Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 04.02.25
Tónleikar
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöldið 11. febrúar klukkan 20:00

Tónskáldin Nino Rota − Barry Mills −
Snorri Sigfús Birgisson − Bohuslav Martinů
Katrin Heymann flautuleikari, Rob Campkin fiðluleikari og Evelina Ndlovu
píanóleikari frumflytja From Turmoil to Calm eftir Barry Mills, sem var
samið sérstaklega fyrir þetta breska tríó, ásamt
meistaraverkum tuttugustu aldarinnar eftir Bohuslav Martinů og Nino Rota.
Tónleikunum lýkur með hugleiðingum um íslensk
þjóðlög eftir Snorra Sigfús Birgisson sem ætlað er
að tengja breskar rætur flytjendanna við Ísland.
Katrin Heymann er fædd í Þýskalandi og stundaði nám í
þverflautuleik við Tónlistarháskólann í Detmold
í Norðurrín-Vestfalíu og Listaháskólann í
Berlín, þaðan sem hún útskrifaðist árið
2000. Síðar lauk hún BA-gráðu með láði í
þýskum bókmenntum og kennslufræði frá Humboldt-
háskólanum í Berlín. Samhliða því
starfaði hún sjálfstætt sem flautuleikari og flautukennari
við ýmsar hljómsveitir, skóla og einkaaðila. Haustið
2003 flutti Katrin til Englands og hélt þar áfram starfi sínu sem
flautuleikari og flautukennari. Þar var hún meðal annars
stofnmeðlimur Sussex Flutes, hóps atvinnuflautuleikara sem
ferðaðist um og tók upp tónlist í Sussex sýslu
Bretlands.
Katrin flutti til Íslands haustið 2019 og hefur síðan
verið virk í íslensku tónlistarlífi, með
sérstakan áhuga á kammertónlist. Hún hefur
leikið fjölda tónleika í kammertónleikaröðum
í Reykjavík. Þá hefur hún verið fyrsti flautuleikari
í SinfoniaNord og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Hún kennir flautu- og píanóleik við Tónskólann í
Reykjavík og við Skólahljómsveit Reykjavíkur.
Einnig syngur hún með Kór Breiðholtskirkju.
Robert Campkin fiðluleikari hóf tónlistarnám sitt hjá
Katharine Adams í Worthing á suðurströnd Englands, en nam
síðar við Guildhall og Trinity Laban háskólana í
London. Hann bjó í Vín í eitt ár og tók einkatíma
hjá rúmanska fiðluleikaranum Barna Kobori. Allan sinn
námsferil hefur hann einnig sótt tíma og ráð hjá Peter Poole
í Sussex − og gerir enn. Hann undirbýr sig nú að taka LSRM (Licentiate of
the Royal Schools of Music) gráðu undir handleiðslu Stephanie Gonley í
London.
Robert hefur leikið á stöðum á borð við Royal Albert Hall,
Symphony Hall Birmingham og Hammersmith Apollo, og komið fram með
tónlistarmönnum eins og Boris Brovtsyn, Richard Durrant, Tom Gamble, Dominic
Grier, Maxwell Thorpe og Omar Puente − en hjá honum stundaði Robert
djassfiðlunám við Trinity Laban. Robert starfar sem fiðluleikari
hjá Musicians of All Saints í Lewes, er leiðari í Lancing
kammerhljómsveitinni og leikur með
fílharmóníuhljómsveitinni í Worthing.
Evelina Ndlovu nam píanóleik hjá Patricia Kavanagh og
Réamonn Keary prófessor við Konunglega
tónlistarháskólann í Dyflinni á Írlandi
og lauk þaðan BA gráðu í píanóleik 2012. Þar lék
hún með ýmsum kammerhópum, var meðleikari írska
tenórsöngvarans Phil Scott og kom fram víða þarlendis,
meðal annars í National Concert Hall og Ulster Hall í Belfast. Á
námsárum sínum hlaut Evelina fjölda verðlauna sem einleikari
í hinum virtu Feis Ceoil tónlistarkeppnum.
Evelina gegnir nú stöðu tónlistarstjóra við
Handcross Park Prep School í Vestur-Sussex á suðurströnd Bretlands.
Robert og Evelina hafa leikið saman sem dúó um skeið og árið
2019 bættist Katrin í hópinn og mynduðu þau þannig
tríó. Hafa þau lagt áherslu á að flytja verk eftir tuttugustu
aldar tónskáld eins og Bohuslav Martinu, Nino Rota og Madeleine Dring.
Þau hafa meðal annars haldið tvenna tónleika í Brighton
á suðurströnd Englands, en leika nú í fyrsta skipti saman á
Íslandi.
|