Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 19.02.25

Ýrúarí
í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðjudags­kvöldið 25. febrú­ar 2025 klukkan 20:00

Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar í Laugar­nesi er röð stuttra sýn­inga og við­burða vet­ur­inn 2024−25, þar sem ljósi er varp­að á prjóna­hönn­un og stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar. Mark­mið­ið er að kynna hluta af þeirri flóru prjóna­hönn­un­ar sem hef­ur verið fram­leidd á Ís­landi síð­ustu ár. Verk­efn­ið geng­ur einn­ig út á að opna um­ræðu um stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar fyrr og nú, og líta til fram­tíðar.

    Á þessum fyrsta prjónaviðburði ársins kynnir Ýr Jóhannsdóttir − Ýrúarí − verk sín og listsköpun. Árið 2020 var verk­efni henn­ar Peysa með öllu til­nefnt til Hönnunar­verð­launa Ís­lands, en það var unnið í sam­starfi við fata­söfn­un Rauða kross­ins. Það var síðan þró­að áfram og hefur verið kynnt víða um Evrópu. Ásamt stúdíó Fléttu hlaut hún Hönnunar­verð­laun Ís­lands árið 2023 fyrir verk­efnið Pítsustund.

Knitt­ing Winter at the Sigur­jón Ólafs­son Mus­eum in Laugar­nes is a series of short ex­hi­bit­ions and lect­ur­es during the winter 2024−2025, on knit de­sign and the knitt­ing in­dus­try in Ice­land.

The first event of this year will be next Tues­day, Febru­ary 25th at 8pm, where de­sign­er and art­ist Ýr Jóhanns­dóttir −Ýrúrarí− will pre­sent her pro­jects and art­works. One of her projects, Sweater Sauce, a collaboration with the Red Cross clothing collection, was nominated for the Iceland Design Award in 2020. That work has been developed further and presented widely around Europe. Along with the Stúdíó Flétta, ÝRÚRARÍ was awarded the 2023 Iceland Design Awards for the project Pítsustund.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur og tekið er við greiðslukortum.
Heildar­yfirlit vor­dagskrár safnsins má nálgast hér.
Hér er hægt að skrifa undir á­skor­un til ráð­herra um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála um að frið­lýsa Laugar­nes sem bú­setu- og menn­ing­ar­landslag

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is