Listasafn Sigurjóns
þriðjudaginn 20. júlí kl. 20:30 Ólafsson Museum, Reykjavík
Tuesday July 20th at 20:30
|
![]() Jóel, Þorgrímur, Ólafur og Erik |
Að baki smámyndarinnar hér til hliðar liggur
prenthæf mynd
Fullbúna efnisskrá er að finna á netsíðu safnsins www.lso.is/tonl_i.htm |
B-Sharp kvintett
Jóel Pálsson tenór saxófón, Ólafur Jónsson tenór saxófón, Simon Jermyn gítar, Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Erik Qvick trommur
Efnisskráin samanstendur af nýrri jazztónlist, bæði eftir hljómsveitarmeðlimi sem og aðra erlenda samtíma jazz tónlistarmenn:
The Enthusiast |
Reid Anderson |
Gin & Tonic |
Þorgrímur Jónsson |
Alien Swans |
Simon Jermyn |
Foxy |
Reid Anderson |
Stadsmas |
Per "Texas" Johansson |
Otabar |
Simon Jermyn |
Bulten |
Per "Texas" Johansson |
Simon Jermyn fæddist á Írlandi 1981. Hann hóf klassískt gítarnám 9 ára, en sneri sér að jazz og tók burtfararpróf á jazzgítar frá Guildhall School of Music and Drama árið 2000. Þá hóf hann nám við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag í Hollandi og lauk B.M. prófi í jazz-leik í maí síðast liðnum. Meðal kennara hans hafa verið Eric Ineke, John Ruocco og Ronan Guilfoyle. Simon hefur haldið tónleika meðal annars í Hollandi, Luxemborg, Belgíu og Írlandi með hljómsveit sinni; The Simon Jermyn Quartet.
Jóel Pálsson (f. 1972) hefur iðkað tónlist frá blautu barnsbeini, fyrst lærði hann á klarinett, en sneri sér síðar að saxófóni og jazz-tónlist. Eftir útskrift frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur og jazzdeild Tónlistarskóla FÍH hélt hann til náms við Berklee College of Music í Boston, Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan með láði 1994. Jóel hefur leikið á yfir 70 hljómplötum og komið víða fram m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Grænlandi. Hann hefur gefið út plöturnar Prím, Klif og Septett með frumsaminni tónlist og hlotið fyrir Íslensku Tónlistarverðlaunin í þrígang, m.a. fyrir jazzplötu ársins 2001 (Klif) og 2002 (Septett).
Ólafur Jónsson (f. 1967). Að loknu námi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla FÍH hélt Ólafur til framhaldsnám við Berklee College of Music í Boston haustið 1989 með saxófón sem aðalfag og útskrifaðist þaðan með láði (B.M.) vorið 1992. Þar var hann undir handleiðslu Bill Pierce, George Garzone og Joe Viola, en tók einnig einkatíma hjá Jerry Bergonzi og Hal Crook í Boston. Næsta vetur stundað Ólafur einkanám hjá George Coleman og Joe Lovano í New York borg. Ólafur flutti heim 1993 og hóf að kenna við Tónlistarskóla FÍH og Tónskóla SDK. Jafnframt kennslustörfum hefur hann verið í framvarðarsveit íslenskra saxófónleikara og leikið með öllum helstu jazzleikurum landsins ýmist undir eigin nafni eða í samstarfi. Hann er félagi í Stórsveit Reykjavíkur og hefur m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, tekið þátt í uppfærslum hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, leikið inn á hljómplötur og unnið fyrir útvarp og sjónvarp.
Þorgrímur Jónsson (f. 1976) hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH 1993 á rafmagnsbassa og lauk burtfararprófi af jazzdeild FÍH vorið 2001. Næsta ár stundaði hann klassískt nám á kontrabassa í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Árið 2002 hóf hann framhaldsnám við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag í Hollandi, og er þar við jazzdeild skólans undir handleiðslu, meðal annarra; Uli Glassman, Frans Van Der Hoeven og Hein Van Der Heyn. Auk þessa hefur hann leikið með helstu jazzleikurum Íslands á hinum ýmsu stöðum s.s. á Jómfrúnni, í Deiglunni á Akureyri, jazz- og blúshátíðinni í Vestmannaeyjum, á jazzklúbbnum Múlanum og á Jazzhátíð Reykjavíkur. Einnig hefur hann leikið inn á plötur og unnið við sjónvarp og útvarp.
