Safnið er hvítt stórt hús, ysta húsið á Laugarnestanga. Eingöngu er hægt að aka inn á Laugarnestangann af Sæbrautinni úr austri. Sé komið vestan úr bæ er hægt að taka U-beygju á Sæbrautinni á umferðaljósunum Sæbraut - Klettagarðar. Strætisvagnar 12 og 16 aka nálægt safninu og eru næstu stoppustöðvar þeirra sýndar á loftmyndinni hér að neðan. Stöðin á leið 12 er nefnd LHÍ Laugarnesi og sú sem er á leið 16 er kennd við Héðinsgötu, þótt hún standi við Klettagarða. Einnig er kjörið að ganga, eða hjóla, á stígnum meðfram ströndinni neðan úr miðbæ. |
|
| |
Uppfært október 2023 |