Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 22.01.25
Smellið hér til að skoða í vafra


Tvennir tónleikar
í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar
Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir fiðlu­leik­ari og
Carl Phil­ippe Gion­et píanó­leikari

Á fyrri tón­leik­un­um, sem eru á sunnu­dag­inn 2. febrú­ar klukk­an 20, flytja þau létta „salon“ tón­list með mörg­um þekkt­ustu verk­um nokk­urra tón­skálda fyrri alda. Má þar nefna Arc­angelo Cor­elli, Nic­colo Pagan­ini, Hen­ryk Wieni­awski, Fritz Kreisl­er og Ed­ward Elgar. Yngst­ur tón­skáld­anna er Þór­ar­inn Jóns­son, en hann var fæddur 1896.

Síð­ari tón­leik­arnir verða á klass­ísk­um tón­leika­tíma Lista­safns­ins, þriðju­dags­kvöld­ið 4. febrú­ar klukk­an 20:00. Þá flytja þau klass­íska efnis­skrá; Fiðlu­són­ötu í B dúr eftir Wolfgang Amadeus Moz­art, Sónötu í c moll eftir Ed­vard Grieg og Fratres eftir Arvo Pärt.


Hlíf Sigurjónsdóttir nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meist­ara og fór síðar vestur um haf til fram­halds­náms. Þar kynntist hún og vann hún með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um sinnar tíð­ar, þar á meðal William Prim­rose, Zolt­an Szek­ely, Gy­örgy Sebök, Ruc­c­iero Ricci og Igor Oist­rach. Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leik­ið með sin­fóníu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkjun­um og Kanada.
    Hlíf hefur leikið allar sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach, meðal annars inn á geisladiska sem hlotið hafa mikið lof, og haust­ið 2014 kom út geisla­diskur­inn DIA­LOGUS þar sem hún flutti ein­göngu ein­leiks­verk­ fyrir fiðlu, sem sam­in hafa verið fyrir hana. Maria Nockin, gagn­rýn­andi Fan­fare Maga­zine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“.
    Hlíf er annt um ísl­enska menn­ingu og sögu klass­ískr­ar tón­list­ar á Ís­landi og sá til dæmis um út­gáfu geisla­­disks 2020 með upp­tökum af fiðlu­leik Björns Ólafs­son­ar úr fór­um RÚV. Einnig hefur hún stað­ið fyrir tón­leik­um þar sem leik­nar voru gaml­ar sögulegar upp­tök­ur sem voru, að henn­ar undir­lagi, yfir­færð­ar á varanlegt form og hljóð­hreins­að­ar.

Carl Philippe Gionet er eftir­sótt­ur ein­leik­ari og með­leik­ari, en ekki síð­ur sem leið­bein­andi og kenn­ari víða um Kan­ada og Evr­ópu. Hann lauk doktors­prófi í píanó­leik við Uni­ver­sité de Montréal undir leið­sögn Paul Stew­art og hef­ur hlot­ið sér­hæfða þjálf­un í með­leik í Austur­ríki og Eng­landi. Hann hefur lagt sig sér­stak­lega eftir menn­ingar­arf­leifð Akadíana og árið 2013 stofn­aði hann Mus­ique sur mer en Acadie sem helg­ar sig miðl­un klass­ískr­ar tón­list­ar með­al franska minni­hlut­ans í Kan­ada. Síð­an 2014 hefur hann verið leið­bein­andi við Breno Italy Inter­nat­ional Music Aca­demy og Centre for Opera Studies and Ap­p­reci­ation í Kan­ada.
    Auk tón­list­ar­inn­ar stund­ar Carl bæði mynd­list og rit­smíð­ar. Hann hef­ur hald­ið sýn­ing­ar á verk­um sín­um beggja vegna Atlants­hafs­ins og í haust sem leið sýndi hann verk sín í Lista­safni Sigur­jóns und­ir nafn­inu Laugar­nes­hug­hrif. Fyr­ir bók sína Icare (Icarus), sem hann einn­ig mynd­skreytti, hlaut hann til­nefn­ingu til Kana­dísku Prix Anton­ine-Maillet - Acadie Vie verð­launanna.
Vakin er at­hygli á að söfn­un undirs­krifta und­ir á­skor­un til ráð­herra um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála um að frið­lýsa Laugar­nes sem bú­setu- og menn­ing­ar­landslag hef­ur ver­ið fram­lengd til 6. maí 2025.

Aðgangseyrir er 3.000 krónur og tekið er við greiðslukortum. Heildar­yfirlit vor­dagskrár safnsins má nálgast hér.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is