Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 02.03.25



Vík Prjóns­dótt­ir
Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar
þriðjudags­kvöldið 11. mars 2025 klukkan 20:00



Brynhildur Pálsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar er röð stuttra sýn­inga og við­burða vet­ur­inn 2024−25, þar sem ljósi er varp­að á prjóna­hönn­un og stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar. Mark­mið­ið er að kynna hluta af þeirri flóru prjóna­hönn­un­ar sem hef­ur verið fram­leidd á Ís­landi síð­ustu ár og opna um­ræðu um stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar fyrr og nú og líta til fram­tíðar.

    Hönnunar­verkefn­ið Vík Prjóns­dótt­ir stend­ur á tví­tugu í dag og verða því gerð skil í fyrir­lestri í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­dags­kvöld­ið 7. mars næst­kom­andi klukk­an 20:00. Teym­ið sem að Vík Prjóns­dóttur stóð skip­uðu Guð­finna Mjöll Magnús­dótt­ir, Bryn­hild­ur Páls­dótt­ir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Egill Kal­evi Karls­son og Hrafn­kell Birgis­son.
Það sem gerði ver­kefn­ið ein­stakt var sam­starf þeirra og Þór­is Kjart­ans­son­ar fram­kvæmda­stjóra Víkur­prjóns og ann­arra starfs­manna verk­smiðj­unn­ar sem þá var elsta starf­andi prjóna­verk­smiðja lands­ins. Á þess­um ár­um var ull og prjón­les ekki í tísku en þetta verk­efni hafði mikil og mót­andi áhrif á þá hönn­uði sem á eftir fylgdu. Sköp­unar­kraft­ur­inn var eins og sprengja, nú­tíma­leg hönn­un, form og lita­val komu eins og fersk­ur and­blær inn í ís­lensk­an hönn­unar­heim og skyndi­lega var ís­lensk prjóna­vara orð­in spenn­andi og töff.



Knitt­ing Winter at the Sigur­jón Ólafs­son Mus­eum in Laugar­nes is a series of short ex­hi­bit­ions and lect­ur­es during the winter 2024−2025, on knit de­sign and the knitt­ing in­dus­try in Ice­land.

The next event on the program, taking place March 11th at 8pm, is a lecture on the pro­ject Vík Prjóns­dótt­ir which was establish­ed 20 years ago. The de­sign team of the pro­ject con­sist­ed of Guð­finna Mjöll Magnús­dótt­ir, Bryn­hild­ur Páls­dótt­ir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Egill Kalevi Karls­son and Hrafn­kell Birgis­son. What made this pro­ject unique was the de­sign team's col­labor­at­ion with Þórir Kjart­ans­son, dir­ector of the knitt­ing fact­ory Víkur­prjón, and its employ­ees. At that time, wool and knitt­ing were not very fashion­able, but this pro­ject was to have a great and form­at­ive in­flu­ence on the de­sign­ers that fol­low­ed. The cre­ative force of Vík Prjóns­dótt­ir was like an ex­plos­ion, mod­ern de­signs, shap­es and color choic­es came like a breath of fresh air into the Ice­land­ic de­sign, and all of a sudden Ice­land­ic knit­wear had become excit­ing and cool.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur og tekið er við greiðslukortum.
Heildar­yfirlit vor­dagskrár safnsins má nálgast hér.
Hér er hægt að skrifa undir á­skor­un til ráð­herra um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála um að frið­lýsa Laugar­nes sem bú­setu- og menn­ing­ar­landslag

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is