Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 30. júlí 2024 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Erla Dóra, Björk, Gróa og Eva Þyri
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Erla Dóra Vogler í síma 894 2306

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Náttúra, ónáttúra og yfirnáttúra
Tónlist Þór­unn­ar Guð­munds­dótt­ur í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar 30. júlí
Á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar flytja Erla Dóra Vogler mezzo­sópran, Björk Níels­dótt­ir sópr­an, Gróa Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir fiðlu­leik­ari og Eva Þyri Hilmars­dótt­ir píanó­leik­ari tónverk Þórunnar Guðmundsdóttur söngkonu og tónskáldS. Efnis­skrá tónleikanna má skipta í þrjá flokka: Söng­dú­etta á glettnis­leg­um nót­um, sem eru allir við texta eftir tón­skáld­ið. Yrkis­efn­in eru kunnug­leg: sum­ar, ást og mat­ur. Ann­ar flokk­ur­inn er ein­söngs­lög við ljóð Hannes­ar Haf­stein, ann­ars veg­ar um sorg­ina og hins veg­ar um drauga og aftur­göng­ur − sem kallast á við yrkis­efni þriðja flokks­ins sem eru ný lög sam­in fyrir söng­rödd, víólu og píanó. Þór­unn velur, eða sem­ur text­­ana upp úr þjóð­sög­um og munn­mæl­um sem ým­ist eru eign­að­ir út­burð­um, draug­um, álf­um, tröll­um eða mönn­um. Einn­ig bregð­ur fyrir vísum úr sagna­dönsum.
Þórunn Guðmunds­dóttir hefur get­ið sér gott orð á undan­förn­um ár­um sem tón­skáld og leik­rita­höf­und­ur. Eftir loka­próf frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík sem flautu­leik­ari og söngv­ari hélt hún til Banda­ríkj­anna í fram­halds­nám og lauk doktors­prófi í söng og söng­fræð­um frá Indi­ana Uni­ver­sity. Eftir að hún sneri heim hefur hún átt far­sæl­an feril sem söng­kona. Hún hef­ur sung­ið ein­söng með ýms­um kór­um, auk þess að halda fjöl­marga ein­söngs­tón­leika og syngja inn á geisla­diska. Einn­ig hefur hún komið fram með Sin­fóníu­hljóms­veit Ís­lands og Kammer­sveit Reykja­vík­ur. Hún hef­ur starf­að sem söng­kenn­ari um ára­bil og út­skrif­að fjöld­ann all­an af söngv­ur­um.
    Um alda­mótin steig Þór­unn sín fyrstu skref í að semja, bæði tón­list og leik­texta, og hef­ur síð­an sam­ið fjölda af leik­rit­um, söng­leikj­um, óp­erum og söng­lög­um. Með­al verka hennar eru leikritin Epli og eik­ur og Systur og söng­leik­irn­ir Kolrassa, Gesta­gang­ur og Stund milli stríða, en síðast­nefnda verk­ið var val­ið áhuga­verð­asta áhuga­leik­hús­sýn­ing­in árið 2014 og var sýnt í Þjóð­leik­hús­inu. Verk hennar hafa hlot­ið góð­ar við­tök­ur hjá gagn­rýn­end­um jafnt sem á­heyr­end­um. Haustið 2022 var óp­era hennar Mær­þöll flutt í Gamla bíói í leik­stjórn Bjarna Thors Kristins­son­ar og hlaut bæði upp­færsl­an og verk­ið afar lof­sam­lega dóma. Síðar sama ár ferð­að­ist tón­listar­hóp­ur­inn Hnoðri í norðri um Norður­land á vegum Listar fyrir alla og flutti söng­verk­ið Ævin­týri á að­vent­unni eftir Þór­unni fyrir grunn­skóla­börn og var síðan boðið að taka þátt í barna­sviðs­lista­hátíð­inni Bitolino í Norð­ur Make­dóníu sum­ar­ið eft­ir. Ævin­týra­óper­urn­ar Ár og öld og Gili­trutt voru sýnd­ar í Iðnó í október 2023 og Hnoðri í norðri sýndi verk­ið Skoff­ín og Skringil­menni í sautján grunn­skólum á Norður­landi vorið 2024.
Erla Dóra Vogler ólst upp á Egils­stöð­um og hóf þar sitt söng­nám. Hún út­skrif­að­ist frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík und­ir hand­leiðslu Þór­unn­ar Guð­munds­dótt­ur vorið 2007 og hlaut inn­göngu í óperu­deild Tón­listar­háskól­ans í Vín þá um haust­ið. Með­al kenn­ara henn­ar þar voru próf­ess­or­arn­ir Orl­owsky, Theim­er og Bern­hard Adler. Að loknu námi við óperu­deild­ina nam hún eitt ár við ljóða- og óra­toríu­deild há­skól­ans hjá Mar­jana Burg­stall­er-Lipov­šek.
