Fréttatilkynning um tónleika − English below − skoða í vafra

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 13. ágúst 2024 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Hanna Dóra, Kjartan, Ár­mann og Sig­urð­ur
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Kjartan í síma 611 9644

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Chalumeaux-Tríóið og Hanna Dóra
Kjartan Óskars­son, Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son og Ár­mann Helga­son klarí­nettu­leik­ar­ar, ásamt Hönnu Dóru Sturlu­dótt­ur söng­konu, ljúka sumar­tón­leika­röð LSÓ 2024 þriðju­dags­kvöld­ið 13. ágúst klukkan 20:30. Á efnis­skrá tón­leikanna eru með­al ann­ars verk eft­ir Christ­oph Graupn­er, Pál Pamphichler Páls­son, Jón­as Tómas­son og Hjálm­ar H. Ragnars­son.

Chalum­eaux-tríóið var stofn­að árið 1990 af klarí­nettu­leik­ur­un­um Kjart­ani Óskars­syni, Ósk­ari Ingólfs­syni og Sigurði Ingva Snorra­syni. Ósk­ar Ingólfs­son lést árið 2009 tók þá Ár­mann Helga­son sæti hans í tríó­inu. Á verk­efna­skrá tríós­ins eru verk sem spanna alla sögu klarí­nettu­hljóð­fær­anna og for­vera þeirra eða frá því á fyrsta ára­tug 18. aldar fram á okk­ar daga. Auk þess að leika upp­runa­leg verk eftir tón­skáld á borð við Graupn­er, Moz­art og fleiri hafa þeir Kjart­an og Sig­urð­ur um­rit­að fjölda verka fyrir tríó­ið. Þar má nefna fjöl­marg­ar arí­ur, dú­etta og terz­etta úr óper­um eftir Moz­art og Sali­eri sem tríó­ið hefur flutt ásamt þrem­ur söngv­ur­um. Þá hafa mörg ís­lensk tón­skáld skrif­að verk fyrir tríó­ið. Tríó­ið hefur hald­ið tón­leika víða um land og mjög oft í sam­starfi við ýmsa söngv­ara. Á undan­förn­um ár­um hefur Hanna Dóra Sturlu­dótt­ir verið fasta­gest­ur á tón­leik­um tríós­ins.
Hanna Dóra Sturlu­dóttir hefur um ára­bil verið ein af okkar fremstu söng­kon­um og átt far­sæl­an feril á óperu­sviði og tón­leika­palli víða um heim. Hún hefur kom­ið reglu­lega fram á ljóða­tón­leik­um, tek­ið þátt í flutn­ingi kirkju­legra verka, sung­ið óperu­hlut­verk víða í Evr­ópu, tek­ið þátt í fjöl­mörg­um sýn­ing­um Ís­lensku óper­unn­ar og kom­ið fram sem ein­söngv­ari með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands, Kammer­sveit Reykja­vík­ur, Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands, ásamt fjölda er­lendra hljóm­sveita víða um heim.
    Hanna Dóra var valin söng­kona árs­ins á Íslensku tón­listar­verð­laun­un­um árið 2014 fyrir hlut­verk Eboli prins­essu í óper­unni Don Carlo í upp­setn­ingu Ís­lensku óper­unnar og hlaut auk þess til­nefn­ing­ar til Ís­lensku tón­listar­verð­laun­anna 2013, 2018, 2019 og 2022. Hún var til­nefnd til Grímu­verð­launa sem söngv­ari árs­ins ár­ið 2021. Hanna Dóra vakti verðs­kuld­aða athygli fyrir frammi­stöðu sína í óper­unni KOK sem frum­flutt var í Borgar­leik­hús­inu vorið 2021 og hlaut Íslensku Tón­listar­verð­laun­in sem tón­listar­við­burð­ur árs­ins 2021.
    Hanna Dóra hefur lagt sér­staka áherslu á flutn­ing nýrrar tón­list­ar og starf­aði um nokk­urra ára skeið með óperu­hópn­um Novoflot í Berlín sem sér­hæf­ir sig í óhefð­bundn­um óperu­upp­setn­ing­um. Á Ís­landi hefur hún með­al ann­ars unnið með Caput-hópn­um, tekið þátt í Myrk­um músík­dög­um og unn­ið ná­ið með Snorra Sig­fúsi Birgis­syni tón­skáldi og hafa þau á undan­förn­um ár­um flutt og hljóð­rit­að mikið af nýrri ís­lenskri tón­list. Í vet­ur syngur Hanna Dóra aðal­hlut­verk­ið í Inno­cence, óperu Kaija Sari­aho, sem sýnd verð­ur í nýrri upp­færslu í Gelsen­kirch­en í Þýskalandi. Hanna Dóra er prófessor og fag­stjóri söngs við tón­listar­deild Listaháskóla Íslands.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum View in browser

