Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang: lso@lso.is
Alla
tónleikaröðina er að finna á netsíðu safnsins hér - here
Tónleikasíðan er uppfærð
vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru
tilbúnar.
Listasafn
Sigurjóns þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:30 Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday Augist 23th at 20:30 How to get there |
Auður og Anna Guðný |
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af þeim
Fullbúna efnisskrá er að finna á
netsíðu safnsins www.lso.is/tonl_i.htm
|
"Stríð og friður" í Listasafni Sigurjóns. Sónötur fyrir fiðlu og
píanó eftir Grieg og Prokofiev.
Á sumartónleikum
Listasafns Sigurjóns Ólafsson þriðjudagskvöldið 23. ágúst leika Auður
Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari tvær
sónötur; Sónötu fyrir fiðlu og píanó í F-dúr op. 8 eftir Edvard
Grieg og Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr. 1 í f-moll op. 80 eftir Sergei
Prokofiev.
Auður
Hafsteinsdóttir er fædd árið 1965. Hún lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983 aðeins 17 ára gömul. Hún stundaði
framhaldsnám við New England Conservatory í Boston og lauk Bachelor of Music
gráðu með hæstu einkunn. Auður lauk Master of Music gráðu árið 1991 frá
University of Minnesota. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn.
Árið 1985 fékk hún C. D. Jackson verðlaunin sem framúrskarandi strengjaleikari á
hinni alþjóðlegu tónlistarhátíð í Tanglewood og 1988 fyrstu verðlaun í The
Schubert Club Soloist Competition í Minneapolis. Árið 1991 var hún valin
borgarlistamaður Reykjavíkur til þriggja ára. Árið 1996 voru henni úthlutuð
listamannalaun til þriggja ára frá menntamálaráðuneytinu. Auður hefur stundað
kennslu í fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands
undanfarin ár. Hún hefur komið víða fram sem einleikari og í kammermúsik á
alþjóðlegum vettvangi, m. a. í Bandaríkjunum, Kanada og víða á meginlandi
Evrópu. Hún tekur reglulega þátt í tónlistarhátíðum hérlendis og hefur oft komið
fram á erlendum tónlistarhátíðum. Einnig hefur hún farið í tónleikaferðir til
Japan og Kína. Hún leikur reglulega með Trio Nordica og Caput
kammerhópnum. Auður hefur leikið inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og
erlend útgáfufyrirtæki. Hún var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið
2005.
Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Post Graduate Diploma frá Guildhall School of Music í London þar sem hún lagði áherslu á kammermúsík og meðleik með söng. Frá árinu 1982 hefur hún tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og er einn eftirsóttasti píanóleikari landsins. Hún hefur komið fram sem einleikari, m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Íslensku hljómsveitinni. Anna er einnig virkur kammertónlistarmaður og meðleikari söngvara. Hún hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og diska og komið fram á tónleikum víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Kína, m. a. með Kammersveit Reykjavíkur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu. Hún leikur reglulega í tónlistarröðinni Tíbrá í Salnum í Kópavogi, hefur nokkrum sinnum komið fram á Listahátíð í Reykjavík og tók þátt í Listahátíðinni í Trento á Ítalíu árið 2002. Sumarið 2004 starfaði hún við listaakademíuna í Sion í Sviss. Hún var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2002 – 2003 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem flytjandi ársins. Anna Guðný hefur verið ráðin píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, einnig kennir hún við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Kaffistofa safnsins er opin eftir
tónleika.
Aðgangseyrir er 1500 kr.
"War and Peace" in Sigurjón Ólafsson Museum. Sonatas for violin and piano by Grieg and Prokefiev.
Violinist Auður Hafsteinsdóttir and pianist Anna Guðný Guðmundsdóttir will perform two sonatas for violin and piano in Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday night August 23rd at 20:30. Sonata for violin and piano in F-major op. 8 by Edward Grieg and Sonata for violin and piano no. 1 in f-minor op. 80 by Sergei Prokofiev.
Auður Hafsteinsdóttir studied with Guðný Guðmundsdóttir at the Reykjavík College of Music, graduating as performing soloist at the age of 17. She received Batchelor of Music degree with honours from the New England Conservatory and Master of Music degree from the University of Minnesota in 1991. Her teachers there were the internationally renowned Almita and Roland Vamos. Hafsteinsdóttir has received many awards for her playing. In 1985 she was a recipient of the C. D. Jackson Award for outstanding string player at the Tanglewood International Music Festival and in 1988 she received first prize at the Schubert Club Soloist Competition in Minneapolis. In 1991, she received a three-year stipend from the City of Reykjavík and was awarded a three-year stipend by the Icelandic government in 1996. Hafsteinsdóttir has appeared both as soloist and chamber-musician throughout the United States, Canada, Europe, Scandinavia, Iceland, Japan and China. She is a founding member of Trio Nordica and also performs with the Caput ensemble and her playing has featured on numerous CDs both in Iceland and abroad. Hafsteinsdóttir is currently the artist of the year, at the municipality of Seltjarnarnes
.Anna Guðný Guðmundsdóttir completed her soloist examination at the Reykjavík College of Music in 1979. She continued her studies in London at the Guildhall School of Music, where she received her Post Graduate diploma with a focus on chamber music and lieder accompaniment. Guðmundsdóttir has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and the Reykjavík Chamber Orchestra (including performances of Messiaen´s Des Canyons aux Étoiles, under the baton of Paul Zukofsky, and concertos by Atli Heimir Sveinsson and Leifur Þórarinsson) and has performed with various other groups, ensembles and singers. She has travelled widely, both with the Reykjavík Chamber Orchestra and with soprano Sigrún Hjálmtýsdóttir, and has given concerts around Iceland, as well as in the northern countries, numerous places in Europe, Japan, Canada, China, and the United States. Her performances can be heard on numerous CDs. She received a nomination as Performer of the year 2004 at the Icelandic Music Price. Anna Guðný Guðmundsdóttir is employed as a pianist by The Iceland Symphony Orchestra and she teaches at the Music Department of the Iceland Academy of the Arts.
The concerts begins at
20:30. The cafeteria is open after the
concert.