Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 25. ágúst 2009 kl. 20:30
Miðasala við innganginn, hægt er að panta
miða í safninu (553 2906)
Aðgangseyrir kr. 1500
Tekið er við greiðslukortum.
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening,
August 25th 2009 at 20:30
Admission ISK 1500 - at the entrance.
Credit cards accepted.
How to get there
|
Pétur Grétarsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson
|
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna
Nánari upplýsingar um tónleikana veitir
Snorri Sigfús Birgisson í síma 552-3345
og GSM: 663-7097
Hér má nálgast PDF útgáfu af sumartónleikabæklingnum 2009
|
Frumflutningur íslenskra
tónverka á síðustu tónleikum sumarsins í
Listasafni Sigurjóns
Á næstu
sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudagskvöld
25. ágúst klukkan 20:30 munu píanóleikararnir
Snorri Sigfús Birgisson og Anna Guðný Guðmundsdóttir,
ásamt slagverksleikaranum Pétri Grétarssyni, frumflytja
tónverkin
Fimm kvæði fyrir slagverk og píanó
og Í Laugarnesi fyrir píanó, harmoniku
og slagverk eftir Snorra Sigfús og Anna Magdalena spilar menúett
á miðilsfundi og Sirkus Finnkattar Finsen
eftir Ólaf Óskar.
Einnig
flytja þau 4 lög úr Norður-Múlasýslu
fyrir píanó-fjórhent, eftir Snorra, Cappuccino
eftir Ólaf Óskar og Fimm stykki fyrir píanó-fjórhent
eftir György Ligeti.
Um verk sín
segja tónskáldin:
"Sirkus Finnkattar Finsen og Anna Magdalena spilar menúett
á miðilsfundi tilheyra flokki smáverka sem urðu til fyrir margt löngu,
þessi tvö eru líklega frá árinu 1988. Anna Guðný spurði mig í fínu boði
um daginn hver hann væri þessi Finnköttur Finsen, þá stóð svo vel á að ég
gat kynnt hana fyrir Finnketti í eigin persónu. Þær hafa því hist og kannski
hefur það áhrif á flutninginn. Cappuccino er svo allt annar handleggur
og kannski meira fullorðins..."
Ólafur Óskar Axelsson
4 lög úr Norður-Múlasýslu eru tileinkuð Önnu Guðnýju og Fimm
kvæði eru tileinkuð Pétri. Þau áttu bæði merkisafmæli í fyrra sem varð
mér tilefni til að útsetja handa þeim þjóðlög.
Snorri Sigfús Birgisson
Snorri Sigfús Birgisson
stundaði fyrst píanónám hjá Gunnari Sigurgeirssyni en innritaðist síðan í
Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar lærði hann á píanó hjá Hermínu S. Kristjánsson,
Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni en lagði einnig stund á tónsmíðar hjá Þorkeli
Sigurbjörnssyni. Hann lauk einleikaraprófi 1974.
Á árunum 1974 – 1975 stundaði hann framhaldsnám í píanóleik hjá
Barry Snyder við Eastman School of Music í Bandaríkjunum, en fór þaðan til
Ósló og nam tónsmíðar hjá Finn Mortensen, raftónlist og hljóðfræði hjá Lasse
Thoresen og Olav Anton Thommessen. Árið 1976 fór hann til Amsterdam til tónsmíðanáms
hjá Ton de Leeuw. Frá því hann lauk námi 1980 hefur Snorri starfað í Reykjavík
sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi. Hann er félagi
í Caput-hópnum.
Anna Guðný Guðmundsdóttir brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
árið 1979 og stundaði Post Graduate nám við Guildhall School of Music and
Drama í London með sérstaka áherslu á kammertónlist og meðleik með söng. Meðal
kennara hennar voru Stefán Edelstein, Hermína S. Kristjánsson, Jón Nordal,
Margrét Eiríksdóttir, James Gibb og Gordon Back. Hún hefur starfað á Íslandi
í aldarfjórðung við margvísleg störf píanistans, aðallega í samleik ýmiss
konar en einnig sem einleikari. Hún kenndi við tónlistardeild Listaháskóla
Íslands frá stofnun hennar 2001 til haustsins 2005 er hún var fastráðin píanóleikari
að Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Í febrúar síðastliðnum hlaut Anna Guðný
Íslensku Tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins 2008 fyrir heildarflutning
á verkinu "Tuttugu tilllit til Jesúbarnsins".
