Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Chalumeaux-Tríóið og Hanna Dóra Kjartan Óskarsson, Sigurður Ingvi Snorrason og Ármann Helgason klarínettuleikarar, ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, ljúka sumartónleikaröð LSÓ 2024 þriðjudagskvöldið 13. ágúst klukkan 20:30. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars verk eftir Christoph Graupner, Pál Pamphichler Pálsson, Jónas Tómasson og Hjálmar H. Ragnarsson. Chalumeaux-tríóið var stofnað árið 1990 af klarínettuleikurunum Kjartani Óskarssyni, Óskari Ingólfssyni og Sigurði Ingva Snorrasyni. Óskar Ingólfsson lést árið 2009 tók þá Ármann Helgason sæti hans í tríóinu. Á verkefnaskrá tríósins eru verk sem spanna alla sögu klarínettuhljóðfæranna og forvera þeirra eða frá því á fyrsta áratug 18. aldar fram á okkar daga. Auk þess að leika upprunaleg verk eftir tónskáld á borð við Graupner, Mozart og fleiri hafa þeir Kjartan og Sigurður umritað fjölda verka fyrir tríóið. Þar má nefna fjölmargar aríur, dúetta og terzetta úr óperum eftir Mozart og Salieri sem tríóið hefur flutt ásamt þremur söngvurum. Þá hafa mörg íslensk tónskáld skrifað verk fyrir tríóið. Tríóið hefur haldið tónleika víða um land og mjög oft í samstarfi við ýmsa söngvara. Á undanförnum árum hefur Hanna Dóra Sturludóttir verið fastagestur á tónleikum tríósins. Hanna Dóra Sturludóttir hefur um árabil verið ein af okkar fremstu söngkonum og átt farsælan feril á óperusviði og tónleikapalli víða um heim. Hún hefur komið reglulega fram á ljóðatónleikum, tekið þátt í flutningi kirkjulegra verka, sungið óperuhlutverk víða í Evrópu, tekið þátt í fjölmörgum sýningum Íslensku óperunnar og komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ásamt fjölda erlendra hljómsveita víða um heim. Tónleikasíður safnins á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum View in browser Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
Chalumeaux-Trio and Hanna Dóra Clarinettists Kjartan Óskarsson, Sigurður Ingvi Snorrason and Ármann Helgason with mezzo-soprano Hanna Dóra Sturludóttir play the last concert of the summer season in Sigurjón Ólafsson Museum, next Tuesday, August 13th at 20:30. The program includes works by e.g. Christoph Graupner, Páll Pamphichler Pálsson, Jónas Tómasson and Hjálmar H. Ragnarsson. The Chalumeaux Trio was founded in 1990 by the clarinet players Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson and Sigurður Ingvi Snorrason. Óskar Ingólfsson passed away in 2009 and Ármann Helgason took his place in the trio. The trio's repertoire includes works that span the entire history of clarinet instruments and their predecessors, or from the first decade of the 18th century to the present day. In addition to playing original works by composers such as Graupner, Mozart and others, Kjartan and Sigurður have transcribed a number of works for the trio. There are numerous arias, duets and terzettas from operas by Mozart and Salieri that the trio has performed with three singers. Many Icelandic composers have also written works for the trio. The trio has given concerts around the country and very often in collaboration with various singers. In recent years, Hanna Dóra Sturludóttir has been a regular at the trio's concerts. Hanna Dóra Sturludóttir is one of Iceland’s leading classical singers and her career, both in opera and concert has taken her around the world. Hanna Dóra received the Icelandic Music Award as ‘Classical Singer of the Year’ in 2014 for her interpretation of Eboli in Don Carlo with the Icelandic Opera. She also received nominations for the Icelandic Music Awards 2013, 2018, 2019 and 2022. She was nominated for the ‘Gríma - the Icelandic performing arts award’ as the singer of the year for her performance in the opera KOK, which was premiered in the spring of 2021 and which received The Icelandic Music Award as the musical event of the year 2021. These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic. Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS fréttatilkynningu lokið / end of release |