Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 19.02.25
Ýrúarí
í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar þriðjudagskvöldið
25. febrúar 2025 klukkan 20:00
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í
Laugarnesi er röð stuttra sýninga og viðburða veturinn
2024−25, þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun
og stöðu íslensks prjónaiðnaðar.
Markmiðið er að kynna hluta af þeirri flóru
prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á
Íslandi síðustu ár. Verkefnið gengur
einnig út á að opna umræðu um stöðu íslensks
prjónaiðnaðar fyrr og nú, og líta til
framtíðar.
Á þessum fyrsta prjónaviðburði ársins kynnir
Ýr Jóhannsdóttir −
Ýrúarí −
verk sín og listsköpun.
Árið 2020 var verkefni hennar
Peysa með öllu tilnefnt
til Hönnunarverðlauna Íslands, en það var unnið
í samstarfi við fatasöfnun Rauða krossins.
Það var síðan þróað áfram og hefur verið
kynnt víða um Evrópu. Ásamt stúdíó
Fléttu hlaut hún Hönnunarverðlaun Íslands
árið 2023 fyrir verkefnið Pítsustund.
Knitting Winter at the Sigurjón Ólafsson Museum
in Laugarnes is a series of short exhibitions and lectures
during the winter 2024−2025, on
knit design and the knitting industry in Iceland.
The first event of this year will be next Tuesday, February 25th at 8pm, where
designer and artist Ýr Jóhannsdóttir
−Ýrúrarí−
will present her projects and artworks. One of her projects,
Sweater Sauce, a collaboration with the
Red Cross clothing collection, was nominated for the Iceland Design Award in 2020. That work has been
developed further and presented widely around Europe. Along with the Stúdíó
Flétta, ÝRÚRARÍ was awarded the 2023 Iceland Design Awards for the
project Pítsustund.
|