Pétur Grétarsson nam slagverk, fyrst í einkatímum hjá Guðmundi Steingrímssyni
jazztrommara og síðar hjá Reyni Sigurðssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Þaðan lá leið hans til Boston og stundaði hann slagverksnám hjá Dean Anderson
við Berklee College of Music á árunum 1980 – 1984.
Pétur hefur leikið með ýmsum þekktum hljómsveitum, t.d. Sinfóníuhljómsveit
Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni, Stuðmönnum, Stórsveit
RÚV, Sálarháska, SSSól, Caput og Bendu. Hann hefur einnig leikið í hljómsveitum
leikhúsanna og samið tónlist fyrir þau. Hann hefur gert útvarpsþætti um tónlist
fyrir Ríkisútvarp - rás 1. Pétur er framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík
og Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Hann kennir slagverksleik við Tónlistarskóla
FÍH.
Ólafur Óskar Axelsson tónskáld og arkitekt
stundaði tónlistarnám hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni
við Tónlistarskóla Reykjavíkur á árunum
1974 75 og 1978 79 og nám í tónsmíðum
hjá Witold Szalonek við Hochschule der Künste í Berlín
1979 1982.
English:
Multiple premiere
of Icelandic Compositions
at the last
concert of 2009 Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concert Series.
Pianists Snorri Sigfús Birgisson and Anna Guðný Guðmundsdóttir
and percussionist Pétur Grétarsson premiere works by Snorri
Sigfús Birgisson and Ólafur Óskar Axelsso. Tuesday August
25th at 20:30.
Composer and pianist Snorri
Sigfús Birgisson commenced his musical studies with Gunnar Sigurgeirsson,
after which he went on to study piano at the Reykjavík College of Music with
Hermína Kristjánsson, Jón Nordal and Árni Kristjánsson, and composition with
Þorkell Sigurbjörnsson. He furthered his piano studies with Barry Snyder at
the Eastman School of Music, USA, and composition with Finn Mortensen in Norway,
where he also studied electronic music with Lasse Thoresen and sonology with
Thoresen and Olav Anton Thommessen. In 1976 he moved to Amsterdam, where he
studied composition for two years with Ton de Leeuw. Since his return to Reykjavík
in 1980 he has been active as a musician and music teacher. His compositions
include solo works, chamber works, symphonic pieces and choral music. He is
a member of Caput, an Icelandic ensemble for new music.
Anna Guðný Guðmundsdóttir completed her soloist´s examination at the
Reykjavík College of Music in 1979. She continued her studies in London at
the Guildhall School of Music, where she received her Post Graduate diploma
with a focus on chamber music and lieder accompaniment. Anna Guðný has been
active as a soloist and accompanist in Iceland for the last 25 years. Her
performances can be heard on around 30 CDs. She taught at the Iceland Academy
of the Arts Music Department from its foundation in 2001 until 2005, when
she was appointed pianist of the Iceland Symphony Orchestra.
Earlier this year Anna Guðný was awarded the Iceland Music Award
in 2008 for her performance of Olivier Messiaen´s "Vingt regards
sur l´Enfant-Jésus".
Drummer and percussionist Pétur Grétarsson studied music with jazz
musician Guðmundur Steingrímsson and with Reynir Sigurðsson at the Reykjavík
College of Music. He furthered his percussion studies at Berklee College of
Music in Boston 1980 – 84 with Dean Anderson.
Pétur has appeared with groups of wide variety, pop, jazz, classic
and modern groups, including SSSól, Stuðmenn, the Iceland Symphony Orchestra,
Reykjavík Chamber Orchestra, Caput and the Benda percussion group, of which
he is a founding member. He has participated in the theatre as a drummer and
composer, produced music programmes for the RÚV State Radio Channel 1. Pétur
is manager of the Reykjavík Jazz Festival and the Iceland Music Awards and
teaches music at the FÍH Music College.
Ólafur Óskar Axelsson composer and architect studied
music with Þorkell Sigurbjörnsson at the Reykjavík Academy
of Music 1974 75 and 1978 79 and composition with Witold Szalonek
at the Hochschule der Künste in Berlin 1979 1982.
Admission 1500 ISK
fréttatilkynningu lokið / end of release