    Síðan Erla lauk námi hefur hún kom­ið fram bæði sem klass­ísk söng­kona og dægur­laga­söng­kona og einnig hefur hún tekið þátt í ný­stár­leg­um upp­setn­ing­um og marg­vís­legri til­rauna­starf­semi. Hún hefur frum­flutt verk nú­tíma­tón­skálda, sung­ið ein­söng á fjöl­mörg­um tón­leik­um, með hljóm­sveit, ein­leiks­hljóð­fær­um og kammer­sveit­um á Ís­landi og í Austurríki, jafnt í Saln­um í Kópa­vogi, Þjóð­laga­há­tíð á Siglu­firði, Bláu kirkj­unni á Seyðis­firði og í Musik­ver­ein í Vínar­borg. Hún syng­ur með Tríói Akur­eyr­ar, Tríói Tún­fífli og er hluti af sviðs­lista­hópn­um Hnoðra í norðri sem hlaut hvatn­ingar­verð­laun Eyrar­rós­ar­inn­ar vorið 2023. Hún hef­ur gefið út tvo geisla­diska: Víra­virki − ís­lensk söng­ljóð árið 2010 ásamt Doris Lindner píanó­leik­ara og Jór­unn Viðar − Söngv­ar með Evu Þyri Hilmars­dótt­ur. Sá disk­ur var til­nefnd­ur til Ís­lensku tón­listar­verð­laun­anna sem plata ársins 2018.
Björk Níelsdóttir stund­aði söng­nám hjá Þór­unni Guð­munds­dótt­ur við Tón­listar­skól­ann í Hafnar­firði og síðan Tón­listar­háskól­ann í Am­ster­dam. Það­an út­skrif­að­ist hún árið 2015 með meist­ara­gráðu og hæstu einkunn og hlaut einn­ig sér­staka viður­kenn­ingu fyrir lists­köpun.
    Björk hefur kom­ið fram í frum­flutn­ingi á fjöl­mörg­um óper­um, leik­upp­færsl­um og tón­verk­um í Hol­landi, Þýska­landi og á Ís­landi. Hún gaf út tvær hljóm­plöt­ur árið 2020, ann­ars veg­ar Peysur & Parruk með Gadus Morhua Ensemble og hins veg­ar smá­skíf­una Flow­ers of Evil með Dúpl­um Dúó. Hún hefur farið tón­leika­ferð­ir með nöfnu sinni Guð­munds­dótt­ur og einn­ig með bresku hljóm­sveit­inni Florence & The Machine sem söng­kona og trompett­leik­ari. Hún er með­lim­ur í Kaja Draksl­er Oct­ett, Dúpl­um dúó, Gadus Morhua, Cauda Col­lect­ive og Stirni En­semble. Björk var val­in Bjart­asta Von­in Ís­lensku tón­listar­verð­laun­anna 2018 og var til­nefnd þar sem söngv­ari árs­ins árið 2021. Þá hef­ur hún tví­veg­is hlot­ið til­nefn­ingu sem söngv­ari árs­ins á Grímu­verð­laun­un­um, 2019 og 2023.
Gróa Marg­rét Valdi­mars­dótt­ir út­skrif­að­ist 2006 með B. Mus gráðu í fiðlu­leik frá Lista­háskóla Ís­lands þar sem hún nam undir hand­leiðslu Auð­ar Haf­steins­dótt­ur. Þaðan lá leið henn­ar til Þýska­lands og síð­ar til Banda­ríkj­anna þar sem hún lauk M. Mus gráðu í sömu grein frá Uni­ver­sity of Illinois und­ir hand­leiðslu Sigur­björns Bern­harðs­son­ar. Þá stund­aði hún nám við The Hartt School í Con­necti­cut hjá Ant­on Mill­er og út­skrif­að­ist árið 2011 með Gradu­ate Profes­sional Dipl­oma og Art­ist Dipl­oma vorið 2013.
    Gróa Marg­rét hef­ur mik­inn á­huga á flutn­ingi nýrr­ar tón­list­ar og hafa nokk­ur verk verið til­eink­uð henni sér­stak­lega. Einn­ig hefur hún á­huga og metn­að fyrir upp­runa­flutn­ingi barokk­tón­list­ar og kem­ur reglu­lega fram á tón­leik­um með hljóm­sveit­um eins og Barokk­band­inu Brák og Al­þjóð­legu Barokk­sveit­inni í Reykja­vík. Hún leik­ur einn­ig með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands, Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands og Hljóm­sveit Ís­lensku Óper­unnar. Gróa Marg­rét hef­ur lok­ið fimmta stigi í Suzuki­kennara­námi hjá Lilju Hjalta­dótt­ur og kenn­ir við Al­legro tón­listar­skól­ann og Tón­listar­skól­ann á Akra­nesi.
