Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 7. júlí 2009 kl. 20:30
Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í safninu (553 2906)
Aðgangseyrir kr. 1500
Tekið er við greiðslukortum
Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening,
July, 7th 2009 at 20:30
Admission ISK 1500 - at the entrance.
Credit cards accepted
How to get there
|
Siu Chui Li og
Emilía Sigfúsdóttir |
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna
Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Emilía
Rós Sigfúsdóttir emilia_ros (hjá) hotmail.com
Hér má nálgast PDF útgáfu af sumartónleikabæklingnum 2009
|
Tuttugasta og
fyrsta sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
hefst á þriðjudaginn kemur. Þá munu Emilía
Rós Sigfúsdóttir flautuleikari og Siu Chui Li
píanóleikari flytja Sónötu í e moll BWV 1034 eftir
J.S. Bach, Rising from the Ashes eftir Tarek Younis, Sónatínu
eftir Pierre Sancan og Tilbrigði og stef um ´Trockne Blumen´eftir
Franz Schubert.
Um sumartónleikana í heild:
Þriðjudaginn 7. júlí
hefjast sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í 21. sinn.
Sem endranær býðst áheyrendum
að hlýða á vandaða og fjölbreytta tónlist í fagurri umgjörð listaverka og
náttúru.
Á fyrstu tónleikunum
flytja þær Emilía Rós Sigfúsdóttir og Siu Chui Li gömul og ný verk fyrir
flautu og píanó. Emilía er að ljúka námi í flautuleik frá Royal College
of Music í London og hefur hlotið margs konar verðlaun fyrir leik sinn.
Á öðrum tónleikum sumarsins,
14. júlí mun Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari leika úr verkinu „Tuttugu
tillit til Jesúbarnsins", en fyrir flutning á því verki hlaut hún Íslensku
Tónlistarverðlaunin 2008.
Tónleikarnir þann 21.
júlí eru helgaðir þýskum og frönskum ljóðasöng og koma til þess góðir gestir
frá Þýskalandi, vöggu ljóðasöngsins, Claudia Kunz sópransöngkona og Ulrich
Eisenlohr píanóleikari.
Grímur Helgason klarinettuleikari
og Hrönn Þórisdóttir píanóleikari flytja verk eftir frönsk, ensk og íslensk
tónskáld þann 28. júlí. Grímur er að ljúka námi frá Conservatorium van Amsterdam.
Þann 4. ágúst leikur vinningshafi J.S. Bach keppninnar í Leipzig 2006, Elfa
Rún Kristinsdóttir fiðluleikari, ásamt sellóleikaranum Michael Rauter, verk
úr ýmsum áttum sem samin hafa verið fyrir þessi tvö strengjahljóðfæri.
Báru Grímsdóttur og
Chris Foster þarf vart að kynna, en á tónleikum þann 11. ágúst munu þau
flytja íslensk og ensk þjóðlög og leika undir á ýmis hljóðfæri.
„Sumarkvöld við sæinn" er yfirskrift tónleika Einars Clausen og Sólveigar
Önnu Jónsdóttur þann 18. ágúst. Einar er þekktur meðal annars sem fyrsti tenór
í karlakvartettinum Út í vorið.
Tónskáldið og píanóleikarinn
Snorri Sigfús Birgisson frumflytur verk eftir sjálfan sig og Ólaf Óskar
Axelsson á tónleikum 25. ágúst. Með honum koma fram Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari.
Gunnar Kvaran lýkur
tónleikaröð sumarsins 2009 með tónleikum þann 1. september. Hann mun frumflytja
verk eftir Mist Þorkelsdóttur og leika Svítur eftir J.S. Bach eins og honum
einum er lagið.
Emilía Rós Sigfúsdóttir
lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið
2003 þar sem hún lærði hjá Bernharði Wilkinson og Hallfríði Ólafsdóttur.
Hún stundaði framhaldsnám við Trinity College of Music í London og lauk
þaðan Postgraduate Diploma gráðu 2004 með hæstu einkunn. Frá 2006 hefur
hún verið við meistaranám hjá Susan Milan við Royal College of Music í London
og mun útskrifast í júlí í ár. Hún hefur tekið þátt í flautunámskeiðum hjá
Jeanne Baxtresser, William Bennett, Robert Dick, Paul Edmund-Davies, Sir
James Galway, Áshildi Haraldsdóttur, Peter Lloyd, Lorna McGhee, Jaime Martin
og Manuelu Wiesler.
