Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 10.02.25


Hver voru þau?


„Myndin tengist efni fyrirlestrarins beint...“ S.P.
Fjórða fræðslu­kvöld und­ir merkj­um Frið­lýsum Laugar­nes verð­ur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­dags­kvöld­ið 18. febrú­ar 2025 klukk­an 20:00
    Þá mun Stefán Páls­son sagn­fræð­ing­ur segja frá komu og af­drif­um fjöl­skyldu sem kom til Ís­lands frá Dan­mörku árið 1926 með vísi að dýra­garði með­ferðis. Þau komu sér fyrir í Laugar­nes­inu og síð­ar inni við Elliða­ár. Næstu misser­in átti fólk­ið eft­ir að vekja nokkra at­hygli Reyk­vík­inga og raun­ar víð­ar um land­ið. Helstu heim­ildir eru afar brota­kennd­ar smá­fregn­ir í dag­blöð­um − raun­ar furðu fáar mið­að við hversu ó­venju­leg­ir gest­ir voru þar á ferð og fáein bréf milli opin­berra aðila sem töldu sig þurfa að hafa af­skipti af starf­semi á þeirra veg­um. Því var slegið föstu að um sígauna væri að ræða en hafa ber í huga að vitn­eskja lands­manna um Roma-fólk var lítil sem eng­in og öll hug­taka­notk­un mjög á reiki.
    Hvern­ig stóð á ferð­um fjöl­skyldu þess­ar­ar til Ís­lands? Hvaða upp­lýsingar − ef nokkr­ar − er unnt að finna um fólkið?


Stef­án Páls­son er fædd­ur ár­ið 1975. Hann er Hlíða­búi í Reykja­vík og sagn­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­stak­lega sinnt þróunar­sögu Reykja­víkur og með­al ann­ars skipu­lagt fjöld­ann all­an af sögu­göng­um vítt og breitt um borgar­landið.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur starf sitt á þessu ári með röð fyrirlestra undir heitinu Frið­lýsum Laugar­nes og stend­ur jafn­framt fyrir söfn­un undir­skrifta til að skora á ráð­herra um­hverfis­mála að frið­lýsa Laugar­nes sem búsetu- og menningar­lands­lag. Þeir sem vilja styðja áskorunina geta gert það hér.
Frítt er inn á viðburði á Friðlýsum Laugarnes
Heildar­yfirlit vor­dagskrár má nálgast hér
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO@LSO.is