Listasafn Sigurjóns ţriđjudaginn 6. júlí kl. 20:30 |
Laufey Sigurđardóttir fiđluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari |
ATH. Smámyndin hér til vinstri er krćkja í ađra prenthćfa ljósmynd.
Fullbúna efnisskrá er ađ finna á netsíđu safnsins www.lso.is/tonl_i.htm
|
Á ţriđjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns 6. júlí kl. 20:30 flytja ţau Laufey Sigurđardóttir og Páll Eyjólfsson tónverk frá ýmsum tímum á fiđlu og gítar. Á efnisskrá eru verk eftir Vivaldi, Paganini, Chopin, K. Blak og Vivaldi og hefur Páll útsett sum verkanna fyrir fiđlu og gítar.
Laufey Sigurđardóttir fiđluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari hafa starfađ saman frá 1986. Bćđi stunduđu framhaldsnám erlendis ađ loknu einleikaraprófi í Reykjavík, Laufey í Bandaríkjunum og á Ítalíu, en Páll á Spáni. Ţau eru virkir ţátttakendur í íslensku tónlistarlífi og Laufey er fastráđin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Saman hafa ţau komiđ fram á tónlistarhátíđum í Fćreyjum og á Spáni, og haldiđ tónleika međal annars í Finnlandi og Danmörku. Á efnisskrá ţeirra eru verk frá barokk-tímanum til okkar daga og íslensk tónskáld hafa samiđ verk fyrir ţau sérstaklega. Auk venjulegs tónleikahalds hafa Páll og Laufey gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og stađiđ fyrir tónlistarkynningum í skólum víđs vegar um landiđ, m.a. á vegum Tónlist fyrir alla. Áriđ 1996 kom út á vegum SKREFS geisladiskurinn Ítölsk tónlist, í röđinni íslenskir einleikarar, međ samleik ţeirra.