Helgi Gíslason

Helgi Gíslason er meðal helstu myndhöggvara yngri kynslóðarinnar.

Hann hélt fyrstu einkasýningu sína í Norræna Húsinu árið 1977 en tók fyrst þátt í samsýningu á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík 1970. Hann hefur haldið fjölda sýninga erlendis og hefur árlega sýnt verk sín hérlendis.


Meðal helstu opinberra verka hans eru: Altari - altaristafla og dyr Fossvogskirkju í Reykjavík, höggmyndir í Reykjavík, Höfn í Hornafirði, á Húsavík og í Stykkishólmi.

Nýjasta útilistaverk Helga Gíslasonar Við sjónarrönd vann hann fyrir Þorlákshöfn í tilefni af 50 ára afmælishátíð staðarins, og var verkið afhjúpað af forseta Íslands þann 11. ágúst 2001.

til baka
á aðalsíðu