Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Ţessi fréttatilkynning inniheldur tvö atriđi.

1) Yfirlit yfir sautjándu sumartónleikaröđ safnsins
2) Frétt um fyrstu tónleika sumarsins, 21. júní

Viđ óskum eftir ađ hvoru tveggja verđi kynnt, annađ hvort í einu lagi eđa sitt hvoru lagi.

Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553-2906 netfang: lso@lso.is


Tónleikaröđina er ađ finna á netsíđu safnsins hér - here
Tónleikasíđan er uppfćrđ vikulega og t.d. eru settar krćkjur í efnisskrár tónleikanna ţegar ţćr eru tilbúnar.


1. Tónleikaröđin í heild:


SUMARTÓNLEIKAR
2005
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar


Ţriđjudaginn 21. júní kl. 20:30 Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran og Antonia Hevesi píanó. Vögguljóđ frá ýmsum löndum austan hafs og vestan, međal annars eftir Benjamin Britten, Aaron Copland, Hanns Eisler, Manuel de Falla, Xavier Montsalvatge og íslensk tónskáld.
Ţriđjudaginn 28. júní kl. 20:30 Helga Ţórarinsdóttir víóla og Kristinn H. Árnason gítar. Tónverk eftir Antonio Vivaldi, Ferdinando Carulli, Enrique Granados, Manuel de Falla, Heitor Villa Lobos og Árna Thorsteinsson.
Ţriđjudaginn 5. júlí kl. 20:30 Tríó Trix. Sigríđur Bjarney Baldvinsdóttir fiđla, Vigdís Másdóttir víóla og Helga Björg Ágústsdóttir selló. Strengjatríó í a-moll eftir ţýska tónskáldiđ Max Reger og Serenađa fyrir strengjatríó eftir ungverska tónskáldiđ Ernst von Dohnányi.
Ţriđjudaginn 12. júlí kl. 20:30 Sigríđur Ađalsteinsdóttir mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó. Verk eftir Jón Ásgeirsson, Pál Ísólfsson, Robert Schumann, Johannes Brahms og Gustav Mahler.
Ţriđjudaginn 19. júlí kl. 20:30 Eva Zöllner harmonika og Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassi leika ný verk eftir ung íslensk og ţýsk tónskáld, međal annars Steingrím Rohllof, Inga Garđar Erlendsson og Matthias Pintscher.
Ţriđjudaginn 26. júlí kl. 20:30 Hlíf Sigurjónsdóttir fiđla og Lincoln Mayorga píanó. Kvöldstund međ Fritz Kreisler.
Ţriđjudaginn 2. ágúst kl. 20:30 Bára Grímsdóttir söng- og kvćđakona og kjöltuhörpuleikari og Chris Foster söngvari og gítarleikari. Á efnisskránni eru íslensk ţjóđlög - ţar međ talin kvćđalög - og ensk ţjóđlög í útsetningu flytjenda.
Ţriđjudaginn 9. ágúst kl. 20:30 Tómas R. Einarsson kontrabassi, Óskar Guđjónsson tenór- og barítónsaxafónn, Snorri Sigurđarson flygilhorn og trompet, Ómar Guđjónsson gítar og Matthías M. D. Hemstock trommur og slagverk. Valsar um ástina og eitt timburmannaljóđ. Djassvalsar eftir Tómas R. Einarsson.
Ţriđjudaginn 16. ágúst kl. 20:30 Jóhanna Halldórsdóttir alt, Heike ter Stal teorba, Steinunn Stefánsdóttir barokkselló og Guđrún Óskarsdóttir semball. Lamento d'Arianna eftir Monteverdi, einsöngskantötur eftir Gasparini og Cazzati fyrir alt rödd og basso continuo. Enn fremur einleiksverk fyrir teorbu eftir Picinini, fyrir selló eftir Frescobaldi og fyrir sembal, einnig eftir Frescobaldi.
Ţriđjudaginn 23. ágúst kl. 20:30 Auđur Hafsteinsdóttir fiđla og Anna Guđný Guđmundsdóttir píanó. Sónata fyrir fiđlu og píanó í F-dúr eftir Edward Grieg og Sónata fyrir fiđlu og píanó í f-moll eftir Sergej Prokofiev.
Ţriđjudaginn 30. ágúst kl. 20:30
Alda Ingibergsdóttir sópran og Ólafur Vignir Albertsson píanó. Sumariđ og ástin. Sönglög eftir Sigfús Halldórsson, Jón Ásgeirsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Ţórarinsson og Ţórarin Jónsson. Einnig óperuaríur eftir Offenbach og Verdi.
Tónlistasjóđur styrkir Sumartónleika LSÓ 2005


