Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang: lso@lso.is
Alla
tónleikaröðina er að finna á netsíðu safnsins hér - here
Tónleikasíðan er uppfærð
vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru
tilbúnar.
Listasafn
Sigurjóns þriðjudaginn 26. júlí kl. 20:30 Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday July 26th at 20:30 How to get there |
Hlíf og Hjörleifur |
Hér er hægt að krækja í prenthæfa myndi af þeim
Fullbúna efnisskrá er að finna á netsíðu safnsins
www.lso.is/tonl_i.htm |
Duo Landon í Sigurjónssafni.
Duo Landon. Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Valsson fiðluleikarar leika 44 dúó eftir Béla Bartók á fiðlur franska fiðlusmiðsins Christophe Landon.
Hlíf Sigurjónsdóttir stundaði framhaldsnám við Háskólana í Indiana og Toronto og við Listaskólann í Banff og síðar sótti hún tíma hjá Gerald Beal í New York. Á námsárum sínum kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum síðustu aldar, þar á meðal William Primrose, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci og Igor Oistrach. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og minni hópum. Frá nýliðnum árum má nefna tónleika í Weill sal Carnegie Hall í New York og í Washington borg, í röðinni The Embassy Series. Hún vinnur nú einnig að upptökum á öllum einleiksverkum J.S. Bach fyrir fiðlu. Hlíf er eftirsóttur kennari, hefur haldið námskeið á Spáni og kennir einkanemum í New York borg og í Reykjavík.
Hjörleifur Valsson lauk einleikaraprófi frá tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993 og hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag konservatoríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur lauk Dipl. Mus. gráðu frá Folkwang Hochschule í Essen sumarið 2000. Á námsárum sínum í mið-evrópu sótti hann námskeið hjá Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pierre Amoyal, Sergej Stadler, Pavel Gililov o.fl. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, samið og útsett tónlist fyrir leikhús og tekið þátt í upptökum fyrir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og hljómplötuútgáfur. Hjörleifur starfar nú sem fiðluleikari á Íslandi og kennir fiðluleik við tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika.Christophe Landon er mjög vel þekktur franskur boga- og fiðlusmiður sem býr í New York en ferðast víða um heim. Meðal viðskiptavina hans eru meðlimir New York Philharmonic, Berliner Philharmonik og Guarneri String Quartet. Eftir heimsókn hans til Íslands í febrúar síðast liðnum óskaði hann eftir því við okkur, sem bæði leikum á fiðlur sem hann hefur smíðað, að við hljóðrituðum 44 dúó fyrir tvær fiðlur eftir Béla Bartók fyrir geisladisk sem hann gæfi út. Er það okkur jafnt heiður sem ánægja því samhljómur þessara tveggja fiðla Landons er þvílík uppspretta og innblástur sköpunargleði að það er sem þær leiki sjálfar í höndum okkar.
Hlíf og Hjörleifur
Duo Landon in Sigurjón Ólafsson Museum
Duo Landon. Violinists Hlíf Sigurjónsdóttir and Hjörleifur Valsson perform music by Béla Bartók on violins made by the French violin-maker Christophe Landon.
Hlíf Sigurjóns furthered her violin studies at the Universities of Indiana and Toronto and Banff School of Fine Arts. Later she studied with the renowned violinist and teacher Gerald Beal in New York. During her studies, she was fortunate enough to work with many of the leading musicians of the twentieth century, such as William Primrose, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci and Igor Oistrach. Sigurjóns has performed numerous concerts, as a soloist or with groups and symphony orchestras. Recent concerts sites include New York - Weill hall of Carnegie Hall - and Washington DC - as a part of The Embassy Series. Currently she is recording for CD all Bach´s partitas and sonatas. Sigurjóns is a sought after teacher and gives private lessons in Iceland, Spain and New York.„
Upon graduation with the soloist diploma from the Oslo Music Academy, Hjörleifur Valsson received a grant from the Czechoslovakian government to study at the Conservatory in Prague. After 3 years there he went to further his studies in Essen, Germany, and received his Dipl. Mus. degree from the Folkwang Hochshule in the summer of 2000. While on the Continent Valsson visited the masterclasses of Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pierre Amoyal, Sergej Stadler and Pavel Gililov. Valsson has appeared in numerous concerts and recitals in Europe. He has composed and arranged music for theatre, recorded for radio and TV, movies and CDs. Valsson works as a violinist and teaches at the Hafnafjörður Music School in Iceland.The French born Christopher Landon has a great reputation as a bow-and violin maker as well as a very respected dealer of fine instruments. He lives in New York, but his work takes him all over the world. Among his clients one finds members of the New York Philharmonic, Berlin Philharmonic and the Guarneri String Quartet. When Landon visited Iceland in February last, he commissioned us to record the 44 duos for two violins by Béla Bartók, since we both play violins of his. We are honoured and thrilled to undertake this task because Landon´s violins are such an inspiration to play on, it´s almost as they play by themselves, and take us along.The concerts begins at 20:30. The cafeteria is open after the concert.
Hlíf Sigurjóns and Hjörleifur Valsson