Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 02.04.25
Hönnunarmars
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
næstu tvær helgar er hluti af
Prjónavetri í safninun veturinn 2024 − 2025

Magnea Einarsdóttir, Brynhildur
Pálsdóttir, Ýr Jóhannesdóttir,
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Andrea Fanney
Jónsdóttir
|
Á Hönnunarmars í LSÓ verða sýndar
prjónavörur sem hannaðar hafa verið
hérlendis, og framleiddar, á
síðastliðnum tveimur áratugum, á
tímum sem einkennst hafa af áhrifum frá skapandi
greinum og nýsköpun, og samstarfi hönnuða og
listamanna við íslenskar prjónaverksmiðjur.
Hönnumarmarsinn opnar föstudaginn 4 apríl
klukkan 17 og síðan verður sýningin opin helgardagana
5. − 6. og 12. − 13. apríl milli 13 og 17.
Þriðjudaginn 8. apríl verður efnt til
Málþings á vegum
Prjónaveturs þar sem ýmsir aðilar með
reynslu og þekkingu af prjónahönnun og
framleiðslu koma saman og fjalla um kosti þess og galla að
framleiða prjónavörur hérlendis.
|