Að loknu námi í Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík nam Eva Þyri Hilmars­dótt­ir hjá John Dam­gaard við Tón­listar­háskól­ann í Ár­ósum og lauk þar dipl­oma og ein­leikara­prófi. Hún stund­aði MA nám í með­leik við Royal Aca­demy of Mus­ic í Lond­on og út­skrif­að­ist með hæstu eink­unn og hlaut verð­laun fyrir fram­úr­skar­andi loka­tón­leika. Aðal­kennari henn­ar þar var Mich­ael Dussek.
    Eva Þyri hefur verið virk í flutn­ingi kamm­er- og ljóða­tón­list­ar og kom­ið fram með mörg­um af fremstu tón­listar­mönn­um lands­ins auk þess að hafa hald­ið ein­leiks­tón­leika og tek­ið þátt í frum­flutn­ingi ís­lenskra og er­lendra verka á tón­listar­há­tíð­um inn­an lands sem ut­an. Árið 2017 tók Eva Þyri þátt í ný­stár­legri upp­setn­ingu Ís­lensku Óper­unn­ar á Manns­rödd­inni eftir Poul­enc. Hún var í list­rænu teymi tón­leika­rað­ar­innar „Ár íslenska söng­lags­ins“ í Saln­um í Kópa­vogi vet­ur­inn 2022−23 og hún er annar stofn­enda ljóða­tón­listar­hátíð­ar­inn­ar „Ljóð­ið lifi“ sem var hald­in í ann­að sinn nú í vor í Hann­esar­holti. Geisla­disk­ur henn­ar og Erlu Dóru Vogler Jórunn Viðar − Söngvar var til­nefnd­ur til Ís­lensku tón­listar­verð­laun­anna sem plata árs­ins 2018. Eva Þyri starf­ar við Lista­háskóla Ís­lands sam­hliða tón­leika­haldi.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 30th 2024 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2024

Earlier concerts and events

Erla Dóra, Björk, Gróa and Eva Þyri
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert gives:
Erla Dóra Vogler tel (354) 894 2306

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Natural, Unnatural and Supernatural
Works by Icelandic composer Þórunn Guðmundsdóttir in Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday July 30th

Erla Dóra Vogler mezzo­soprano, Björk Níels­dótt­ir soprano, Gróa Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir violin and Eva Þyri Hilmars­dótt­ir piano. The pro­gram can be dev­id­ed into three cate­gories. Firstly, playful duets about summer, love and food to text by the com­poser. Sec­ondly, songs for solo voice e.g. to poems by Hann­es Haf­stein about loss and sorrow. Finally we will hear songs with myth­ical texts from Ice­land­ic folk tales, pre­sum­ably by - or about - elves, ghosts and trolls.
Þór­unn Guð­munds­dótt­ir has made a name for her­self in re­cent years as a com­pos­er and writer. She graduated from the Reykja­vík Col­lege of Music as a flut­ist and sing­er and con­tinu­ed her mus­ical stud­ies in Ind­iana Uni­ver­sity, USA, receiv­ing her doctor­ate in sing­ing and vocal stud­ies. After re­turn­ing home, she has had a suc­cess­ful care­er as a soloist, performing with the Ice­land Sym­phony Or­che­stra, the Reykja­vík Chamber Or­che­stra and various chamber ensembles and choirs. As a very suc­ces­sful teach­er she has grad­uated a large numb­er of sing­ers.
    Around the turn of the century, Þór­unn took her first steps in com­pos­ing, both mus­ic and theater texts, and she has since com­pos­ed quite a few plays, mus­icals, operas and songs. Among her works are th plays Apples and Oaks and Sist­ers and the mus­icals Kol­rassa, Gesta­gang­ur and Stund milil stríða, which was chos­en as the most inter­est­ing ama­teur theat­er show in 2014 and was shown at the Nat­ion­al The­ater. Her work has been well re­ceiv­ed by critics and aud­ienc­es alike. In 2022, the opera Mærþöll by Þór­unn was per­form­ed und­er the dir­ecti­on of Bjarna Thor Kristins­son, and re­ceiv­ed highly praised reviews. Later that year, the music group Hnoðri í norðri tour­ed the North Ice­land per­form­ing the musical Ævintýri á aðventunni by Þórunn for elementary school children.
