Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 02.04.25



Hönnunar­mars
í Listasafni Sigurjóns Ólafs­sonar næstu tvær helgar er hluti af
Prjónavetri í safn­inun vet­urinn 2024 − 2025



Magnea Einars­dótt­ir, Bryn­hild­ur Páls­dótt­ir, Ýr Jó­hannes­dótt­ir, Guð­finna Mjöll Magnús­dótt­ir og Andrea Fann­ey Jóns­dóttir
Á Hönnunar­mars í LSÓ verða sýndar prjóna­vör­ur sem hann­að­ar hafa ver­ið hér­lend­is, og fram­leidd­ar, á síðast­liðn­um tveim­ur ára­tug­um, á tím­um sem ein­kennst hafa af áhrif­um frá skap­andi grein­um og ný­sköp­un, og sam­starfi hönn­uða og lista­manna við ís­lensk­ar prjóna­verk­smiðj­ur.

    Hönnumar­marsinn opnar föstu­dag­inn 4  apríl klukk­an 17 og síðan verð­ur sýn­ing­in opin helgar­dag­ana 5. − 6. og 12. − 13. apríl milli 13 og 17.

    Þriðju­daginn 8. apríl verð­ur efnt til Mál­þings á veg­um Prjóna­veturs þar sem ýms­ir að­il­ar með reynslu og þekk­ingu af prjóna­hönn­un og fram­leiðslu koma sam­an og fjalla um kosti þess og galla að framleiða prjónavörur hérlendis.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is
facebook.com/prjonavetur