Emilía Rós hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit
Íslands, Sinfóníuhljómsveit Trinity College of Music og Orquestra Sinfonica
Nacional í Brasilíu og leikið fjölmarga einleikstónleika á Íslandi, Bretlandi,
Kanada og Möltu. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir leik
sinn, meðal annars þriðju verðlaun í einleikarakeppni Trinity College of
Music 2004 og árið 2007 hlaut hún flautuverðlaunin og einnig kammertónlistarverðlaunin
sem veitt eru árlega í Royal College of Music.
Siu Chui Li píanóleikari
lærði við Guildhall School of Music and Drama í London hjá Joan Havill og
síðar við Royal College of Music hjá Andrew Ball þaðan sem hún lauk prófi
með hæstu einkunn. Hún er nú eftirsóttur meðleikari og hefur komið fram
á tónleikum í Frakklandi, Belgíu, Íslandi, Svíþjóð, Spáni, Portúgal, Þýskalandi,
Grikklandi, Sviss, Suður Kóreu og um allt Bretland.
Siu Chui hefur
leikið á ýmsum tónlistarhátíðum, svo sem West Cork tónlistarhátíðinni, Chichester
hátíðinni og Festival du Menton í Frakklandi. Á Englandi hefur hún komið
fram í tónleikasölum á borð við De Montford Hall í Leicester og í London
í Blackheath Halls, Wigmore Hall, The Royal Opera House, Purcell Room og
Royal Festival Hall.
Siu Chui og Emilía Rós hafa
unnið saman síðast-liðin fimm ár og haldið marga tónleika í Bretlandi. Einnig
hafa þær tekið þátt í alþjóðlegum tónlistarkeppnum.
English:
Emilía
Rós Sigfúsdóttir flute and Siu Chui Li piano.
Sonata in e minor BWV 1034 by J.S. Bach, Rising
from the Ashes by Tarek Younis, Sonatine by Pierre Sancan and Introduction
& Variations on 'Trockne Blumen' by Franz Schubert.
Flautist
Emilía Rós Sigfúsdóttir graduated in 2003 from the Reykjavík College
of Music, where she studied with Bernharður Wilkinson and Hallfríður Ólafsdóttir.
She furthered her studies at the Trinity College of Music in London with
Wissam Boustany and received a Postgraduate Diploma with distinction in
2004. Since 2006 she has studied with Susan Milan at the Royal College of
Music, and is due to receive a Master´s degree in July this year. She has
attended masterclasses with leading artists such as Jeanne Baxtresser, William
Bennett, Robert Dick, Paul Edmund-Davies, Sir James Galway, Áshildur Haraldsdóttir,
Peter Lloyd, Lorna McGhee, Jaime Martin and Manuela Wiesler.
Emilía Rós has performed as a soloist e.g. with the Iceland
Symphony Orchestra, the Trinity College of Music Symphony Orchestra, and
Orquestra Sinfonica Nacional in Brazil. She has frequently given recitals
in Iceland, UK, Canada and Malta. In June 2004 she received third prize
in the Trinity College of Music soloists´ competition. In May 2007 she won
the Flute Prize at the Royal College of Music, as well as the Chamber Music
Prize.
Pianist Siu Chui Li studied at the Guildhall School of Music and
Drama with Professor Joan Havill and continued her studies at the Royal
College of Music with Andrew Ball on the Chamber Music and Piano Accompaniment,
graduating with Distinction. Siu Chui is now in demand as a collaborative
pianist, and has given chamber concerts in France, Belgium, Iceland, Sweden,
Spain, Portugal, Germany, Greece, Switzerland and South Korea and throughout
the British Isles.
Siu Chui Li has performed at various festivals including the
West Cork Chamber Music Festival, Chichester Festival and Festival du Menton
in the South of France. In England she has performed notable venues such
as De Montford Hall, Leicester, and in London the Blackheath Concert Halls,
Wigmore Hall, Royal Opera House, Purcell Room and the Royal Festival Hall.
Emilía Rós Sigfúsdóttir and Sui Chui Li have performed together over the
last five years, giving a number of recitals in Britain as well as participating
in international music competitions.
Tuesday July 24th at 20:30.
Admission 1500 ISK
fréttatilkynningu lokið / end of release