Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang: lso@lso.is
Glitnir og Pokasjóður verslunarinnar styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 25. júlí 2006 kl. 20:30 Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday evening, July 25th at 20:30 |
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af þeim
Nánari upplýsingar veita:
Þórunn Elín Pétursdóttir í
síma 562 6773 eða 849 0662 og netfangi Frumflutt er verkið "Þula" eftir Þóru Marteinsdóttur og má ná í hana í síma 867-9193 |
Þórunn Elín Pétursdóttir sópran, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur. Þaðan lauk hún B. Mus. prófi vorið 2004.Veturinn 2002 – 2003 var hún skiptinemi við Universität der Künste í Berlín. Aðalkennari hennar þar var Ute Niss prófessor, en einnig sótti hún söngtíma hjá Beatrice Niehoff. Þórunn Elín fór með hlutverk Saffiar í uppsetningu Óperustúdíós LHÍ og Íslensku Óperunnar á Sígaunabaróninum í apríl 2004. Hún hefur sótt mörg meistaranámskeið í söng bæði heima og erlendis, m.a. hjá Joy Mammen, Mark Wildman, Franco Castellana, Karan Armstrong, Martha Sharp og Giovanna Canetti. Hún var einn þátttakenda í Ljóðaakademíu Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar í Salnum í Kópavogi vorið 2005. Hún hefur sungið með ýmsum kórum, haldið einsöngstónleika og komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Þórunn hefur BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og heimspeki, auk kennsluréttinda frá Háskóla Íslands. Samhliða söngnum starfar hún sem tónmenntakennari.
Sigrún Erla Egilsdóttir hóf sellónám átta ára gömul hjá Pétri Þorvaldssyni. Hún tók hlé frá tónlistarnáminu en að loknu BA námi í sálarfræði frá Háskóla Íslands lágu leiðir hennar og sellósins saman aftur og hún stundaði nám hjá Lovísu Fjeldsted, Sigurgeiri Agnarssyni og Gunnari Kvaran. Undir handleiðslu hins síðastnefnda lauk hún B. Mus. gráðu frá Tónlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2004. Sigrún hefur auk þess sótt námskeið m.a. hjá Shauna Rolston, Martin Loveday and Roland Vamos. Hún hefur haldið tónleika með Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara og tríóinu Tónafljóðum, tekið þátt í frumflutningi og upptökum á nýjum íslenskum tónverkum. Hún starfar sem sellókennari í Reykjavík.
Hafdís Vigfúsdóttir lærði á flautu hjá Guðrúnu Birgisdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs og tók þaðan burtfararpróf haustið 2002. Þá hóf hún nám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands hjá Martial Nardeau, þaðan sem hún lauk B.Mus. prófi vorið 2005. Í janúar 2005 kom Hafdís fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og lék verk eftir Carl Nielsen og Mozart. Frá hausti 2005 hefur Hafdís stundað flautunám hjá Patrick Gallois í París og auk þess sótt tíma hjá ýmsum kennurum í París, á Ítalíu og í London.
Icelandic Songs in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday at 20:30
Þórunn Elín Pétursdóttir soprano, Hafdís Vigfúsdóttir flute and Sigrún Erla Egilsdóttir cello. Works by Jacques Ibert, Eugéne Bozza, Betty Roe and the Icelandic composers Þorkell Sigurbjörnsson, Snorri Sigfús Birgisson, Hafliði Hallgrímsson. Also premiere of Þula for soprano, flute and cello by Þóra Marteinsdóttir.
The concerts begins at 20:30.
Admission 1500 ISK
Þórunn Elín Pétursdóttir soprano, studied at the Reykjavík College of Music, and the Iceland Academy of the Arts, with Elísabet Erlingsdóttir, and finished her B. Mus. degree in 2004. As an exchange student, she spent a year in Berlin studying with prof. Ute Niss at the Universität der Künste. She performed the role of Saffi, in Johann Strauss’ The Gipsy Baron, in the Opera Studio in Reykjavík. She has attended numerous masterclasses in Iceland and abroad, e.g. with Joy Mammen, Franco Castellana, Giovanna Canetti, Karan Armstrong and Martha Sharp. Pétursdóttir has appeared in numerous concerts as a soloist or in groups and choirs. Besides her musical carrier she has earned a degree in pedagogy and philosophy from the University of Iceland.
During her childhood Sigrún Erla Egilsdóttir studied the cello with Pétur Þorvaldsson in Reykjavík. After finishing her BA-degree in Psychology at the University of Iceland, she returned to the cello, now under the supervision of Lovísa Fjeldsted, and Sigurgeir Agnarsson. She completed her B.Mus. degree from the Iceland Academy of the Arts in 2004 where her main teacher was Gunnar Kvaran. Egilsdóttir has participated in masterclasses with Shauna Rolston, Martin Loveday and Roland Vamos. She has performed with Tríó Tónafljóð and participated in recordings and performances of contemporary Icelandic music. Currently she teaches the cello in Reykjavík.
Hafdís Vigfúsdóttir studied the flute with Guðrún Birgisdóttir at Kópavogur Music School and graduated 2002. She continued her studies at the Iceland Academy of the Arts and received the B. Mus. degree in the spring of 2005. In January 2005 Vigfúsdóttir performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, earned as the prize of a young soloist competition in Iceland. From the fall 2005 she has studied with flutist Patrick Gallois in Paris and has also taken lessons with various professors in Paris, Italy and London.