Þriðjudaginn 15. júlí kl. 20:30
Sebastiano Brusco - Fantasíur og ballöður eftir Chopin og Schubert
Ítalski píanóleikarinn Sebastiano Brusco er virtur píanóleikari í heimalandi sínu og hefur hlotið fjöldamörg verðlaun fyrir tónlistarflutning þar og í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Hann er nú á tónleikaferð um heiminn og leikur á þrennum tónleikum á Íslandi. Fyrstu tónleikarnir og einu í Reykjavík verða í Listasafni Sigurjóns næstkomandi þriðjudag kl. 20:30.
Hann kemur
reglulega fram á tónleikum víða um heim og hefur leikið einleik með hljómsveitum
svo sem sinfóníuhljómsveitum Mílanó og Transylvaníu og I Solisti Veneti. Tvívegis áður hefur hann leikið hér á landi, og í þetta sinn
hefur hann í farteskinu efnisskrá sem hann nefnir: Chopin og Shubert:
Samanburður á tveimur rómantíkerum.
Sebastiano
Brusco er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Musica a Piazza Navona í Róm og
hefur boðið fjölmörgum íslenskum tónlistarmönnum að leika á hátíðinni undanfarin
3 ár. Hann vinnur einnig náið með rússneska fiðluleikaranum Vadim Brodsky.
Sebastino Brusco leikur einkum 20. aldar tónlist og hefur frumflutt verk eftir tónskáldin Tosatti, M. Gould, Milhaud og fleiri. Árið 1993 stofnuu hann og Marco Scolastra píanódúó sem hljóðritaði geisladiskinn Colours and Virtuosity of the 20th Century in Italy og Phoenix Classics gaf út.
Miðasala á
tónleikana fer fram við innganginn, hægt er að panta miða í safninu í síma
553 2906. Aðgangseyrir kr. 1.500.
Sebastiano Brusco kemur til landsins þann 15. júlí.
Sigurður Bragason (s. 661-2345) er tengiliður hans á Íslandi og veitir milligöngu um viðtöl, myndatökur og allar nánari upplýsingar.
Prenthæf ljósmynd af Sebastiano Brusco: http://www.lso.is/tonl/08-07-15-Brusco.jpg
Á tónleikasíðu Listasafns Sigurjóns, http://www.lso.is/tonl_i.htm , má
finna upplýsingar um alla sumartónleikaröðina.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar: Steinunn
Þórhallsdóttir , Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sími 553 2906, 862-3242, www.lso.is