Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíðan (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 4. ágúst 2009 kl. 20:30
Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í safninu (553 2906)
Aðgangseyrir kr. 1500
Tekið er við greiðslukortum
.

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening,
August 4th 2009 at 20:30
Admission ISK 1500 - at the entrance.
Credit cards accepted.

How to get there


Elfa Rún Kristinsdóttir og Michael Rauter

Önnur ljósm.: Elfa Rún
Önnur ljósm.: Michael

Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Elfa Rún í þýskum síma: 00 49 176 8329 3478 eða, eftir 2. ágúst, íslenskum síma 849 1677
eða póstfang elfarun(hjá)hotmail.com


Hér má nálgast PDF útgáfu af sumartónleikabæklingnum 2009

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Michael Rauter sellóleikari leika 18. til 21. aldar tónlist í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 4. ágúst 2009. Verkin sem flutt verða eru eftir J.S. Bach, Joseph Haydn, Bohuslav Martinu, Iannis Xenakis, Heinz Holliger og Matthias Pintscher.
Elfa Rún Kristinsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Freiburg í Þýskalandi í febrúar 2007 þar sem hún lærði hjá Rainer Kussmaul prófessor og í mars síðastliðnum hóf hún nám undir handleiðslu Carolin Widmann prófessor í einleikaradeild Tónlistarháskólans í Leipzig.

Hún hefur leikið einleik bæði heima og erlendis með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands, Royal Chamber Orchestra Tokyo í Japan og Akademisches Orchester Freiburg í Þýskalandi. Hún er stofnmeðlimur Kammersveitarinnar Ísafoldar og hefur leikið með Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín frá árinu 2006. Elfa Rún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach fiðlukeppninni í Leipzig árið 2006 og það ár hlaut hún einnig hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins Pro Europa í Baden Baden og var valin bjartasta von Íslensku Tónlistarverðlaunanna.

Í ár mun Elfa Rún koma fram sem einleikari og með kammerhópum í Sviss, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi og Ameríku. Einnig er væntanlegur geisladiskur með fiðlukonsertum eftir J.S. Bach í flutningi hennar og Solistenensemble Kaleidoskop.


Michael Rauter hóf ungur sellónám, en varði unglingsárum mest sem gítarleikari, söngvari og að gefa út tónlist (metal / hiphop / electro). Hann stundaði framhaldsnám í sellóleik hjá Hans Christian Schweiker í Achen og í Tónlistarakademíunni í Berlín hjá Jens Peter Maintz.

Sem einleikari hefur Michael meðal annars komið fram með Mendelssohn Kammerorchester Leipzig og Philharmonischen Orchester Budweiss.

Michael hefur meðal annars spilað með Ensemble Modern og Klangforum Wien Ensemble Akademíunni. Hann hefur einnig komið fram í leiksýningum í Maxim Gorki leikhúsinu í Berlín.

Árið 2006 stofnaði hann, ásamt kanadíska stjórnandanum Julian Kuerti, Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín og hefur verið listrænn stjórnandi þess síðan.

English:
At next summer concert at the Sigurjón Ólafsson Museum, violinist Elfa Rún Kristinsdóttir and cellist Michael Rauter perform music ranging from 18th to 21st century by J.S. Bach, Joseph Haydn, Bohuslav Martinu, Iannis Xenakis, Heinz Holliger and Matthias Pintscher.


Violinist Elfa Rún Kristinsdóttir graduated in February 2007 from Freiburg Music Conservatory, where she studied with Professor Rainer Kussmaul. Currently she pursues her studies at University of Music and Theatre in Leipzig with Carolin Widmann. She has attended masterclasses with Antje Weithaas, Zahkar Bron, Gérard Poulet, Remus Azoitei, Thomas Zehetmair and the Artemis Quartet, and worked with artists such as Trevor Pinnock, John Holloway, Berhard Forck and Thomas Hengelbrock.

Elfa Rún has numerous successful solo performances behind her with e.g. the Iceland Symphony Orchestra, Tokyo Royal Chamber Orchestra and the Akademisches Orchester Freiburg. She is a member of the Solistenensemble Kaleidoskop in Berlin and of the Ísafold Chamber Orchestra. She has participated in music festivals such as the Sarasota Music Festival, the International Summer Music Academy in Leipzig and the Lucerne Festival Academy. In 2006 she received the Grand Prize of the International J. S. Bach Competition in Leipzig and was chosen 'Best Newcomer' of the Iceland Music Awards, and the same year she was granted the European Council´s Pro Europa incentive award.

Michael Rauter was born in Switzerland and began studying the cello at the age of seven. In his teens he was mostly active as a guitarist, producer and singer in various bands (metal/ hiphop/ electro). He furthered his cello studies and chamber music in Aachen with Professor Hans-Christian Schweiker, and in Berlin with Jens Peter Maintz and the Artemis Quartet.

He has appeared as a soloist e.g. with Mendelssohn Kammerorchester in Leipzig and Philharmonischen Orchester Budweiss. He works in the theatre, writing music and performing in various theatre and dance productions. Michael is founder and artistic director of the Solistenensemble Kaleidoskop in Berlin.

Admission 1500 ISK

fréttatilkynningu lokið / end of release