Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 18.03.25
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
er röð stuttra sýninga og viðburða veturinn
2024−25, þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun
og stöðu íslensks prjónaiðnaðar.
Markmiðið er að kynna hluta af þeirri flóru
prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á
Íslandi síðustu ár og opna umræðu um
stöðu íslensks prjónaiðnaðar fyrr og nú
og líta til framtíðar.
Í fyrirlestri sínum þriðjudagskvöldið
25. mars 2025 klukkan 20 fjallar Magnea Einarsdóttir um verk
sín og reynslu af því að starfa sem prjónahönnuður
á Íslandi.
Magnea Einarsdóttir útskrifaðist sem
fatahönnuður með áherslu á prjón frá
Central Saint Martins listaháskólanum í London.
Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í
Parsons Paris School of Design. Hún starfar í Reykjavík
og rekur fatamerkið MAGNEA.
Magneu eru sjálfbærni og umhverfismál hugleikin og hún
notar jafnan hráefni úr nágrenninu og hefur
rannsakað kosti þess til frekari vinnslu. Hún hefur
þróað ný efni úr íslensku ullinni, í
samstarfi við hérlendar verksmiðjur, sem eru
sérstaklega ætluð í yfirhafnir sem hún hannar.
Tvær fatalínur hennar hafa verið kynntar undir heitinu
made in reykjavík.
Sú seinni var sýnd á einkasýningu á
HönnunarMars 2023 og var fjallað um hana í bandaríska
tímaritinu Vogue. Hin fatalínan var frumsýnd á
Hönnunarsafni Íslands 2020 og tilnefnd til Hönnunarverðlauna
Íslands ári síðar. Í umsögn dómnefndar segir:
Um er að ræða vandaðar yfirhafnir hannaðar með
tímalausum sniðum og framleiddar úr 100% íslenskri
ull. Magnea hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli
fyrir frumlega nálgun sína við prjón og efnismeðferð
á íslenskri ull sem hún hefur þróað. Fágað
litaval og listræn framsetning undirstrika nýstárlega
möguleika íslensku ullarinnar sem spennandi efnis í
fatnað fyrir nútímafólk. Í framleiðsluferli
made in reykjavík er lögð áhersla á atriði sem stuðla
að aukinni sjálfbærni í tískuiðnaði − eins
og rekjanleika, gagnsæi og staðbundna framleiðslu. Útkoman
er einstaklega vel heppnuð, fáguð, nútímaleg og
jafnframt tímalaus hönnun úr íslensku hráefni.
Nálgun Magneu á viðfangsefninu hefur reglulega vakið athygli
fjölmiðla víðsvegar og hlotið tilnefningar til fleiri
verðlauna, þar á meðal the International Woolmark Prize
árið 2017 en það er í fyrsta og eina skipti sem íslenskur
hönnuður (og íslenska ullin) hlýtur tilnefningu til
þeirra verðlauna, sem eru ein þau virtustu í heimi á sviði
fatahönnunar. Árið 2014 var Magnea tilnefnd til
Hönnunarverðlauna Íslands fyrir fatalínu, sem unnin var
með íslenskum framleiðendum, úr íslenskri ull.
Knitting Winter at the Sigurjón Ólafsson Museum
in Laugarnes is a series of short exhibitions and lectures
during the winter 2024−2025, on
knit design and the knitting industry in Iceland.
In her talk next Tuesday, March 25th at 8pm,
fashion designer Magnea
Einarsdóttir will share her
experience of working in Iceland as a knitwear designer.
In recent years Magnea has attracted well-deserved
attention for her original approach to knitting and fabric treatment
of Icelandic wool. Twice she has been nominated for the
Iceland Design Award for her clothing line, made form the
Icelandic sheep wool.
|