Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 18.03.25




Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar er röð stuttra sýn­inga og við­burða vet­ur­inn 2024−25, þar sem ljósi er varp­að á prjóna­hönn­un og stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar. Mark­mið­ið er að kynna hluta af þeirri flóru prjóna­hönn­un­ar sem hef­ur verið fram­leidd á Ís­landi síð­ustu ár og opna um­ræðu um stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar fyrr og nú og líta til fram­tíðar.
    Í fyrirlestri sínum þriðjudags­kvöldið 25. mars 2025 klukkan 20 fjallar Magnea Einarsdóttir um verk sín og reynslu af því að starfa sem prjóna­hönn­uð­ur á Ís­landi.


Magnea Einars­dóttir út­skrif­að­ist sem fata­hönn­uð­ur með áherslu á prjón frá Central Saint Mart­ins lista­háskól­an­um í Lond­on. Einnig lagði hún stund á nám í fata­hönn­un í Pars­ons Paris School of De­sign. Hún starf­ar í Reykja­vík og rek­ur fata­merk­ið MAGNEA.

Magneu eru sjálf­bærni og um­hverfis­mál hug­leik­in og hún not­ar jafn­an hrá­efni úr ná­grenn­inu og hef­ur rann­sak­að kosti þess til frek­ari vinnslu. Hún hef­ur þró­að ný efni úr ís­lensku ull­inni, í sam­starfi við hér­lend­ar verk­smiðj­ur, sem eru sér­stak­lega ætl­uð í yfir­hafn­ir sem hún hann­ar. Tvær fata­lín­ur henn­ar hafa ver­ið kynnt­ar und­ir heit­inu made in reykja­vík. Sú seinni var sýnd á einka­sýn­ingu á Hönn­unar­Mars 2023 og var fjall­að um hana í banda­ríska tíma­rit­inu Vogue. Hin fata­línan var frum­sýnd á Hönn­unar­safni Ís­lands 2020 og til­nefnd til Hönnunar­verð­launa Íslands ári síð­ar. Í um­sögn dóm­nefnd­ar segir:
Um er að ræða vand­að­ar yfir­hafn­ir hann­að­ar með tíma­laus­um snið­um og fram­leidd­ar úr 100% ís­lenskri ull. Magnea hefur undan­far­in ár vak­ið verð­skuld­aða at­hygli fyrir frum­lega nálg­un sína við prjón og efnis­með­ferð á ís­lenskri ull sem hún hefur þró­að. Fág­að lita­val og list­ræn fram­setn­ing undir­strika ný­stár­lega mögu­leika ís­lensku ull­ar­inn­ar sem spenn­andi efnis í fatn­að fyr­ir nú­tíma­fólk. Í fram­leiðslu­ferli made in reykja­vík er lögð á­hersla á atriði sem stuðla að auk­inni sjálf­bærni í tísku­iðn­aði − eins og rekjan­leika, gagn­sæi og stað­bundna fram­leiðslu. Út­kom­an er ein­stak­lega vel heppn­uð, fág­uð, nú­tíma­leg og jafn­framt tíma­laus hönn­un úr íslensku hráefni.
Nálgun Magneu á við­fangs­efn­inu hef­ur reglu­lega vak­ið athygli fjöl­miðla víðs­veg­ar og hlot­ið til­nefn­ing­ar til fleiri verð­launa, þar á meðal the Inter­nation­al Wool­mark Prize árið 2017 en það er í fyrsta og eina skipti sem ís­lensk­ur hönn­uð­ur (og íslenska ullin) hlýt­ur til­nefn­ingu til þeirra verð­launa, sem eru ein þau virt­ustu í heimi á sviði fata­hönn­un­ar. Árið 2014 var Magnea til­nefnd til Hönn­unar­verðl­auna Ís­lands fyrir fata­línu, sem unn­in var með ís­lensk­um fram­leið­end­um, úr ís­lenskri ull.



Knitt­ing Winter at the Sigur­jón Ólafs­son Mus­eum in Laugar­nes is a series of short ex­hi­bit­ions and lect­ur­es during the winter 2024−2025, on knit de­sign and the knitt­ing in­dus­try in Ice­land.
    In her talk next Tuesday, March 25th at 8pm, fashion de­signer Magnea Einars­dótt­ir will share her ex­peri­ence of work­ing in Ice­land as a knit­wear de­sign­er.
    In re­cent years Magnea has at­tract­ed well-deserv­ed at­tent­ion for her original ap­proach to knitt­ing and fabric treat­ment of Ice­landic wool. Twice she has been nomin­at­ed for the Ice­land De­sign Award for her cloth­ing line, made form the Ice­land­ic sheep wool.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og tekið er við greiðslukortum.
Heildar­yfirlit vor­dagskrár safnsins má nálgast hér.
Hér er hægt að skrifa undir á­skor­un til ráð­herra um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála um að frið­lýsa Laugar­nes sem bú­setu- og menn­ing­ar­landslag

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is