Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tríó Varioso í Listasafni Sigurjóns

Tónleikasíðan er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.
Landsvirkjun, Glitnir og Tónlistarsjóður styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns.

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 24. júlí 2007 kl. 20:30
Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í safninu (553 2906)
Aðgangseyrir kr. 1500

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening, July, 24th 2007 at 20:30
Admission ISK 1500 - at the entrance.

How to get there

Ingibjörg, Einar og Valgerður
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd


Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Ingibjörg Guðjónsdóttir í síma 864 2722 og í netfangi sopran@simnet.is


Tríó Varioso leikur í Listasafni Sigurjóns á næstu sumartónleikum LSÓ þriðjudagskvöldið 24. júlí kl. 20:30

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarínett og Valgerður Andrésdóttir píanó leika tónverk eftir Johann W. Kalliwoda, Hafliða Hallgrímsson, Jón Þórarinsson, Laszló Draskóczy og Franz Schubert.

Á tónleikum Tríó Varioso í Listasafni Sigurjóns næsta þriðjudagskvöld verða flutt tónverk m.a. eftir þýsk og íslensk tónskáld.

Ljúf náttúrustemning bæheimska tónskáldsins Johann W. Kalliwoda gefur tóninn í upphafi tónleikanna og þeim lýkur á meistaraverki Schuberts „Hirðirinn á hamrinum" sem er nánast aría fyrir sópran, klarínett og píanó, og var eitt síðasta verk snillingsins. Milli þessara þýsk-rómantísku verka verða flutt sönglög Jóns Þórarinssonar, sem eru löngu orðin ástsæl meðal íslensku þjóðarinnar, og „Syrpa" eftir Hafliða Hallgrímsson. Tónverkið „Syrpa" byggir Hafliði á íslenskum þjóðlögum og er þetta frumflutningur verksins hér á landi.

Ingibjörg Guðjónsdóttir hóf söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Tónlistarskóla Garðabæjar. Framhaldsnám stundaði hún við Indiana University í Bandaríkjunum en einnig hefur hún notið leiðsagnar rúmönsku sópransöngkonunnar Ileanu Cotrubas. Ingibjörg hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér á landi og erlendis. Undanfarið hefur hún mikið flutt samtímatónlist og meðal annars sungið í tveimur íslenskum óperum. Um tíma bjó hún og starfaði í Kaupmannahöfn en auk fjölbreyttra söngverkefna þar í borg stofnaði hún og stjórnaði Kvennakór Kaupmannahafnar, kór íslenskra kvenna búsetta í borginni. Árið 2005 kom út geisladiskurinn Óperuaríur þar sem Ingibjörg syngur aríur eftir Mozart og Puccini með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Gerrit Schuil. Ingibjörg kennir söng við Tónlistarskóla Álftaness og stjórnar Kvennakór Garðabæjar sem hún stofnaði árið 2000 og Stúlknakór Garðabæjar sem hóf starfsemi sína síðastliðið haust.

Einar Jóhannesson lærði hjá Gunnari Egilson í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einleikaraprófi árið 1969. Þaðan hélt hann til London og nam við The Royal College of Music hjá Bernard Walton og John McCaw og vann þar til Frederick Thurston verðlaunanna. Árið 1979 hlaut hann Sonning verðlaun ungra norrænna einleikara og hélt þá til frekara náms hjá Walter Boeykens. Einar hefur komið fram sem einleikari og hljóðritað fyrir fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta klarínettuleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1980 og er einnig félagi í Blásarakvinntett Reykjavíkur og Kammersveit Reykjavíkur og einnig syngur hann með sönghópnum Voces Thules. Einar hefur leikið inn á diska fyrir Merlin, BIS og Chandos útgáfurnar.

Valgerður Andrésdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985. Hún stundaði nám við Tónlistarháskólann í Berlín þaðan sem hún lauk prófi 1992. Hún bjó í Kaupmannahöfn í nokkur ár þar sem hún starfaði við kennslu og píanóleik. Valgerður hélt sína fyrstu einleikstónleika 1990 og síðan þá hefur hún haldið fjölda einleikstónleika, kammertónleika og leikið með söngvurum. Hún hefur unnið með Caput hópnum og leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Valgerður starfar nú við Tónlistarskólann í Hafnarfirði.


English:

Trio Varioso. Ingibjörg Guðjónsdóttir soprano, Einar Jóhannesson clarinet and Valgerður Andrésdóttir piano, perform music by Johann W. Kalliwoda, Laszló Draskóczy, Franz Schubert and the Icelandic composers Jón Þórarinsson and Hafliði Hallgrímsson.

Tuesday July 24th at 20:30.
Admission 1500 ISK

Ingibjörg Guðjónsdóttir began her vocal studies with Snæbjörg Snæbjarnardóttir at the Garðabær Music School and received her B.M. degree in voice performance from Indiana University. She furthered her studies with the well-known Romanian soprano Ileana Cotrubas. In addition to her career in Iceland, Guðjónsdóttir has performed in numerous concerts in Europe and the United States, with her contemporary music repertoire including new Icelandic compositions. Her CD Operatic Arias was released in 2005, featuring arias by Puccini and Mozart with the Iceland Symphony Orchestra, conducted by Gerrit Schuil. Guðjónsdóttir lived in Denmark from 1995–99 and pursued a career as a soloist in addition to founding and conducting the Icelandic Women’s Choir of Copenhagen. She currently teaches singing at the Álftanes Music School and conducts the Women’s Choir of Garðabær which she established in 2000, as well as the Garðabær Girl’s Choir, which she founded in 2006.

Einar Jóhannesson studied the clarinet at the Reykjavík College of Music with Gunnar Egilson and continued his studies at The Royal College of Music in London, where he won the coveted Frederick Thurston prize. His main teachers there were Bernard Walton and John McCaw. Later he was awarded the prize for young Nordic soloists by the Sonning Foundation in Copenhagen. Mr. Jóhannesson has appeared as a soloist and chamber music player throughout Europe, Asia, America and Australia, often presenting pieces specially written for him by Icelandic composers. He is principal clarinet of the Iceland Symphony Orchestra, solo clarinettist of the Reykjavík Chamber Orchestra, and a founding member of the Reykjavík Wind Quintet. In addition, he sings with Voces Thules, a group of six male voices specializing in medieval Icelandic church music. He has recorded for the Merlin, Chandos and BIS labels.

Valgerður Andrésdóttir received her diploma from the Reykjavík Music Conservatory in 1985 and furthered her studies at the Berlin Hochschule der Künste where she graduated in 1992. She lived in Copenhagen for a while, where she taught piano as well as performing. Since her return to Iceland in 1996 she has given several solo recitals, performed with singers and various chamber ensembles, as well as being a member of the Iceland Symphony Orchestra.


fréttatilkynningu lokið / end of release