Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 12.03.25


Nokkur atriði um náttúruna


Norðurkotsvör. Það sér glytta í Viðey yfir nýju uppfyllinguna
Fræðslu­kvöld und­ir merkj­um „Frið­lýsum Laugar­nes“ verð­ur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­dags­kvöld­ið 18. mars 2025 klukk­an 20:00. Þá mun Páll Jakob Lín­dal um­hverfis­sál­fræðingur flytja erindi sem hann nefnir Nokk­ur at­riði um nátt­úr­una.

    Rann­sóknir hafa sýnt að nátt­úran hef­ur marg­vísleg áhrif á heilsu og líðan fólks. En hver eru þessi áhrif og af hverju? Í fyrir­lestr­inum verð­ur fjall­að um sam­spil fólks og nátt­úru, ólíka þætti náttúru­legs um­hverfis og sál­fræðileg áhrif þeirra á fólk.


Páll Jakob Líndal er doktor í um­hverfis­sál­fræði með áherslu á sál­fræði­leg áhrif um­hverf­is á heilsu og vel­líðan. Páll á og rekur ný­sköp­un­ar- og ráð­gjafar­fyrir­tækið ENVALYS og hef­ur víð­tæka reynslu í skipu­lags­mál­um. Þá er Páll for­stöðu­mað­ur við­bótar­náms á meistara­stigi í um­hverfis­sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, kenn­ari í um­hverfis­sál­fræði við Há­skóla Ís­lands auk þess að vera fyrir­les­ari, mark­þjálfi og pistla­höf­und­ur hjá RÚV.
    Páll hefur um ára­bil verið ötull tals­mað­ur þess að sál­fræði­leg sjónar­mið fái sitt rými í hönn­unar- og skipu­lags­ferl­um og að lögð sé rík­ari áhersla á sam­spil fólks og um­hverfis.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stendur fyrir röð fyrirlestra undir heitinu Frið­lýsum Laugar­nes og einnig söfn­un undir­skrifta til að skora á ráð­herra um­hverfis­mála að frið­lýsa Laugar­nes sem búsetu- og menningar­lands­lag. Þeir sem vilja styðja áskorunina geta gert það hér. Frítt er inn á viðburði á Friðlýsum Laugarnes.
Heildar­yfirlit vor­dagskrár má nálgast hér
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO@LSO.is