Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 6. ágúst 2024 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Svanur og Þórdís Gerð­ur
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Þórdís Gerð­ur í síma 697 3814
og Svanur í síma 857 3901

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

TRISTIA
Þór­dís Gerð­ur Jónsd­óttir sellóleikari og Svan­ur Vil­bergs­son gítar­leik­ari flytja tón­verk eftir ís­lenskt, brasil­ískt og spánskt tón­skáld á næstu sumar­tón­leik­um í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar 6. ágúst.

Sam­starf Svans Vil­bergs­son­ar gítar­leik­ara og Þór­dís­ar Gerð­ar Jóns­dótt­ur, selló­leik­ara, hófst vegna sam­eigin­legs dá­læt­is þeirra á tón­verk­inu Tristia fyrir selló og gítar eftir tón­skáld­ið og selló­leik­ar­ann Haf­liða Hall­gríms­son. Verk­ið samdi Hafliði fyrir gítar­leik­ar­ann Pétur Jónas­son og sjálf­an sig í til­efni Lista­há­tíð­ar í Reykja­vík 1984. Tristia er svíta í sjö stutt­um þátt­um og er inn­blásin af min­ning­um úr barn­æsku Haf­liða á Ís­landi, en hann hef­ur um ára­bil verið bú­sett­ur í Bret­landi. Í verk­inu eru hljóð­fær­in al­gjör­ir jafn­ingj­ar og not­ar tón­skáld­ið ýmsar ólíkar en áferðar­fagrar leiðir til að búa til fjöl­breytt­an og draum­kennd­an hljóð­heim. Út­kom­an er ein­stök blönd­un tveggja hljóð­færa, þar sem lag­lín­ur og lands­lag renna sam­an í eitt.
    Þetta verk Hafliða varð inn­blástur fyrir hljóð­færa­leik­ar­ana að halda áfram sam­spili og á þessum tón­leik­um verða einn­ig flutt verk eftir brasil­íska tón­skáld­ið Radamés Gnattali auk hinna sí­vin­sælu spænsku söng­laga í útsetn­ingu Manuel de Falla.
Þórdís Gerður Jóns­dóttir selló­leik­ari hef­ur þá sér­stöðu að leika jöfn­um hönd­um sí­gilda tón­list og jazz. Sígild­an selló­leik nam hún við Lista­háskóla Ís­lands á ár­un­um 2014 − 2017 og í kon­ung­lega danska kon­serva­torí­inu í Ár­ós­um, en það­an lauk hún meistara­gráðu sum­ar­ið 2021. Þór­dís lauk burt­farar­prófi frá jazz­deild Tón­listar­skóla FÍH vorið 2015 en í nám­inu lagði hún áherslu á spuna og tón­smíð­ar. Þór­dís hefur leik­ið reglu­lega með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands frá ár­inu 2018, hún var fast­ráð­in þar vet­ur­inn 2021 − 2022, og hef­ur ver­ið í leik­hús­hljóm­sveit­um Þjóð­leik­húss­ins og Borgar­leik­húss­ins. Hún gaf út hljóm­plöt­una Vistir, með henn­ar eig­in jazz-tón­smíð­um og út­setn­ing­um, vor­ið 2021. Undan­farið hef­ur Þórdís lagt sér­staka á­herslu á að frum­flytja á Ís­landi sjald­heyrð eldri er­lend verk, sem dæmi má nefna eitt­hundr­að ára sónötu fyrir selló og píanó eftir Kurt Weill sem hún flutti á­samt Önnu Guð­nýju Guð­munds­dótt­ur á Jazz­há­tíð Reykja­vík­ur í ágúst 2020 og í maí 2023 frum­flutti hún á Íslandi þrjár svít­ur eftir Ernest Bloch. Vorið 2014 lauk Þór­dís námi í hjúkr­unar­fræði við Há­skóla Ís­lands og við­bótar­dipl­ómu í lýð­heilsu­vís­ind­um vor­ið 2019. Hún er nú í meistara­námi í bráða­hjúkr­un og starf­ar á bráða­mót­töku Barna­spítala Hrings­ins á milli tónleika.

