Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar um sumartónleikana næsta þriðjudag, 28. ágúst.
(English below)
 
Ábyrgðarmaður:
Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS


Tónleikasíða Listasafns Sigurjóns er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.
Landsvirkjun, Glitnir og Tónlistarsjóður styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns.
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 28. ágúst 2007 kl. 20:30
Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í safninu (553 2906)
Aðgangseyrir kr. 1500

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening, August 28th 2007 at 20:30
Admission ISK 1500 - at the entrance.

How to get there

Herdís Anna og Steef
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd


Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Herdís Anna í síma 867 6296 og Steef í síma 820 3285

Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 20:30

Dúó Stemma Herdís Anna Jónsdóttirog Steef van Oosterhout leika á marimbu, víólu, slagverk og steinaspil Páls á Húsafelli. Flutt verða tónverk sem Snorri Sigfús Birgisson, Áskell Másson og Sveinn Lúðvík Björnsson hafa samið sérstaklega fyrir þau, auk eigin útsetninga á íslenskum þjóðlögum


Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari nam fiðlu- og víóluleik við Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms í víóluleik til Stuttgart og lauk prófi frá Tónlistarháskólanum þar árið 1992. Frá árinu 1995 hefur Herdís verið fastráðin sem víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur auk þess með ýmsum kammerhópum, til dæmis Kammersveit Reykjavíkur og „Dísunum". Erlendis hefur hún leikið með hljómsveitum og kammerhópum á borð við Konzertensemble Salzburg.

Steef van Oosterhout lauk einleikaraprófi frá Sweelinck Conservatorium í Amsterdam 1987. Hann starfaði í Hollandi og víðar um Evrópu, meðal annars með Asko Ensemble, Schönberg Ensemble og Nederlands blazers Ensemble. Hann hefur leikið með flestum sinfóníuhljómsveitum í Hollandi, þar á meðal Concertgebouw hljómsveitinni í Amsterdam. Árið 1991 var hann ráðinn sem slagverks- og pákuleikari að Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur leikið með ýmsum kammerhópum og er meðlimur í Caput og slagverkshópnum Bendu.

Herdís og Steef hafa leikið saman sem „Dúó Stemma" síðan 1996 og haldið tónleika á Íslandi og víðar í Evrópu. Þau hafa sett saman sérstaka efnisskrá fyrir börn og spilað í leikskólum bæði á Íslandi og í Hollandi.

English:
Sigurjón Ólafsson Museum, Tuesday, August 28, at 20:30

Duo Stemma
Violist Herdís Anna Jónsdóttir and percussionist Steef van Oosterhout perform works for Marimba, Viola, percussion and Húsafell´s Stone Harp which were dedicated to the Duo by the Icelandic composers Snorri Sigfús Birgisson, Áskell Másson and Sveinn Lúðvík Björnsson.
Admission 1500 ISK


Herdís Anna Jónsdóttir studied the violin and viola at the Reykjavík Music Academy and graduated from the Hochschule für Musik und Darstellende Kunst, Stuttgart 1992. In 1995 she became a member of the Iceland Symphony Orchestra. She performs frequently with other orchestras and chamber music groups in Iceland and abroad.

Percussionist Steef van Oosterhout graduated from the Sweelinck Conservatory in Amsterdam in 1987. He worked as a freelance musician in the Netherlands until he moved to Iceland to join the Iceland Symphony Orchestra. He has been active in chamber music in Iceland, e.g. as a member of the Benda percussion group.


fréttatilkynningu lokið / end of release