2. Um fyrstu tónleikana

Listasafn Sigurjóns
ţriđjudaginn 21. júní  kl. 20:30

Ólafsson Museum, Reykjavík Tuesday June 21st at 20:30
How to get there
Antonia og Sesselja   Antonía Hevesi og Sesselja Kristjánsdóttir Hér er hćgt ađ krćkja í prenthćfa myndi af Sesselju og Antoníu 

Fullbúna efnisskrá er ađ finna á netsíđu safnsins www.lso.is/tonl_i.htm
Nánari upplýsingar veitir Sesselja Kristjánsdóttir í síma 552-1620 og 893-0406 og  e-pósti og Antonia Hevesi í síma 864-2151 og e-pósti

Sautjánda sumartónleikaröđ í Sigurjónssafni hefst á vögguljóđum frá ýmsum löndum.

Hin árlega sumartónleikaröđ Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefst ţriđjudagskvöldiđ 21. júní á ţví ađ Sesselja Kristjánsdóttir mezzosopran og Antonia Hevesi píanóleikari flytja vögguljóđ frá ýmsum löndum austan hafs og vestan, međal annars eftir Benjamin Britten, Aaron Copland, Hanns Eisler, Manuel de Falla, Xavier Montsalvatge, Jón Ţórarinsson, Jón Leifs, Ingunni Bjarnadóttur og Emil Thoroddsen.

Sesselja Kristjánsdóttir hefur víđa komiđ fram á tónleikum heima og erlendis, međ kórum og einnig Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ţá hefur hún sungiđ fjölmörg óperuhlutverk og var um árabil fastráđin viđ Íslensku óperuna ţar sem hún söng mörg ţekkt óperuhlutverk, međal annars titilhlutverk í Carmen í sameiginlegri uppfćrslu međ Óperustúdíói Austurlands.

Antonía Hevesi er ungversk ađ uppruna og nam á meginlandi Evrópu ţar sem hún hefur víđa leikiđ á tónleikum og á námskeiđum. Hún er löngu ţekkt hérlendis fyrir starf sitt sem organisti og píanisti fyrst á Siglufirđi og síđar í Hafnarfirđi. Hún kennir m.a. viđ Listaháskóla Íslands og er listrćnn stjórnandi hádegistónleika Hafnarborgar.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika.

 

ítarefni:
Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran stundađi nám viđ Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk ţađan prófi frá tónmenntakennaradeild og áttunda stigi frá söngdeild skólans ţar sem kennari hennar var Rut Magnússon. Ţađan hélt hún í framhaldsnám í Hochschule für Musik - Hanns Eisler - í Berlín, lauk diplomprófi haustiđ 2000 og framhaldsnámi ári síđar. Ađalkennari hennar var prófessor Anneliese Fried, en hún sótti einnig tíma hjá Julia Varady og Wolfram Rieger og ljóđanámskeiđ hjá Scot Weir. Sesselja hlaut Bayreuth-styrk ţýsku Richard Wagner samtakanna sumariđ 2000.
Sesselja hefur víđa komiđ fram á tónleikum heima og erlendis, međ kórum, og einnig Sinfóníuhljómsveit Íslands. Međal óperuhlutverka Sesselju eru Nachbarin í Mavra eftir Stravinsky, Lis í Wie werde ich reich und glücklich eftir Spoliansky og Berta í Rakaranum í Sevilla. Sesselja var fastráđin viđ Íslensku óperuna 2002 – 2004. Ţar söng hún hlutverk ţriđju meyjar í Töfraflautunni, Rosinu í Rakaranum í Sevilla, Charlotte í Werther, Cherubino í Brúđkaupi Fígaros, Isabellu í Ítölsku stúlkunni í Alsír, betlikerlinguna í Sweeney Todd og titilhlutverkiđ í Carmen í uppfćrslu Íslensku óperunnar og Óperustúdíós Austurlands.

