Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang: lso@lso.is
Glitnir og Pokasjóður verslunarinnar styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns
Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 15. ágúst 2006 kl. 20:30 Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday evening, August 15th at 20:30 How to get there |
Hanna Loftsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir og Fredrik Bock. |
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af þeim
Nánari upplýsingar veitir: Hanna Loftsdóttir í síma 697 3965 eða 568 3307 og netfangi hannalofts@gmail.com og Ólöf Sigursveinsdóttir í síma 561-1493 eða netfangi olofsi@web.de |
Hanna Loftsdóttir lauk námi í sellóleik árið 2000 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Þaðan hélt hún til Danmerkur og nam selló- og gömbuleik hjá Morten Zeuthen prófessor og Mogens Rasmussen við Konunglega Danska Konservatoríið í Kaupmannahöfn. Í námi sínu hefur Hanna lagt mikla áherslu á barokktónlist og flutning hennar á upprunaleg hljóðfæri, bæði á gömbu og barokkselló. Hanna hefur komið fram með fjölmörgum barokkhópum bæði á Íslandi og í Danmörku. Þar má m.a. nefna Bachsveitina í Skálholti, Sumaróperu Reykjavíkur, Djúpstrengjahópinn Lilju, Øresunds barokorkester og The Hague International Baroque Orchestra. Frá og með hausti 2005 hefur Hanna stundað nám í barokkselló- og gömbuleik við barokkdeildina í Konunglega Konservatoríinu í Haag. Kennarar hennar þar eru Jaap ter Linden á barokkselló og Philippe Pierlot á gömbu.
Að loknu námi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hélt Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari utan til framhaldsnáms við Tónlistarháskólann í Stuttgart í Þýskalandi og lauk þar diplom-gráðu í sellóleik árið 2000 með hæstu einkunn. Árið 2002 lauk hún framhaldsprófi við sama skóla. Á námsárunum naut Ólöf kennslu í hljómsveitarstjórn samhliða sellónáminu og hefur hún fengist talsvert við að stjórna bæði kórum og hljómsveitum. Hún hefur leikið með Bachsveitinni í Skálholti og haldið einleikstónleika á barokkselló. Ólöf hefur leikið með hljómsveitum og kammerhópum, svo sem Ensemble Stuttgart, Djúpstrengjahópnum Lilju og Freie Kammersinfonie Baden-Württemberg.
Sænski gítar- og lútuleikarinn Fredrik Bock stundaði nám sitt við Carl Nielsen Akademíuna í Odense og lauk prófi þaðan með hæstu einkunn árið 2000. Hann lagði sérstaka áherslu á barokkgítar, nam við einleikaradeild Konunglega Danska Konservatorísins í Kaupmannahöfn og naut leiðsagnar Stephen Stubbs prófessors við Listaháskólann í Bremen, Hopkinson Smith, Nigel North, Rolf Lislevand o.fl. Fredrik hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveitinni í Odense og leikur reglulega með ýmsum einleikurum og hljómsveitum, s.s. barokkhljómsveitinni Concerto Copenhagen og sönghópnum Ars Nova. Einnig hefur hann tekið þátt í óperuuppfærslum, m.a. í Konunglega Danska Leikhúsinu og Óperunni á Fjóni.
Tender Music in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday at 20:30
Ensemble Teneritas. Hanna Loftsdóttir viola da gamba, Ólöf Sigursveinsdóttir baroque cello and Fredrik Bock lute. Baroque music by 17th and 18th century´s composers: Alexis Magito, François Couperin, Marin Marais, Gaspar Sanz and Johann Sebald Triemer.
The concert begins at 20:30.
Admission 1500 ISK
Hanna Loftsdóttir studied the cello at the Reykjavík College of Music and later cello and viola da gamba at The Royal Danish Music Academy in Copenhagen where from she graduated in 2005. Loftsdóttir has taken special interest in early music performance practice and has played both the baroque cello and viola da gamba. She has performed with various early-music groups in Iceland and Denmark, e.g. The Skálholt Bach Consort, Reykjavík Summer Opera, Øresund Baroque Orchestra, Holmen Baroque Ensemble and The Hague International Baroque Orchestra. Currently Loftsdóttir is studying baroque cello and viola da gamba with Jaap ter Linden and Philippe Pierlot at The Royal Conservatory in The Hague.
After graduating from the Music School of Sigursveinn D. Kristinsson Ólöf Sigursveinsdóttir cellist continued her studies at The Stuttgart Music Academy where from she graduated 2002. Besides her cello studies she took lessons in baroque performance practice under the supervision of Héléné Godefroy. Sigursveinsdóttir performes as a soloist as well as a chamber musician. She has played with various orchestras and chamber groups both in Iceland and Germany, e.g. The Skálholt Bach Consort, Ensemble Stuttgart and Freie Kammersinfonie Baden-Württemberg.
The Swedish guitar- and lute player Fredrik Bock studied the guitar at the Carl Nielsen Academy of Music in Odense, Denmark and The Royal Danish Music Academy in Copenhagen. Then he chose to specialize in early guitars and lutes and studied at the Hochschule für Künste Bremen with Stephen Stubbs. Mr. Bock has received several grants from The Royal Swedish Academy of Music for his work with the baroque guitar. He is frequently asked to play continuo in opera productions both in Denmark and abroad. He works regularly with e.g. Lars Ulrik Mortensen and Concerto Copenhagen, vocal group Ars Nova Copenhagen, Emily Van Evera and Andrew Lawrence King.