Að loknu námi við tón­listar­skóla Stöðvar­fjarð­ar og Egils­staða nam Svan­ur Vil­bergs­son við King Ed­wards VI mennta­skól­ann í Tot­nes á Eng­landi og út­skrif­að­ist það­an af tón­list­ar- og líf­fræði­braut árið 2001. Þá sótti hann einka­tíma hjá Arn­aldi Arnar­syni á Spáni áð­ur en hann hóf nám hjá ít­alska gítar­leik­ar­an­um Carlo Marchi­one við Tón­listar­háskól­ann í Maas­tricht og lauk þaðan B.Mus. gráðu. Meistara­gráðu lauk hann vor­ið 2008 frá Kon­ung­lega Tón­listar­háskól­an­um í Haag undir leið­sögn Enno Voor­horst. Þá hefur hann einn­ig sótt tíma hjá Sonju Prunn­bauer í Frei­burg.
    Svan­ur hefur haldið ein­leiks­tón­leika víða um heim, með­al annars í Banda­ríkj­un­um, Hol­landi, Spáni, Eng­landi, Belgíu og Ír­landi. Spænska tón­skáld­ið Mateu Malondra Flaquer hefur til­eink­að hon­um verk fyrir sóló gítar og í febr­úar 2014 frum­flutti hann, ásamt Kammer­sveit Reykja­víkur, gítar­konsert­inn Halcyon Days sem Ol­iver Kent­ish samdi og til­eink­aði honum. Árið 2011 kom út fyrsti ein­leiks­disk­ur Svans sem kallast Four Works og hef­ur hon­um verið eink­ar vel tek­ið. Svan­ur er með­lim­ur í Ís­lenska Gítar­trí­ó­inu, sem gaf út disk­inn Vistas haust­ið 2020, og Stirni En­semble sem hefur sér­hæft sig í flutn­ingi á íslenskri sam­tíma­tón­list. Svan­ur kennir með­al ann­ars klass­ísk­an gítar­leik við Mennta­skól­ann í tón­list og er aðjúnkt við Lista­háskóla Íslands.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
August 6th 2024 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2024

Earlier concerts and events

Svanur and Þórdís Gerð­ur
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert give:
Þórdís Gerð­ur tel (354) 697 3814
and Svanur tel (354) 857 3901

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

TRISTIA
Guitar­ist Svanur Vil­bergs­son and cell­ist Þór­dís Gerð­ur Jóns­dótt­ir will per­form works by Ice­land­ic, Brazilian and Spanish com­pos­ers in Sigur­jón Ólafs­son Museum Tues­day August 6th.

The performers, Svanur Vil­bergs­son and Þór­dís Gerð­ur Jóns­dótt­ir, start­ed their col­labor­at­ion be­cause of their common fond­ness of the duet Tristia for cello and guitar by com­pos­er and cell­ist Haf­liði Hall­gríms­son. The com­pos­er wrote the piece for the Reykja­vík Art Festival in 1984, for guit­ar­ist Pét­ur Jónas­son and him­self. Tristia is a suite in seven move­ments and is in­spir­ed by the com­pos­er's child­hood memor­ies of Ice­land. The piece is writt­en with both in­stru­ments as com­plete equals, using their vast techn­ical abilit­ies to create a diverse and dreamy world of sound. The re­sult is a un­ique merge of two in­stru­ments where melodies and land­scape be­come one. In this concert they will perform − besides Tristia − a sonata by the Brazilian Radamés Gnattali and Manuel de Falla's classic ar­range­ments of Spanish folk songs.
Þór­dís Gerður Jóns­dótt­ir is a cell­ist who plays both class­ical music and jazz. She stud­ied class­ical cello per­form­ance in Ice­land Aca­demy of the Arts and the Royal Academy of Music in Aar­hus, Den­mark. The jazz per­form­ance, with em­phas­is on com­po­sit­ion and im­provi­sat­ion, she stud­ied with guitar­ist Hilmar Jens­son. Þór­dís has been a free­lance cell­ist in the Ice­land Sym­phony Or­che­stra since 2018 and has play­ed in vari­ous pro­duct­ions in the Ice­land­ic the­atre. Late­ly she has been especi­ally in­te­rest­ed in play­ing old­er piec­es that have never been per­form­ed in Ice­land, such as Kurt Weill's sonata for cello and piano, and Ernest Bloch's suites for solo cello which she per­form­ed in 2023. Þór­dís is a reg­ister­ed nurse with a post­gradu­ate de­gree in publ­ic health. She is cur­rently do­ing her master degree in emer­gen­cy nurs­ing at the Uni­ver­sity of Ice­land and she works part-time in a paedi­atric emerg­ency room.

Guitarist Svanur Vilbergsson, one of Ice­land’s prom­in­ent clas­sical guitar play­ers, has per­form­ed in venues wide around the USA and Europe. Ice­land­ic and Spanish com­pos­ers have dedi­cat­ed works to him and his first solo CD, Four Works, with compositions by Antonio José, Mauro Giul­iani, J. S. Bach and Giulio Reg­ondi, has re­ceiv­ed great ac­claim. He is a memb­er of Stirni En­semble and The Ice­land­ic Guitar Trio, both groups special­iz­ing in the per­form­ance of con­temp­or­ary music.
    Svanur holds a Bachelor's de­gree from the Maa­stricht Con­serva­tory, where he stud­ied the guitar with Carlo Marchi­one and chamb­er music with cellist Alex­and­er Petr­asch and viol­ist Henk Guitt­art. Oth­er teach­ers in­clude Arn­aldur Arnars­son, Sonja Prunn­bau­er and Enno Voor­horst, with whom he attain­ed his Master's degree from the Royal Con­serva­tory of The Hague. Be­sides per­forming in con­certs in Ice­land and abroad, Svanur teach­es the class­ical guitar at the Ice­land Uni­ver­sity of the Arts.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release