Antonía Hevesi (Szabó) er ungversk ađ uppruna og útskrifađist áriđ 1988 úr Liszt Ferenc Tónlistarakademíunni í Búdapest međ Meistaragráđu í kórstjórn og kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla í söng- og hljómfrćđi. Frá árinu 1990 stundađi hún orgelnám í Austurríki viđ Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Graz hjá prófessor Otto Bruckner. Antonía fluttist til Siglufjarđar áriđ 1992 ţar sem hún var kórstjóri og organisti kirkjunnar og kennari viđ Tónlistarskólann. Áriđ 1998 gaf hún út „24 orgellög", eigin útsetningar fyrir orgel og hún hlaut fyrstu verđlaun í samkeppni um sálmalag á vegum Kristnihátíđarnefndar Skagafjarđarprófastsdćmis.
Antonía hefur haldiđ fjölda tónleika, hérlendis og víđa um Evrópu, hún hefur leikiđ inn á geisladiska og tekiđ ţátt í masterklass námskeiđum í söng og píanóundirleik, m.a. hjá Oliveru Miljakovic og í Académie Internationale d’Eté de Nice í Frakklandi hjá Lorraine Nubar og Dalton Baldwin. Antonía starfar nú sem organisti í Hafnarfjarđarkirkju og kennari viđ Listaháskóla Íslands og í hlutastarfi sem ćfingapíanisti viđ Íslensku Óperuna. Frá 2002 hefur hún veriđ listrćnn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleika Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarđar.

Ađgangseyrir er 1500 kr.


English:
Sesselja Kristjánsdóttir mezzosoprano with pianist Antonia Hevesi. A variety of lullabies from England, America, Germany, Spain and Iceland by - among others - Benjamin Britten, Aaron Copland, Hanns Eisler, Manuel de Falla, Xavier Montsalvatge and Icelandic composers.
more:

Sesselja Kristjánsdóttir mezzosoprano studied at the Reykjavík Academy of Music with Rut Magnússon. In 2000 she received her diploma from Hochschule für Musik - Hanns Eisler - in Berlin and the following year she completed her graduate studies there with professor Anneliese Fried. She also attended classes with professors Julia Varady and Wolfram Rieger as well as taking a course in Lieder with Scot Weir. Kristjánsdóttir was awarded the German Richard Wagner Society´s Bayreuth Grant in the summer 2000.

Kristjánsdóttir has given concerts both in Iceland and abroad, appeared with the Icelandic Symphony Orchestra and numerous choirs. Her opera roles include Nachbarin in Stravinsky´s Mavra, Lis in Wie werde ich reich und glücklich by Spoliansky, and Berta in The Barber of Seville at the National Reisoper in Holland under the direction of Alessandro de Marchi. Employed at the Icelandic Opera 2002 – 2004 she sang the third lady in The Magic Flute, Rosina in The Barber of Seville, Charlotte in Werther, Cherubino in The Marriage of Figaro, Isabella in Italiana in Algeri, the beggar-woman in Sweeney Todd and the title role in Carmen in a joint production by the Icelandic Opera and the East Iceland Opera Studio.

Born in Hungary Antonia Hevesi (Szabó) graduated from the Liszt Ferenc Academy of Music Budapest in 1988 with a Master degree in choir conducting and as a college teacher in singing and harmonics. She studied the organ at the Hochschule für Musik und Darstellende Kunst in Graz, Austria with Professor Otto Bruckner. Hevesi moved to Iceland 1992 and lived in Siglufjörđur, village at the North coast, teaching at the music scool, playing the organ and conducting the choir at the local church. In 1998 she published "24 Organ songs" in her own instrumentation for Organ and she received the first prize for her Christian hymn in a competition hosted by the Skagafjörđur county´s board of Christianity.

Hevesi has given numerous concerts throughout Europe, she has participated in Masterclass for vocals and piano-accompanying with Olivera Miljakovic and in Académie Internationale d´Eté de Nice in France with Lorraine Nubar and Dalton Baldwin. Currently Havesi lives in the capital area of Iceland, working as an organist and pianist. She teaches at the Iceland Academy of the Arts, plays the organ in Hafnarfjörđur parish church and is a part time coach at the Icelandic Opera. She is the artistic administrator and pianist at the Noon Concert Series in Hafnarborg – The Institue of Culture and Fine art in Hafnarfjörđur.

Admission 1500 ISK


end of release