Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 29.10.2024
Smellið hér til að skoða í vafra



Efnt er til Laugarnes­vöku í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar
sunnu­dag­inn 3. nóv­emb­er 2024 klukkan 15
til stuðn­ings nátt­úru og búsetu­lands­lagi í Laugar­nesi

Á Laugar­nes­tanga, þeim litla skika sem eft­ir er óbyggð­ur af hinu forna stór­býli að Laugar­nesi, er eina ó­spillta fjar­an á norður­strönd Reykja­víkur­borg­ar, þar eru svæði með fjöl­breytt­an náttúru­leg­an gróð­ur, þar er grið­land fugla og þar eru menj­ar um bú­setu allt frá land­námi. Reynt hefur verið að seil­ast inn á Tang­ann til að byggja á hon­um, eða leggja yfir hann vegi, en vel­unn­ur­um hef­ur hing­að til tek­ist að af­stýra því. Nú er verið að þrengja að Tang­an­um með land­fyll­ing­um og há­hýs­um úr norðri.
 
    Á Laugarnes­vöku er stefnt að stofn­un félags sem nefna mætti „Laugar­nesvinir“ til að efla þann stóra hóp sem sýnt hefur áhuga á að Laugar­nes­tangi njóti vernd­ar til fram­tíð­ar. Haf­in verð­ur undir­skrifta­söfn­un þar sem skor­að er á ráð­herra um­hverfis-, orku- og lofts­lags­mála að Laugar­nes verði frið­lýst sem Búsetu − og Menn­ingar­lands­lag.
 
    Í Verndar­áætl­un fyr­ir minja­svæð­ið á Laugar­nes­tanga sem sam­þykkt var af borgarstjóra Reykjavíkur þann 25. ágúst 2016 segir: „Náttúru­farið á Laugar­nesi gerir svæð­ið ein­stakt í Reykja­vík þar sem hægt er að horfa yfir nes­ið og út í Viðey án trufl­un­ar frá mann­virkj­um nú­tím­ans. Mikil­vægt er að halda í þetta merki­lega menn­ingar­lands­lag, sam­spil nátt­úru og minja, sem er hvergi að finna ann­ars stað­ar í Reykja­vík.“ Ekki er að sjá að unn­ið hafi verið eftir þessari sam­þykkt og miki­lvægi Laugar­nes­tang­ans sem úti­vistar­svæðis hefur auk­ist − og er enn að auk­ast − með hinni miklu þétt­ingu byggðar, til dæm­is á Kirkju­sandi.
 
    Ókeypis verð­ur inn á safn­ið þenn­an dag, og heitt kaffi á könn­unni. Dag­skrá stýra Þur­íð­ur Sigurðar­dótt­ir og Hlíf Sigur­jóns­dóttir.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið í vetur á laugar­dög­um og sunnu­dög­um 13 − 17. Þó er lok­að í de­semb­er og janú­ar.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is