Ábyrgðarmaður:
Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími
553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
Tónleikasíða Listasafns Sigurjóns er
uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær
eru tilbúnar.
Landsvirkjun, Glitnir og Tónlistarsjóður styrkja Sumartónleika
í Listasafni Sigurjóns.
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 14. ágúst 2007 kl. 20:30 Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í safninu (553 2906) Aðgangseyrir kr. 1500 Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, August 14th 2007 at 20:30 Admission ISK 1500 - at the entrance. How to get there |
Gunnar og Elísabet |
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd
Nánari upplýsingar um tónleikana veita
Gunnar Kvaran í síma 699 5416 og Elísabet Waage í síma
551 3910 |
Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20:30
Gunnar Kvaran sellóleikari og
Elísabet Waage hörpuleikari á sumatónleikum í Listasafni Sigurjóns næsta
þriðjudagskvöld 14. ágúst kl. 20:30. Frumflutt verður ‘Visions Fugitives’
eftir John Speight. Á efnisskránni eru einnig Sónata eftir Antonio Vivaldi,
Arpeggione Sónata eftir Franz Schubert og Vocalise eftir Sergei
Rachmaninoff.
Gunnar
Kvaran kennir við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Auk fastra starfa heldur hann mjög oft tónleika
bæði hér heima og erlendis og hefur komið fram á einleiks- og kammertónleikum í
mörgum löndum Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Af einstökum stöðum má nefna
Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og Beethoven Haus í Bonn. Gunnar
hefur oft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, komið fram í útvarpi og
sjónvarpi og allmargar hljómplötur og diskar hafa verið gefnir út með leik hans.
Árið 1990 hlaut hann verðlaun úr sjóði Dr. Gunnars Thoroddsens fyrir
tónlistarstörf og hann var valinn bæjarlistamaður Seltjarnarness árið1996. Mörg
undanfarin sumur hefur hann, ásamt Guðnýju konu sinni, verið gestur á ýmsum
tónlistarhátíðum í Bandaríkjunum.
Elísabet Waage stundaði nám í píanó- og hörpuleik við Tónlistarskólann í
Reykjavík og lauk píanókennaraprófi 1982. Þá hélt hún til framhaldsnáms í
hörpuleik við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag í Hollandi og lauk þaðan
einleikara- og kennaraprófi 1987 undir leiðsögn hins þekkta hörpuleikara Edward
Witsenburg.
Að loknu námi bjó og starfaði Elísabet í
Hollandi, en var þó títt hér heima og hélt tónleika í báðum þessum löndum og
einnig víða um Evrópu. Hún hefur meðal annars leikið með Kammersveit
Reykjavíkur, Caput-hópnum og verið gestur Cikada kammersveitarinnar í Noregi og
leikið í sinfóníuhljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Noord-Nederlands Orkest í Hollandi. Þá hefur hún komið fram sem einleikari og
leikið fyrir upptökur í útvarp, sjónvarp og geisladiska.
Elísabet Waage hefur verið hörpukennari við Tónlistarskóla Kópavogs síðan
haustið 2002.
Gunnar og Elísabet hafa starfað saman um langa hríð og reglulega nú síðustu 5 árin. Þau gáfu út geisladisk með ýmsum perlum, meðal annars Schubert Arpeggione sónötunni og Svaninum eftir Saint Saëns. Zonet gaf diskinn út í september 2004.
Um verk sitt segir John Speight: Visions fugitives - Draumsýnir |
Sigurjón Ólafsson Museum, Tuesday, August 14, at 20:30
Gunnar
Kvaran cello and Elísabet Waage harp. Premiere of ‘Visions Fugitives’
by John Speight. Program also includes Sonata by Antonio Vivaldi, Arpeggione
Sonata by Franz Schubert and Vocalise by Sergei
Rachmaninoff.
Gunnar Kvaran teaches in the Department of Music at the
Iceland Academy of the Arts and the Reykjavík College of Music. He also performs
extensively in Iceland and abroad, giving solo recitals and chamber music
concerts in many European countries, the USA and Canada, e.g. in Wigmore Hall in
London, Carnegie Hall in New York and Beethoven Haus in Bonn. Mr. Kvaran has
often performed with the Iceland Symphony Orchestra and made numerous recordings
for radio and television. He has also released numerous LPs and CDs. In 1990 he
was awarded the G. Thoroddsen prize for his contribution to musical life in
Iceland and in 1996 he was nominated Artist of the Year of his town of
residence, Seltjarnarnes. In the last few years he has been invited to perform
at several summer music festivals in the USA, along with his wife, violinist
Guðný Guðmundsdóttir.Elísabet Waage studied piano and harp at
the Reykjavík College of Music. After obtaining her piano teacher’s diploma she
studied with the distinguished harpist Professor Edward Witsenburg at the Royal
Conservatory in Hague, graduating with diplomas as a harp teacher and a
performer.
Elísabet Waage has performed widely in
Europe, especially in Iceland and The Netherlands where she has resided for many
years. She performs frequently with orchestras, such as the Iceland Symphony
Orchestra and Noord-Nederlands Orkest.
Chamber music makes up a large part of
Waage’s work and she plays with the Reykjavík Chamber Orchestra and the Caput
ensemble in Iceland on a regular basis. She has also appeared with the Cikada
Ensemble in Norway. She has been featured on several CDs and recorded for the
Icelandic National Broadcasting Service, e.g. as a soloist with the Iceland
Symphony Orchestra. She teaches harp at the Kópavogur Music
School.
Kvaran and Waage have worked together since 1994, quite actively
in the last five years. They produced a CD in 2004 which was released by Zonet,
containing Schubert’s Arpeggione Sonata and the Saint-Saëns The
Swan, among others.