Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 02.03.25

Brynhildur Pálsdóttir, Þuríður Rós
Sigurþórsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
|
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
er röð stuttra sýninga og viðburða veturinn
2024−25, þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun
og stöðu íslensks prjónaiðnaðar.
Markmiðið er að kynna hluta af þeirri flóru
prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á
Íslandi síðustu ár og opna umræðu um
stöðu íslensks prjónaiðnaðar fyrr og nú
og líta til framtíðar.
Hönnunarverkefnið Vík Prjónsdóttir
stendur á tvítugu í dag og verða því gerð
skil í fyrirlestri í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar þriðjudagskvöldið 7. mars
næstkomandi klukkan 20:00. Teymið sem að Vík
Prjónsdóttur stóð skipuðu
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir,
Brynhildur Pálsdóttir,
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir,
Egill Kalevi Karlsson og
Hrafnkell Birgisson.
Það sem gerði
verkefnið einstakt var samstarf þeirra og Þóris
Kjartanssonar framkvæmdastjóra Víkurprjóns
og annarra starfsmanna verksmiðjunnar sem þá var elsta
starfandi prjónaverksmiðja landsins. Á þessum
árum var ull og prjónles ekki í tísku en þetta verkefni
hafði mikil og mótandi áhrif á þá hönnuði
sem á eftir fylgdu. Sköpunarkrafturinn var eins og sprengja,
nútímaleg hönnun, form og litaval komu eins og ferskur
andblær inn í íslenskan hönnunarheim og
skyndilega var íslensk prjónavara orðin spennandi
og töff.
Knitting Winter at the Sigurjón Ólafsson Museum
in Laugarnes is a series of short exhibitions and lectures
during the winter 2024−2025, on
knit design and the knitting industry in Iceland.
The next event on the program, taking place March 11th at 8pm, is a lecture on the project
Vík Prjónsdóttir which was established 20 years ago.
The design team of the project consisted of Guðfinna Mjöll
Magnúsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir,
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir,
Egill Kalevi Karlsson and Hrafnkell Birgisson. What made this project unique
was the design team's collaboration with Þórir Kjartansson,
director of the knitting factory Víkurprjón, and its
employees. At that time, wool and knitting were not very fashionable, but this
project was to have a great and formative influence on the
designers that followed. The creative force of Vík
Prjónsdóttir was like an explosion, modern designs,
shapes and color choices came like a breath of fresh air into the Icelandic
design, and all of a sudden Icelandic knitwear had become exciting and
cool.
|