Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í febrúar 2025


Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar

Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar í Laugar­nesi er röð stuttra sýn­inga og við­burða vet­ur­inn 2024−25, þar sem ljósi er varp­að á prjóna­hönn­un og stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar. Mark­mið­ið er að kynna hluta af þeirri flóru prjóna­hönn­un­ar sem hef­ur verið fram­leidd á Ís­landi síð­ustu ár. Verk­efn­ið geng­ur einn­ig út á að opna um­ræðu um stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar fyrr og nú, og líta til fram­tíðar.

    Samspil sýn­inga, fyrir­lestra og mál­þings mun gefa gest­um ein­staka inn­sýn inn í ferli frá hug­mynda­vinnu til full­bún­ar prjóna­vöru. Mikl­ar svipt­ing­ar hafa átt sér stað síð­ustu ár í ís­lensk­um prjóna­iðn­aði sem stend­ur nú á ákveðn­um tíma­mót­um. Þörf er á um­ræðu um varð­veislu­gildi hans og mögu­leik­um í ný­sköp­un. Ís­lensk­ir hönn­uð­ir með sjálf­bærni að leiðar­ljósi hafa í sam­starfi við prjóna­verk­smiðj­ur hér­lend­is fram­leitt marg­ar af þekkt­ustu hönn­unar­vör­um lands­ins sem marg­ar hafa náð heims­athygli.

Helgarnar 16.−17. og 23.−24. nóvember 2024
Sýningunni FÖR með prjónaflíkum sem Andrea Fanney hannaði. Verk hennar voru innblásin af fuglalífi borgar­innar og tengdust áleitnum spurningum um ábyrgð okkar á mikilvægum búsvæðum fuglategunda sem deila höfuborginni með okkur.

Þriðjudagskvöldið 25. febrúar 2025 kl. 20:00
Ýr Jóhannesdóttir − Ýrúarí − kynnir verk sín og listsköpun. Árið 2020 var verk­efni henn­ar Peysa með öllu til­nefnt til Hönnunar­verð­launa Ís­lands, en það var unnið í sam­starfi við fata­söfn­un Rauða kross­ins. Það var síðan þró­að áfram og hefur verið kynnt víða um Evrópu. Á­samt stúdíó Fléttu hlaut hún Hönnunar­verð­laun Ís­lands árið 2023 fyrir verk­efnið Pítsustund.

Þriðjudagskvöldið 11. mars 2025 kl. 20:00
Hver er Vík Prjónsdóttir? Á þessu ári eru 20 ár síðan hönnunar­teym­ið Vík Prjóns­dótt­ir varð til. Sagt verð­ur frá sam­starfi þeirra við Víkur­prjón sem var þá elsta prjóna­verks­miðja lands­ins. Nú­tíma­leg hönn­un, form og lita­val komu eins og fersk­ur and­blær inn í ís­lensk­an hönnunar­heim og allt í einu var ís­lensk prjóna­hönn­un orð­in spenn­andi og töff.

Þriðjudagskvöldið 25. mars 2025 kl. 20:00
Magnea Einarsdóttir fjallar um verk sín og reynslu af því að starfa sem prjóna­hönn­uð­ur á Ís­landi, en hún hefur undan­far­in ár vak­ið verð­skuld­aða at­hygli fyrir þróun og frum­lega nálg­un sína við prjón og efnis­með­ferð á ís­lenskri ull. Fata­lína henn­ar MAGNEA - made in Reykja­vík var til­nefnd til Hönn­unar­verð­launa Ís­lands árið 2021.

Þriðjudagskvöldið 8. apríl 2025 kl. 20:00
Mál­þing sem að koma ýms­ir að­ilar sem munu miðla sinni reynslu af prjóna­fram­leiðslu á Ís­landi og hönn­uð­ir munu varpa ljósi á kosti og galla þess að fram­leiða hér­lend­is, hvað við gæt­um gert bet­ur, en einnig hvað mikil­vægt er að varð­veita. Á Ís­landi starfa enn ein­stakl­ing­ar með dýr­mæta þekk­ingu sem mikil hætta er á að glatist verði ekkert að gert.

Helgarnar 6.−7. og 23.−24. nóvember 2025
Hönnunarmars. Ís­lensk­ir hönn­uð­ir hafa í sam­starfi við prjóna­verk­smiðj­ur hér­lend­is fram­leitt marg­ar af þekkt­ustu hönn­unar­vör­um lands­ins sem marg­ar hafa náð heims­athygli. Á Hönnunar­Mars verða sýndar prjóna­vör­ur sem hafa verið fram­leidd­ar á Ís­landi síð­ustu 20 ár. Mark­mið sýn­ing­ar­inn­ar er að gefa gest­um kost á að sjá vand­að­ar vör­ur sem hafa vak­ið at­hygli og fengið verð­uga viður­kenn­ingu fyrir hönn­un, út­færslu og fram­leiðslu.
Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar styð­ur átak um Frið­lýs­ingu Laugar­ness. Þeir sem vilja kynna sér, eða styðja áskor­un til ráð­herra um­hverfis­mála geri það hér.
Heildar­yfirlit vor­dagskrár má nálgast hér
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO@LSO.is