Erik Qvick (f. 1973 í Svíþjóð) stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Ingesund og lauk B.M. gráðu 1998. Aðalkennarar hans þar voru Terje Sundby, Magnus Gran og Raymond Strid. Þá hélt hann til Gautaborgar og lék þar með jazz og blús-tónlistarmönnum, m.a. inn á plötur hjá tompettleikaranum Lasse Lindgren. Árið 2000 flutti hann til Reykjavíkur og hefur kennt þar síðan við tónlistarskóla FÍH. Erik hefur spilað með og leikið inn á plötur með vel flestum íslenskum jazztónlistarmönnum og einnig komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Erik er meðlimur í B-3 tríóinu sem meðal annars var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2003.
Aðgangur 1500 kr.
Jazz in Ólafsson Museum Tuesday evening at
20:30.
B-Sharp Quintet.
Simon Jermyn, guitar, Jóel Pálsson and Ólafur Jónsson,
tenor-saxophones, Þorgrímur Jónsson acoustic bass and Erik Qvick
drums. Contemporary jazz by Reid Anderson, Per 'Texas' Johansson
and the musicians themselves.
B-Sharp Quintet
Jóel Pálsson tenor saxophone, Ólafur Jónsson tenor saxophone, Simon Jermyn guitar, Þorgrímur Jónsson acoustic bass and Erik Qvick drums
Contemporary jazz, both originals as well as compositions by contemporary jazz musicians:
The Enthusiast |
Reid Anderson |
Gin & Tonic |
Þorgrímur Jónsson |
Alien Swans |
Simon Jermyn |
Foxy |
Reid Anderson |
Stadsmas |
Per "Texas" Johansson |
Otabar |
Simon Jermyn |
Bulten |
Per "Texas" Johansson |
Simon Jermyn, guitar. Born in Ireland in 1981 he started studying classical guitar, but developed interest in jazz and in 2000, after a year's study in Dublin, he received a Diploma in Jazz studies, awarded by The Guildhall School of Music and Drama, London. Simon furthered his studies at The Royal Conservatory of Music in Hague, Netherlands, from which he recently graduated with a B.M. degree in Jazz Performance. His instructors included Eric Ineke, John Ruocco and Ronan Guilfoyle. Simon has performed with his own band, The Simon Jermyn Quartet and others in Ireland, Netherlands, Belgium, Luxembourg and France.
Jóel Pálsson, saxophone, was born 1972 in Iceland and has been involved in music since an early age. He studied the clarinet from age 8, but later turned to the tenor saxophone and jazz studies. After finishing music school in Iceland he entered Berklee College of Music in Boston from which he graduated with Summa Cum Laude in 1994. Jóel has appeared on over 70 CD's and performed in various countries including USA, Canada, Netherlands, France, Germany, England, Norway, Denmark, Sweden and Greenland. Jóel has released 3 CD's with his own music: Prím, Klif and Septett, the latter two received the Icelandic Music Price.
Ólafur Jónsson, saxophone, was born 1967 in Iceland. After studying clarinet and later saxophone, he entered Berklee College of Music in Boston from which he graduated with Summa Cum Laude in 1992. After a supplementary year in NYC where he attended private lessons with George Coleman and Joe Lovano he returned to Iceland and has since been an active member of the Icelandic Jazz scene, appearing on radio, television and several recordings. He is a member of the Reykjavík Big-Band and has been playing with other groups and orchestras such as the Icelandic Symphony Orchestra. Currently he is a teacher at the FÍH Music School in Reykjavík.
Þorgrímur "Toggi" Jónsson, acoustic bass, was born 1976 in Iceland and started studying the electric bass at the age of 17 and graduated from the FÍH Music School in Reykjavík 2001. He turned to the acoustic bass and studied classical music in Iceland for a year. In 2002 he started studying at the Jazz department of The Royal Conservatory of Music in Hague, Netherlands. His instructors include Uli Glassman, Frans Van Der Hoeven and Hein Van Der Heyn. He has been playing with various groups in Iceland and appeared in recordings, radio and television.
Erik Qvick, drums. Born in Sweden 1973 and studied jazz-drums at Ingesund Folkhögskola and Ingesund Conservatory of Music from which he graduated with a B.M. degree 1998. His teachers included Terje Sundby, Magnus Gran and Raymond Strid. The next year Erik played drums and percussion in Gothenburg, e.g. on trumpet-player Lasse Lindgrens critically acclaimed CD "Walking Around". Erik moved to Reykjavík in 2000 and is now a very active musician and has performed and recorded with David O'Higgins, Esa Pietilä, Tena Palmer, Thorbjörn Zetterberg, Jóel Pálsson, Sigurður Flosason and many others. Erik also performs regularly with Icelandic hammond-trio B-3 trio. Currently Erik is a teacher at the FÍH music school in Reykjavík.
Admission 1500 ISK