Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Ábyrgðarmaður: 
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang:
lso@lso.is

 
Síðustu tónleikar sumarsins!


Alla tónleikaröðina er að finna á netsíðu safnsins hér - here
Tónleikasíðan er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

 
Listasafn Sigurjóns
þriðjudaginn 6. september kl. 20:30

Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday September 30th at 20:30
How to get there
Hlíf Lincoln
Hlíf Sigurjónsdóttir og Lincoln Mayorga
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af Hlíf og Lincoln

Fullbúna efnisskrá er að finna á netsíðu safnsins www.lso.is/tonl_i.htm


Nánari upplýsingar veitir:

Hlíf Sigurjónsdóttir í síma: 863 6805 eða netpósti

Kvöldstund með Fritz Kreisler.

Syngjandi létt tónlist með ljúfsárum trega í anda kaffihúsa Vínarborgar. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Lincoln Mayorga píanóleikari leika tónverk og útsetningar hins kunna fiðluleikara frá Vín, Fritz Kreisler, í Listasafni Sigurjóns þriðjudagskvöldið 6. september kl. 20:30

Hlíf Sigurjónsdóttir stundaði framhaldsnám við Háskólana í Indiana og Toronto og við Listaskólann í Banff og síðar sótti hún tíma hjá Gerald Beal í New York. Á námsárum sínum kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum síðustu aldar, þar á meðal William Primrose, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci og Igor Oistrach. Hún hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og minni hópum og haldið fjölda einleikstónleika. Helstu tónleikar liðinna ára voru í Weill sal Carnegie Hall og í Washington borg, í röðinni The Embassy Series. Hún vinnur nú einnig að upptökum á öllum einleiksverkum J.S. Bach fyrir fiðlu. Hlíf er eftirsóttur kennari, hefur haldið námskeið á Spáni og kennir einkanemum í New York borg og í Reykjavík.

„Tónn Hlífar er hreinn og tær og hún getur mótað hann að persónulegum stíl sérhvers verks og í anda þess tíma er það var samið. Bogastrokið er alltaf líflegt og nákvæmt og leikur hennar er tandurhreinn. Hún er frábær fulltrúi tónelskandi þjóðar."
Cecelia Porter,  Tónlistargagnrýnandi Washington Post, 2004

Bandaríski píanóleikarinn Lincoln Mayorga er vel þekktur vestan hafs fyrir afar fjölbreyttan píanóleik. Hann er eftirsóttur klassískur píanóleikari, hefur t.d. leikið með Los Angeles Philharmonic Orchestra og Moskvu fílharmonían valdi hann sem einleikara á fyrstu tónleikum sínum með bandarískum verkum eingöngu árið 1988. Undanfarin ár hefur hann leikið víða um Evrópu og í Rússlandi og haldið tónleika í yfir 200 borgum í Norður Ameríku.
Lincoln hefur einnig sérstakan áhuga á að leika léttari tónlist og jazz og var nýverið gestur ´Piano Jazz´ sjónvarpsstöðvarinnar NPR. Hann var um árabil píanóleikari Walt Disney Studios í Hollywood og lék inn á bíómyndir t.d. Rósin, Harold & Moude og Splash og sjónvarpsþættina Húsið á sléttunni og Dallas. Einnig kom hann að því að semja tónlist fyrir þáttaröðina Fame. Hann hefur og komið við í poppgeiranum, hefur útsett fyrir og leikið með t.d. Barbara Streisand og Quincy Jones.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika.
Aðgangseyrir er 1500 kr.


English:
A tribute to Fritz Kreisler

An evening of music composed and arranged for violin and piano by the beloved Austrian violin virtuoso Fritz Kreisler performed by Hlíf Sigurjónsdóttir violin and Lincoln Mayorga piano in Sigurjón Ólafsson museum Tuesday nigth September 6th at 20:30.

Hlíf Sigurjóns furthered her violin studies at the Universities of Indiana and Toronto and Banff School of Fine Arts. Later she took private lessons with the renowned violinist and teacher Gerald Beal in New York. During her studies, she was fortunate enough to work with many of the leading musicians of the twentieth century, such as William Primrose, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci and Igor Oistrach.
Sigurjóns has performed numerous concerts, as a soloist or with groups and symphony orchestras. Recent concert sites include New York - Weill hall of Carnegie Hall, and Washington DC - as a part of The Embassy Series. Currently she is recording for CD all J.S. Bach´s partitas and sonatas and the 44 violin duos by Béla Bartók. Sigurjóns is sought after as a teacher and gives private lessons in Iceland, Spain and New York.

Hlíf Sigurjónsdóttir plays with a great purity of tone which she can tailor to the historical and individual style of the pieces she performs. Her bowing is always flexible and accurate, and her sense of pitch is precise. She is an excellent representative of music in a very musically intense nation"
Cecelia Porter, Music critic at the Washington Post, 2004

The American pianist Lincoln Mayorga is a very versatile performer, enjoying concurrently the traditional concert world as well as the field of popular music and jazz. Recently his concert tours have taken him to Russia, Europe and over 200 cities in North America appearing in such diverse repertoire as the Beethoven Triple and Bolling’s Suite for Chamber Orchestra and Jazz piano Trio. The latest of his many recording projects include the complete Chopin Preludes and works by Brahms and Prokefiev.

As a staff pianist for Walt Disney Studios Mayorga has performed on the sound track of the films e.g. The competition, The Rose, Harald & Maude, Splash and such television programs as Highway to Heaven, Little House on the Prairie and Dallas. His composing credits include background scores for the hit series Fame. In the pop music field, he has accompanied and written arrangements for Barbara Streisand, Johnny Mathis, Vikki Carr, Andy Williams, Mel Tormè and Quincy Jones. Mr. Mayorga has also recently completed recordings of songs by Irving Berlin, featuring Margie Gibson and songs by George Gershwin and Jerome Kern, with soprano Marni Nixon. He was recently featured as a guest on Piano Jazz, Marion McPartland’s popular radio show on NPR.

The concerts begins at 20:30. The cafeteria is open after the concert.
Admission 1500 ISK


fréttatilkynningu lokið / end of release