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
August 13th 2024 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2024

Earlier concerts and events

Hanna Dóra, Kjartan, Ár­mann and Sig­urð­ur
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert gives:
Kjartan Óskarsson tel (354) 611 9644

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Chalumeaux-Trio and Hanna Dóra
Clarinettists Kjartan Óskars­son, Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son and Ár­mann Helga­son with mezzo-soprano Hanna Dóra Sturlu­dótt­ir play the last concert of the summer season in Sigur­jón Ólafs­son Museum, next Tues­day, Aug­ust 13th at 20:30. The pro­gram in­clud­es works by e.g. Christ­oph Graupn­er, Páll Pamphichler Páls­son, Jón­as Tómas­son and Hjálm­ar H. Ragnars­son.

The Chalum­eaux Trio was founde­d in 1990 by the clari­net play­ers Kjart­an Óskars­son, Ósk­ar Ingólfs­son and Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son. Ósk­ar Ingólfs­son pass­ed away in 2009 and Ár­mann Helga­son took his place in the trio. The trio's reper­toire in­clud­es works that span the ent­ire hist­ory of clari­net instru­ments and their pre­deces­sors, or from the first dec­ade of the 18th cent­ury to the present day. In addit­ion to play­ing orig­inal works by comp­os­ers such as Graupner, Mozart and oth­ers, Kjart­an and Sig­urð­ur have tran­scrib­ed a number of works for the trio. There are numer­ous arias, duets and ter­zettas from oper­as by Moz­art and Sali­eri that the trio has per­form­ed with three singers. Many Ice­land­ic com­pos­ers have also writt­en works for the trio. The trio has given con­certs around the country and very often in col­labor­at­ion with vari­ous sing­ers. In re­cent years, Hanna Dóra Sturlu­dótt­ir has been a regul­ar at the trio's concerts.
Hanna Dóra Sturludóttir is one of Ice­land’s leading clas­sical sing­ers and her career, both in opera and concert has tak­en her around the world. Hanna Dóra re­ceiv­ed the Ice­landic Music Award as ‘Clas­sical Sing­er of the Year’ in 2014 for her inter­pretat­ion of Eboli in Don Carlo with the Ice­landic Opera. She also re­ceived nomin­at­ions for the Ice­landic Music Awards 2013, 2018, 2019 and 2022. She was nom­inated for the ‘Gríma - the Ice­land­ic per­form­ing arts award’ as the sing­er of the year for her per­form­ance in the opera KOK, which was premi­er­ed in the spring of 2021 and which received The Icelandic Music Award as the musical event of the year 2021.
    Hanna Dóra has placed special em­phas­is on the per­form­ance of new music and work­ed for sev­eral years with the opera troupe Novo­flot in Berlin which special­izes in un­con­vention­al opera pro­duct­ions. In Ice­land she has work­ed closely with com­pos­er Snorri Sigfús Birgis­son and to­gether they per­form and record new Ice­landic music. This winter, Hanna Dóra sings the lead role in Inno­cence, Kaija Sariaho’s opera, which will be per­form­ed in a new pro­duct­ion in Gelsen­kirch­en, Germany. Hanna Dóra is professor and director of vocal studies at the Iceland University of the Arts.


These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release