Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 7. ágúst
2007 kl. 20:30 Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í
safninu (553 2906) Aðgangseyrir kr. 1500
Sigurjón Ólafsson
Museum, Reykjavík Tuesday evening, August 7th 2007 at 20:30
Admission ISK 1500 - at the entrance.
How to get there |
Gerrit og Signý |
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd
|
Frönsk söngtónlist í
Listasafni Sigurjóns á næstu sumartónleikum LSÓ þriðjudagskvöldið 7. ágúst
kl. 20:30
Signý
Sæmundsdóttir sópran og Gerrit Schuil píanó flytja frönsk sönglög
eftir Maurice Ravel, Henri Duparc og Erik Satie.
Signý
Sæmundsdóttir lærði fiðluleik og söng í Kópavogi og Reykjavík og stundaði
síðan framhaldsnám í söng við tónlistarháskólann í Vín. Þar lagði hún jöfnum
höndum stund á óperu-, ljóða- og kirkjutónlist. Helstu kennarar hennar voru
Helene Karusso og Eric Werba.
Signý hefur
skapað sér sess í íslensku tónlistarlífi þar sem hún hefur tekið þátt í
óperuuppfærslum Íslensku Óperunnar og Þjóðleikhússins. Hún hefur frumflutt
íslenska óperutónlist, m.a. Tunglskinseyjuna eftir Atla Heimi Sveinsson í
Peking 1997. Signý hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit
Reykjavíkur og haldið fjölda einsöngstónleika. Hún syngur oft samtímatónlist,
þar á meðal ýmis verk sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hana. Signý hefur
verið gestur á fjölmörgum tónlistarhátíðum, hérlendis og
erlendis.
Gerrit Schuil er fæddur í Hollandi. Hann nam við
Tónlistarháskólann í Rotterdam og síðar í London og París. Árið 1978 tók Gerrit
þátt í alþjóðlegu námskeiði fyrir hljómsveitarstjóra hjá rússneska
hljómsveitarstjóranum Kirill Kondrashin og naut þess heiðurs að vera eini
nemandi hans síðustu ár hans.
Gerrit hefur
leikið á tónleikum víða um Evrópu, Bandaríkin og í Asíu, tekið þátt í hátíðum og
unnið með fjölda söngvara og hljóðfæraleikara. Hann hefur einnig stjórnað mörgum
evrópskum og amerískum hljómsveitum bæði á tónleikum og í óperuuppfærslum, m.a.
hljómsveitum hollenska útvarpsins sem voru einnig hljómsveitir hollensku
ríkisóperunnar.
Frá 1992 hefur Gerrit búið á Íslandi og verið leiðandi í
tónlistarlífi þjóðarinnar bæði sem píanóleikari og stjórnandi m.a.
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Þá hefur hann stýrt
tónlistarhátíðum og leikið með mörgum af bestu tónlistarmönnum landsins á
geisladiska. Árið 2000 hóf Gerrit samstarf við Lichtenberger Institut fyrir söng
og hljóðfæraleik í Þýskalandi. Hann er einnig kennari hjá Listaháskóla Íslands
og Nýja söngskólanum „Hjartansmál".
English:
Signý Sæmundsdóttir soprano and Gerrit
Schuil piano perform French music by Maurice Ravel, Henri Duparc and Erik
Satie
Tuesday July 24th at 20:30.
Admission
1500 ISK
Signý Sæmundsdóttir
studied violin and singing in Reykjavík and Kópavogur and furthered her singing
studies at the Vienna Hochschule für Musik with emphasis on Opera, Lied, and
Church music. Her teachers were, among others, Helene Karusso and Erik
Werba.
Ms. Sæmundsdóttir has performed in operas at the
Icelandic Opera House and the National Theatre. She sang the lead role in the
opera Moonlight Island by Atli Heimir Sveinsson at its premiere in Peking
in 1997. She has been a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and
Reykjavík Chamber Orchestra, performed for radio and television, and recorded
CDs. Contemporary music is a large part of Sæmundsdóttir’s repertoire, some of
which has been composed specifically for her. She is frequently a guest artist
at music festivals both in Iceland and abroad.
Born in The Netherlands,
Gerrit Schuil graduated from the Rotterdam Conservatory and studied with
John Lill and Gerald Moore in London and Vlado Perlemuter in Paris. He has
played concerts throughout Europe, the USA and Asia, appeared at several
international festivals, and performed with numerous singers and
instrumentalists.
In 1978 Schuil took part in the
International Conductor’s Course held by the Dutch Radio Corporation and became
one of eight finalists out of 150 to study with the Russian conductor Kirill
Kondrashin. Besides having a very active conducting career for Dutch Radio and
at the National Opera, he has conducted orchestras in numerous other countries
in Europe and the USA.
Mr. Schuil moved to Reykjavík in
the early 1990s and quickly became a leading figure in Iceland’s music life,
playing numerous concerts as a pianist and conducting the Icelandic Symphony
Orchestra and the Icelandic Opera. He has organised several festivals with
national and international musicians and recorded a number of CDs with the
country’s best singers and instrumentalists.
fréttatilkynningu lokið / end of release