Mezzo-soprano Erla Dóra Vogler grew up in East Ice­land where she started her music stud­ies. She grad­uat­ed from the Reykja­vík Col­lege of Music in 2007, where Þór­unn Guð­munds­dótt­ir was her main teach­er, and was sub­sequent­ly ad­mitt­ed to the Opera De­part­ment of the Con­serva­tory of Music in Vienna. Among her teach­ers there were profes­sor Orl­owsky, Theim­er and Bern­hard Adler. She furth­er­ed her studies there, at the De­part­ment of Lied­er and Ora­torio, with Marjana Burgstaller-Lipovšek.
    Erla Dóra’s repertoire spans both classical and lighter music. She has performed in numerous solo concerts, with orchestras, solo instruments and chamber orchestras, both in Iceland and Austria. As a skilled actress she has participated in operas, musicals and plays and has been active­ly managing many of them. Currently Erla Dóra is part of the music groups Tríó Akureyrar, Tríó Túnfífill and Hnoðri í norðri. In 2010 Erla Dóra and the Austrian pianist Doris Lindner released a CD with Icelandic songs − Víravirki. With pianist Eva Þyri Hilmarsdóttir she released a CD with works for solo voice and piano by the Icelandic female composer Jórunn Viðar which was nominated as the Album of the Year 2018 at the Icelandic Music Award.
After studying classical singing with Þórunn Guðmundsdóttir at the Hafnarfjörður Music School Björk Níelsdóttir furthered her studies at the Conservatory of Amsterdam. In 2015 she received her master’s degree with the highest honors and also received special recognition for her artistic achievements.
    Björk has performed in premieres of numerous operas, theatrical productions, and musical works in The Netherlands, Germany and Iceland. In 2020 she released two CD albums; Peysur & Parruk − the debut album of Gadus Morhua Ensemble, and the Dúplum Dúó’s mini-album Flowers of Evil. Björk is a member of the Kaja Draksler Octet, Dúplum Dúó, Gadus Morhua, Cauda Collective, and Stirni Ensemble. She has toured with Björk Guðmundsdóttir and Florence & The Machine as a vocalist and trumpet player. Björk was awarded the Brightest Hope at the Icelandic Music Awards in 2018 and was nominated as the Singer of the Year 2021 by the same institution. She has also been nominated twice, 2019 and 2023, as the Singer of the Year at Gríma the Icelandic performing arts award.
Gróa Margrét Valdimarsdóttir graduated with a B. Mus degree in violin performance from the Iceland University of the Arts under the supervision of Auður Hafsteinsdóttir in 2006. She studied in Germany before moving to USA completing her M. Mus degree from the University of Illinois under the guidance of Sigurbjörn Bernharðsson. She also studied at The Hartt School in Connecticut with Anton Miller graduating in 2011 with a Graduate Professional Diploma and an Artist Diploma in 2013.
    Gróa Margrét is a big advocate of new music, and several works have been specially dedicat­ed to her. She has also great interest for the historically informed performance practice of baroque music and regularly performs in concerts with such bands, e.g. the Brák Baroque Band and the International Baroque Orchestra in Reykjavík. She frequently plays with the Icelandic Symphony Orchestra, the Northern Symphony Orchestra and the Orchestra of the Icelandic Opera. Gróa Margrét has completed Level 5 of the Suzuki Teacher's Course with Lilja Hjaltadóttir and teaches at Allegro Music School and the Akranes Music School.
After graduating from the Reykjavík College of Music pianist Eva Þyri Hilmarsdóttir furthered her studies in Denmark, with prof. John Damgaard at the Royal Academy of Music in Aarhus, receiv­ing an Advanced Soloist Diploma. Then she studied with Michael Dussek at the Royal Academy of Music in London and graduated from the MA Piano Accompaniment Course with Distinction and was awarded a DipRAM and the Christian Carpender Piano Prize for an outstanding final recital.
    Eva Þyri is an active figure in the Icelandic music scene, taking avid interest in chamber music and lieder and has performed with some of the most outstanding Icelandic musicians. She has given solo recitals, performed with various orchestras and ensembles, and premiered numerous works by Icelandic and foreign composers. Eva Þyri was one of the leaders of The Year of Ice­landic Song in Salurinn in Kópavogur in 2022-23 and the co-founder and pianist of a new annual Lieder-festival in Hannesarholt in Reykjavík Ljóðið lifi. Her CD with Erla Dóra Vogler Jórunn Viðar − Söngv­ar was nominated as the Album of the Year 2018 at the Icelandic Music Award. Eva Þyri teaches at the Iceland University of the Arts.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release