
G-major op. 30 no. 3 by Ludwig van Beethoven and Sonata in c-minor op. 45
by Edvard Grieg.
Gunnhildur Daðadóttir started playing the violin at the age of five with Sigríður Helga Þorsteinsdóttir and Lilja Hjaltadóttir at the Icelandic Suzuki Association's Music School. In 2006 she completed her B.Mus. degree from the Iceland Academy of the Arts, studying with Guðný Guðmundsdóttir. The same spring she performed the Glazunov violin concerto with the Iceland Symphony Orchestra as a price winner of the Iceland Symphony Orchestra's Young Soloists' Competition.
In 2005 Gunnhildur went to Lahti, Finland, as an exchange student and later, after graduating in Iceland, she returned to Lahti and received her artist diploma in spring 2007. Then she went to study at the University of Illinois where from she finished her MA degree last spring. This fall she will move to Ann Arbor to further her studies at the University of Michigan.
In 2008 Gunnhildur was the price winner of the Paul Rolland violin competition in Illinois. Last month she was awarded the highly acclaimed grant of the Jean Pierre Jacquillat Memorial Fund for 2010.Helen Aun was born in Tallinn, Estonia, to a musical family. She began her piano studies with Ülle Sisa at the age of 6 and entered the Tallinn Music High School the following year. She moved to Finland in 1994 and graduated from Lahti University of Applied Sciences in 2006 in piano performance and teaching, studying with professors Rauno Jussila and Raija Kerppo. Since 2008 Helen has resided in London and is currently in her third and final year of the Alexander Technique teacher training course.
In 2004 she was a semi-finalist in a chamber music competition in Jyväskylä, Finland, with violinist Miina Järvi. As a soloist she has performed with Kemi Symphony Orchestra and taken part in Jyväskylä piano competition and Leevi Madetoja competition. She has also participated in master classes with Jevgeni Sinaiski, Florin Szigeti, Lauri Väinmaa, Matti Raekallio and Erik T. Tawastsjerna.
Helen is a passionate chamber musician and has had the privilege of playing with many chamber music groups. She especially enjoys duo repertoire and in the past years has mainly worked with cellists and violinists.