Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 10.04.25


Fræðsluganga um Laugarnesið
sunnudaginn 13. apríl 2025 klukkan 15


Norðurkotsvör, eina óspillta fjaran á norður­strönd Sel­tjarnar­ness inn­an borgar­marka Reykjavíkur. Þaðan var róið til fiskjar langt fram á síð­ustu öld.
Snorri Sigurðs­son líf­fræð­ing­ur leið­ir göngu um Laugar­nesið og lýsir nátt­úru þess, jurt­um og fugla­lífi. Einnig verður rætt um sögu svæð­isins og sagt frá hinu stór­merki­lega menn­ingar­lands­lagi sem þar er að finna, og nær allt aft­ur til land­náms.
    Lagt verður af stað frá bíla­plani Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar kl. 15 og er áætlað að gangan taki tæpa klukkustund.
    Við­burð­ur þessi er lið­ur í dag­skránni Frið­lýs­um Laugar­nes og að henni standa Laugarnes­vinir og Lista­safn Sigurjóns Ólafssonar.

Snorri Sigurðs­son er með doktors­próf í þróunar­líffræði með áherslu á flokk­unar­fræði fugla frá City Univer­sity of New York Gradu­ate Center í Banda­ríkj­un­um, og hafði áður lokið meistara­prófi í forn­líf­fræði frá Há­skól­an­um í Bristol á Eng­landi. Hann starf­aði um skeið sem verk­efnis­stjóri við deild nátt­úru og garða á skrfi­stofu um­hverfis­gæða á um­hverfis- og skipu­lags­sviði Reykja­víkur­borg­ar og sér­fræð­ing­ur á skrif­stofu land­gæða í um­hverf­is og auð­linda­ráðu­neyt­inu. Hann hefur verið sviðs­stjóri náttúru­vernd­ar hjá Náttúru­fræði­stofn­un Ís­lands síðan 2021. Eftir hann liggur fjöldi rita og greina um náttúru­vernd, meðal ann­ars í rit­rýnd­um tíma­ritum.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stendur fyrir röð fyrirlestra undir heitinu Frið­lýsum Laugar­nes og einnig söfn­un undir­skrifta til að skora á ráð­herra um­hverfis­mála að frið­lýsa Laugar­nes sem búsetu- og menningar­lands­lag. Þeir sem vilja styðja áskorunina geta gert það hér. Frítt er inn á viðburði á Friðlýsum Laugarnes.
Heildar­yfirlit vor­dagskrár má nálgast hér
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO@LSO.is