Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
TRISTIA Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari flytja tónverk eftir íslenskt, brasilískt og spánskt tónskáld á næstu sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 6. ágúst. Samstarf Svans Vilbergssonar gítarleikara og Þórdísar Gerðar Jónsdóttur, sellóleikara, hófst vegna sameiginlegs dálætis þeirra á tónverkinu Tristia fyrir selló og gítar eftir tónskáldið og sellóleikarann Hafliða Hallgrímsson. Verkið samdi Hafliði fyrir gítarleikarann Pétur Jónasson og sjálfan sig í tilefni Listahátíðar í Reykjavík 1984. Tristia er svíta í sjö stuttum þáttum og er innblásin af minningum úr barnæsku Hafliða á Íslandi, en hann hefur um árabil verið búsettur í Bretlandi. Í verkinu eru hljóðfærin algjörir jafningjar og notar tónskáldið ýmsar ólíkar en áferðarfagrar leiðir til að búa til fjölbreyttan og draumkenndan hljóðheim. Útkoman er einstök blöndun tveggja hljóðfæra, þar sem laglínur og landslag renna saman í eitt. Þetta verk Hafliða varð innblástur fyrir hljóðfæraleikarana að halda áfram samspili og á þessum tónleikum verða einnig flutt verk eftir brasilíska tónskáldið Radamés Gnattali auk hinna sívinsælu spænsku sönglaga í útsetningu Manuel de Falla. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari hefur þá sérstöðu að leika jöfnum höndum sígilda tónlist og jazz. Sígildan sellóleik nam hún við Listaháskóla Íslands á árunum 2014 − 2017 og í konunglega danska konservatoríinu í Árósum, en þaðan lauk hún meistaragráðu sumarið 2021. Þórdís lauk burtfararprófi frá jazzdeild Tónlistarskóla FÍH vorið 2015 en í náminu lagði hún áherslu á spuna og tónsmíðar. Þórdís hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2018, hún var fastráðin þar veturinn 2021 − 2022, og hefur verið í leikhúshljómsveitum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Hún gaf út hljómplötuna Vistir, með hennar eigin jazz-tónsmíðum og útsetningum, vorið 2021. Undanfarið hefur Þórdís lagt sérstaka áherslu á að frumflytja á Íslandi sjaldheyrð eldri erlend verk, sem dæmi má nefna eitthundrað ára sónötu fyrir selló og píanó eftir Kurt Weill sem hún flutti ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur á Jazzhátíð Reykjavíkur í ágúst 2020 og í maí 2023 frumflutti hún á Íslandi þrjár svítur eftir Ernest Bloch. Vorið 2014 lauk Þórdís námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og viðbótardiplómu í lýðheilsuvísindum vorið 2019. Hún er nú í meistaranámi í bráðahjúkrun og starfar á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á milli tónleika. Tónleikasíður safnins á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
TRISTIA Guitarist Svanur Vilbergsson and cellist Þórdís Gerður Jónsdóttir will perform works by Icelandic, Brazilian and Spanish composers in Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday August 6th. The performers, Svanur Vilbergsson and Þórdís Gerður Jónsdóttir, started their collaboration because of their common fondness of the duet Tristia for cello and guitar by composer and cellist Hafliði Hallgrímsson. The composer wrote the piece for the Reykjavík Art Festival in 1984, for guitarist Pétur Jónasson and himself. Tristia is a suite in seven movements and is inspired by the composer's childhood memories of Iceland. The piece is written with both instruments as complete equals, using their vast technical abilities to create a diverse and dreamy world of sound. The result is a unique merge of two instruments where melodies and landscape become one. In this concert they will perform − besides Tristia − a sonata by the Brazilian Radamés Gnattali and Manuel de Falla's classic arrangements of Spanish folk songs. Þórdís Gerður Jónsdóttir is a cellist who plays both classical music and jazz. She studied classical cello performance in Iceland Academy of the Arts and the Royal Academy of Music in Aarhus, Denmark. The jazz performance, with emphasis on composition and improvisation, she studied with guitarist Hilmar Jensson. Þórdís has been a freelance cellist in the Iceland Symphony Orchestra since 2018 and has played in various productions in the Icelandic theatre. Lately she has been especially interested in playing older pieces that have never been performed in Iceland, such as Kurt Weill's sonata for cello and piano, and Ernest Bloch's suites for solo cello which she performed in 2023. Þórdís is a registered nurse with a postgraduate degree in public health. She is currently doing her master degree in emergency nursing at the University of Iceland and she works part-time in a paediatric emergency room. These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic. Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS fréttatilkynningu lokið / end of release |