Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns / Press Release - English below
 
Listasafn Sigurjóns
þriðjudaginn 27. júlí kl. 20:30
 
Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday July 27th at 20:30
 

Musica ad Gaudium
Smámyndin hér til hliðar er krækja í prenthæfa ljósmynd af hópnum, reyndar án Eydísar

Fullbúna efnisskrá er að finna á netsíðu safnsins www.lso.is/tonl_i.htm

 

Nánari upplýsingar veitir Eydís Franzdóttir í síma 424-6607 og ef@ismennt.is

 
Barokk á sumartónleikum í Sigurjónssafni þriðjudagskvöldið 27. júlí kl. 20:30
 
Tékkneski kammerhópurinn Musica ad Gaudium; Andrea Brozáková sópran,  Alena Tichá semballeikari, Jaromír Tichý flautuleikari, Václav Kapusta fagottleikari ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara leika á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns þriðjudagskvöldið 27. júlí kl. 20:30.  Á efnisskrá er tékknesk barokktónlist ásamt verkum eftir Sweelinck, Geminiani, Bezdek og Händel.
Ítarlegar:

Barokk á sumartónleikum í Sigurjónssafni þriðjudagskvöldið 27. júlí kl. 20:30
 
Tékkneski kammerhópurinn Musica ad Gaudium; Andrea Brozáková sópran,  Alena Tichá semballeikari, Jaromír Tichý flautuleikari, Václav Kapusta fagottleikari ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara leika á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns þriðjudagskvöldið 27. júlí kl. 20:30.

Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú tékknesk barokkverk; Opella secunda eftir Plánický, Tríósónata í g-moll eftir Zelenka og Mariánská musika, fjögur sönglög eftir Michna frá Otradovic. Þá flytja þau Toccötu í a-moll eftir hollenska tónskáldið Sweelinck, Aríuna Das zitternde Glänzen der spielenden Wellen og kantötuna Tu fedel, tu costante, hvoru tveggja eftir Händel og Sónötu í C-moll eftir ítalska tónskáldið Geminiani. Eitt nýlegt tónverk er á efnisskránni Atmosfery, einleiksverk fyrir sembal, eftir tékkneska tónskáldi Jiri Besdek.


ítarefni:

Tékkneski tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium var stofnaður 1989 og sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá endurreisnar- og barokktímanum. Hann er mikilsvirtur á því sviði, heldur oft tónleika heima sem erlendis, hefur oft leikið fyrir tékkneska útvarpið og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn.

Musica ad Gaudium skipa: Andrea Brozáková sópran, Alena Tichá semballeikari, Jaromír Tichý flautuleikari og Václav Kapusta fagottleikari. Öll taka þau einnig virkan þátt í hinu fjölbreytta tónlistarlífi Tékklands sem einleikarar, í hljómsveitar- og kammertónlist og sem kennarar. Hópurinn hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir tónleikaröð í Ráðhúsinu í PilzeÁ þar sem þau bjóða til sín gesti hverju sinni. Á tónleikum þeirra haustið 2002 var Eydís Franzdóttir óbóleikari gestur þeirra.

Andrea Brozáková sópransöngkona, lærði við tónlistarháskólana í PilzeÁ og Prag í Tékklandi. Árið 1993 var hún fastráðin við Óperuhúsið í PilzeÁ þar sem hún hefur sungið fjölda hlutverka. Andrea Brozáková hefur einnig leitast við að flytja tónlist frá barokk- og endurreisnartímabilinu og hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn á því sviði.

Alena Tichá semballeikari hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn og er mjög eftirsótt í heimalandi sínu, Tékklandi, bæði sem einleikari og í samleik. Hún nam semballeik við tónlistarháskólana í PilzeÁ og Prag í Tékklandi, auk þess að sækja námskeið í Sviss, Frakklandi og Þýskalandi. Alena Tichá er nú prófessor við Tónlistarháskólann í PilzeÁ.

Jaromír Tichý flautuleikari er stofnandi og aðalskipuleggjandi Musica ad Gaudium. Hann var flautuleikari tékknesku útvarpshljómsveitarinnar í PilzeÁ á árunum 1984 –1998, en hefur síðan einbeitt sér að flutningi kammertónlistar með Musica ad Gaudium og Piazzolla's Soloists sem hann stofnaði 1998. Jaromír Tichý leikur jöfnum höndum á þverflautu og blokkflautu. Hann stundaði nám við Tónlistarháskólann í PilzeÁ og hefur sótt námskeið víðsvegar um Evrópu.

Václav Kapusta er fagottleikari við Fílharmoníuhljómsveitina í PilzeÁ (áður Tékknesku Útvarpshljómsveitina) og leikur einnig með óperuhljómsveitinni þar í borg. Hann hefur mikinn áhuga á að flytja eldri tónlist og hefur verið meðlimur í barokkhópunum Cantories Clatovienses, Barock Musik Collegium Sušice og í Musica ad Gaudium.

Eydís Franzdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 og stundaði framhaldsnám í London. Hún lék um skeið með samevrópsku hljómsveitinni Acadya, og var síðar ráðin fyrsti óbóleikari Tékknesku Útvarpshljómsveitarinnar í PilzeÁ þar sem hún lék um tveggja ára skeið. Eydís hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu, Norður-Ameríku og á Íslandi. Hún er m.a. meðlimur í Caput-hópnum og skipuleggjandi og óbóleikari Poulenc-hópsins. Eydís lék oft sem gestur með Musica ad Gaudium á árunum sem hún starfaði í Tékklandi. Haustið 2002 hófst samstarf þeirra að nýju er hópurinn bauð henni að vera gestur þeirra á tónleikum í Ráðhúsinu í PilzeÁ.

Aðgangseyrir 1500 kr.


English:

Baroque in Ólafsson Museum Tuesday evening July 27th at 20:30.
The Czech ensemble Musica ad Gaudium; Andrea Brozáková soprano, Jaromír Tichý, flute, Václav Kapusta, bassoon and Alena Tichá, harpsichord, joined by the Icelandic oboist Eydís Franzdóttir. The program includes Czech baroque music, as well as works by Sweelinck, Geminiani, Bezdek and Händel


more:

The Czech music ensemble Musica ad Gaudium was founded 1989. The ensemble has specialized in performance of renaissance and baroque music being very highly thought of in that field. They give frequently concerts in the Czech Republic and the neighbour countries as well as doing regularly recordings for the Czech Radio.

The members of Musica ad Gaudium are Andrea Brozáková, soprano, Alena Tichá, harpsichord, Jaromír Tichý, flutes and Václav Kapusta, bassoon. As well as playing with Musica ad Gaudium they are all active in the variable Czech music live as soloists, orchestral and chamber music players and music teachers. For some years the ensemble has given series of concerts at the town hall in their hometown PilzeÁ to which they each time invite a guest musician to join them. In the autumn 2002 their guest was the Icelandic oboist Eydís Franzdóttir, who also is joining them now.

Admission 1500 ISK


end of release