Ábyrgðarmaður:
Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími
553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
Tónleikasíða Listasafns Sigurjóns er
uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær
eru tilbúnar.
Landsvirkjun, Glitnir og Tónlistarsjóður styrkja Sumartónleika
í Listasafni Sigurjóns.
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 4. september 2007 kl. 20:30 Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í safninu (553 2906) Aðgangseyrir kr. 1500 Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, September 4th 2007 at 20:30 Admission ISK 1500 - at the entrance. How to get there |
Auður, Mona og Bryndís Halla |
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd
Nánari upplýsingar um tónleikana veita Auður
Hafsteinsdóttir í síma 695 0610 og
Bryndís Halla Gylfadóttir 699
4623 |
Þriðjudaginn 4. september kl. 20:30
Trío
Nordica.
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari flytja Dumky tríóið
eftir Dvorak, tvö tríó eftir Piazzolla og píanótríó eftir Elfrida Andrée. Er
þetta frumflutningur verksins hér á landi.
Auður Hafsteinsdóttir stundaði framhaldsnám við New England
Conservatory í Boston og University of Minnesota þaðan sem hún lauk Master of
Music gráðu árið 1991. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn,
t.d. C.D. Jackson verðlaunin á Tanglewood tónlistarhátíðinni 1985 og fyrstu
verðlaun í The Schubert Club Soloist Competition í Minneapolis 1988. Árið 1991
var hún valin borgarlistamaður Reykjavíkur til þriggja ára og þremur árum síðar
hlaut hún listamannalaun, einnig til þriggja ára. Hún var valin bæjarlistamaður
Seltjarnarness árið 2005. Auður hefur komið víða fram sem einleikari og í
kammermúsik á alþjóðlegum vettvangi og tekið þátt í tónlistarhátíðum, m.a. í
Bandaríkjunum, Kanada, á meginlandi Evrópu, Japan og Kína. Auður hefur leikið
inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki. Hún kennir
fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla
Íslands.
Bryndís Halla Gylfadóttir lauk einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 undir handleiðslu Gunnars Kvaran.
Eftir það hélt hún til náms við New England Conservatory í Boston þar sem
kennarar hennar voru Lawrence Lesser og Colin Carr. Hún lauk þar Meistaranámi
árið 1989. Ári síðar tók Bryndís Halla við leiðandi stöðu sellóleikara
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gegnir því starfi nú. Hún hefur verið virkur
þátttakandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, jafnt sem einleikari og í
kammertónlist. Hún hefur leikið inn á fjölda geisladiska. Auk þess að leika á
tónleikum hér á landi spilar Bryndís Halla reglulega á tónleikum bæði í Evrópu
og Asíu.
Mona Sandström er fædd í Svíþjóð og kom fyrst
fram sem einleikari með Norrköping sinfóníuhljómsveitinni aðeins 12 ára gömul.
Árið 1987 lauk hún einleikaraprófi með hæstu einkunn frá Sibelusarakademiunni í
Helsinki. Hún hefur leikið einleik með mörgum af helstu hljómsveitum í Svíþjóð,
haldið einleikstónleika og tekið þátt í kammermúsík víða um Evrópu. Hún hefur
oft leikið fyrir útvarp og sjónvarp og hljóðupptökur. Mona starfar sem
píanóleikari með kammerhljómsveitinni í Sundsvall.
Trio
Nordica var stofnað árið 1993 og hefur leikið víðs vegar í Evrópu
og Bandaríkjunum þar á meðal í Skandinavíu, Englandi, Frakklandi, Ítalíu og á
Íslandi. Auk þess að leika helstu verk fyrir píanótríó leitast Trio
Nordica við að flytja verk eftir kventónskáld og tónskáld
samtímans.
Sigurjón Ólafsson Museum, Tuesday, September 4, at 20:30
Trio Nordica
Auður Hafsteinsdóttir
violin, Mona Sandström piano and Bryndís Halla Gylfadóttir cello.
Piano trio by Elfrida Andrée, The Dumky Trio by Dvorak and two trios by
Piazzolla.
Violinist Auður Hafsteinsdóttir holds a B.M. degree from New England
Conservatory in Boston and a Master of Music degree from the University of
Minnesota. Her teachers there were the internationally renowned Almita and
Roland Vamos. In 1985 she received the C. D. Jackson award for outstanding
string player at the Tangelwood International Music Festival and in 1988 the
first prize at the Schubert Club music competition. She has been named Artist
of the Year for the City of Reykjavík, Artist of the Year in the
municipality of Seltjarnarnes, and she has received an Artist’s Salary
for three years from the Ministry of Education, Science and Culture in Iceland.
Hafsteinsdóttir has frequently performed as a soloist and chamber musician in
Europe, America, Japan, and China. She records regularly for radio and
television and has appeared on various CDs. She teaches the violin at the
Reykjavík College of Music and the Iceland Academy of the Arts.
Principal
cellist of the Iceland Symphony Orchestra Bryndís Halla Gylfadóttir
studied with Gunnar Kvaran at the Reykjavík College of Music and at the New
England Conservatory in Boston with Colin Carr and Laurence Lesser. Since
completing her Master’s degree in 1989 she has performed as a soloist and
chamber musician in Europe, especially in Iceland, the USA, Canada and Japan.
Gylfadóttir performs contemporary music extensively, records for radio and
television, and has appeared on several CDs. In 1993 she was awarded an
Artist’s Salary for three years from the Ministry of Education, Science
and Culture in Iceland.
Since her first solo performance with the
Norrköping Symphony at the age of twelve, the Swedish-born pianist Mona
Sandström has performed extensively as soloist and chamber musician
throughout Europe. In 1987 she graduated with highest honours from the Sibelius
Music Academy in Finland. She has performed as a soloist with many of the
leading orchestras in Sweden and has made several recordings.
Formed in
1993, Trio Nordica has performed in Iceland, Sweden, Denmark, France,
Italy, Germany, the United States and Canada, and has been invited to various
festivals in Scandinavia and North America. In 1994, the trio was awarded the
VISA Annual Culture Grant. Trio Nordica places emphasis on performing works by
female composers as well as contemporary piano trios.