Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld
30. júlí 2024 klukkan 20:30
Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum
Hvar er safnið?
Sumartónleikaröðin í heild
Fyrri tónleikar og viðburðir
|
Erla Dóra, Björk, Gróa og Eva Þyri |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd.
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna þegar hún er tilbúin.
Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Erla Dóra Vogler í síma 894 2306
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina
í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Náttúra, ónáttúra og yfirnáttúra
Tónlist Þórunnar Guðmundsdóttur
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 30. júlí
Á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar flytja Erla Dóra Vogler
mezzosópran, Björk Níelsdóttir sópran, Gróa
Margrét Valdimarsdóttir fiðluleikari og Eva Þyri
Hilmarsdóttir píanóleikari tónverk Þórunnar
Guðmundsdóttur söngkonu og tónskáldS. Efnisskrá tónleikanna
má skipta í þrjá flokka: Söngdúetta á glettnislegum
nótum, sem eru allir við texta eftir tónskáldið. Yrkisefnin eru
kunnugleg: sumar, ást og matur. Annar flokkurinn er
einsöngslög við ljóð Hannesar Hafstein,
annars vegar um sorgina og hins vegar um
drauga og afturgöngur − sem kallast á við yrkisefni þriðja
flokksins sem eru ný lög samin fyrir söngrödd, víólu
og píanó. Þórunn velur, eða semur textana upp úr
þjóðsögum og munnmælum sem ýmist eru
eignaðir útburðum, draugum, álfum, tröllum eða
mönnum. Einnig bregður fyrir vísum úr sagnadönsum.
Þórunn Guðmundsdóttir hefur getið sér gott orð á undanförnum árum sem tónskáld og leikritahöfundur. Eftir lokapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sem flautuleikari og söngvari hélt hún til Bandaríkjanna í framhaldsnám og lauk doktorsprófi í söng og söngfræðum frá Indiana University. Eftir að hún sneri heim hefur hún átt farsælan feril sem söngkona. Hún hefur sungið einsöng með ýmsum kórum, auk þess að halda fjölmarga einsöngstónleika og syngja inn á geisladiska. Einnig hefur hún komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Hún hefur starfað sem söngkennari um árabil og útskrifað fjöldann allan af söngvurum.
Um aldamótin steig Þórunn sín fyrstu skref í að semja, bæði tónlist og leiktexta, og hefur síðan samið fjölda af leikritum, söngleikjum, óperum og sönglögum. Meðal verka hennar eru leikritin Epli og eikur og Systur og söngleikirnir Kolrassa, Gestagangur og Stund milli stríða, en síðastnefnda verkið var valið áhugaverðasta áhugaleikhússýningin árið 2014 og var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Verk hennar hafa hlotið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum jafnt sem áheyrendum. Haustið 2022 var ópera hennar Mærþöll flutt í Gamla bíói í leikstjórn Bjarna Thors Kristinssonar og hlaut bæði uppfærslan og verkið afar lofsamlega dóma. Síðar sama ár ferðaðist tónlistarhópurinn Hnoðri í norðri um Norðurland á vegum Listar fyrir alla og flutti söngverkið Ævintýri á aðventunni eftir Þórunni fyrir grunnskólabörn og var síðan boðið að taka þátt í barnasviðslistahátíðinni Bitolino í Norður Makedóníu sumarið eftir. Ævintýraóperurnar Ár og öld og Gilitrutt voru sýndar í Iðnó í október 2023 og Hnoðri í norðri sýndi verkið Skoffín og Skringilmenni í sautján grunnskólum á Norðurlandi vorið 2024. |
Erla Dóra Vogler ólst upp á Egilsstöðum og hóf þar sitt söngnám. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Þórunnar Guðmundsdóttur vorið 2007 og hlaut inngöngu í óperudeild Tónlistarháskólans í Vín þá um haustið. Meðal kennara hennar þar voru prófessorarnir Orlowsky, Theimer og Bernhard Adler. Að loknu námi við óperudeildina nam hún eitt ár við ljóða- og óratoríudeild háskólans hjá Marjana Burgstaller-Lipovšek.
Síðan Erla lauk námi hefur hún komið fram bæði sem klassísk söngkona og dægurlagasöngkona og einnig hefur hún tekið þátt í nýstárlegum uppsetningum og margvíslegri tilraunastarfsemi. Hún hefur frumflutt verk nútímatónskálda, sungið einsöng á fjölmörgum tónleikum, með hljómsveit, einleikshljóðfærum og kammersveitum á Íslandi og í Austurríki, jafnt í Salnum í Kópavogi, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og í Musikverein í Vínarborg. Hún syngur með Tríói Akureyrar, Tríói Túnfífli og er hluti af sviðslistahópnum Hnoðra í norðri sem hlaut hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar vorið 2023. Hún hefur gefið út tvo geisladiska: Víravirki − íslensk söngljóð árið 2010 ásamt Doris Lindner píanóleikara og Jórunn Viðar − Söngvar með Evu Þyri Hilmarsdóttur. Sá diskur var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018. |
Björk Níelsdóttir stundaði söngnám hjá Þórunni Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og síðan Tónlistarháskólann í Amsterdam. Þaðan útskrifaðist hún árið 2015 með meistaragráðu og hæstu einkunn og hlaut einnig sérstaka viðurkenningu fyrir listsköpun.
Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjölmörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum í Hollandi, Þýskalandi og á Íslandi. Hún gaf út tvær hljómplötur árið 2020, annars vegar Peysur & Parruk með Gadus Morhua Ensemble og hins vegar smáskífuna Flowers of Evil með Dúplum Dúó. Hún hefur farið tónleikaferðir með nöfnu sinni Guðmundsdóttur og einnig með bresku hljómsveitinni Florence & The Machine sem söngkona og trompettleikari. Hún er meðlimur í Kaja Draksler Octett, Dúplum dúó, Gadus Morhua, Cauda Collective og Stirni Ensemble. Björk var valin Bjartasta Vonin Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 og var tilnefnd þar sem söngvari ársins árið 2021. Þá hefur hún tvívegis hlotið tilnefningu sem söngvari ársins á Grímuverðlaununum, 2019 og 2023. |
Gróa Margrét Valdimarsdóttir útskrifaðist 2006 með B. Mus gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands þar sem hún nam undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. Þaðan lá leið hennar til Þýskalands og síðar til Bandaríkjanna þar sem hún lauk M. Mus gráðu í sömu grein frá University of Illinois undir handleiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar. Þá stundaði hún nám við The Hartt School í Connecticut hjá Anton Miller og útskrifaðist árið 2011 með Graduate Professional Diploma og Artist Diploma vorið 2013.
Gróa Margrét hefur mikinn áhuga á flutningi nýrrar tónlistar og hafa nokkur verk verið tileinkuð henni sérstaklega. Einnig hefur hún áhuga og metnað fyrir upprunaflutningi barokktónlistar og kemur reglulega fram á tónleikum með hljómsveitum eins og Barokkbandinu Brák og Alþjóðlegu Barokksveitinni í Reykjavík. Hún leikur einnig með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Hljómsveit Íslensku Óperunnar. Gróa Margrét hefur lokið fimmta stigi í Suzukikennaranámi hjá Lilju Hjaltadóttur og kennir við Allegro tónlistarskólann og Tónlistarskólann á Akranesi. |
Að loknu námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík nam Eva Þyri Hilmarsdóttir hjá John Damgaard við Tónlistarháskólann í Árósum og lauk þar diploma og einleikaraprófi. Hún stundaði MA nám í meðleik við Royal Academy of Music í London og útskrifaðist með hæstu einkunn og hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi lokatónleika. Aðalkennari hennar þar var Michael Dussek.
Eva Þyri hefur verið virk í flutningi kammer- og ljóðatónlistar og komið fram með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins auk þess að hafa haldið einleikstónleika og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka á tónlistarhátíðum innan lands sem utan. Árið 2017 tók Eva Þyri þátt í nýstárlegri uppsetningu Íslensku Óperunnar á Mannsröddinni eftir Poulenc. Hún var í listrænu teymi tónleikaraðarinnar Ár íslenska sönglagsins í Salnum í Kópavogi veturinn 2022−23 og hún er annar stofnenda ljóðatónlistarhátíðarinnar Ljóðið lifi sem var haldin í annað sinn nú í vor í Hannesarholti. Geisladiskur hennar og Erlu Dóru Vogler Jórunn Viðar − Söngvar var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018. Eva Þyri starfar við Listaháskóla Íslands samhliða tónleikahaldi.
|
Tónleikasíður safnins á
íslensku og
ensku eru uppfærðar reglulega
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
Natural, Unnatural and Supernatural
Works by Icelandic composer Þórunn Guðmundsdóttir
in Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday July 30th
Erla Dóra Vogler mezzosoprano, Björk Níelsdóttir soprano,
Gróa Margrét Valdimarsdóttir violin and Eva Þyri
Hilmarsdóttir piano. The program can be devided into three categories.
Firstly, playful duets about summer, love and food to text by the composer. Secondly, songs for solo
voice e.g. to poems by Hannes Hafstein about loss and sorrow. Finally we will hear songs with
mythical texts from Icelandic folk tales, presumably by - or about - elves, ghosts
and trolls.
Þórunn Guðmundsdóttir has made a name for herself in recent years as a composer and writer. She graduated from the Reykjavík College of Music as a flutist and singer and continued her musical studies in Indiana University, USA, receiving her doctorate in singing and vocal studies. After returning home, she has had a successful career as a soloist, performing with the Iceland Symphony Orchestra, the Reykjavík Chamber Orchestra and various chamber ensembles and choirs. As a very successful teacher she has graduated a large number of singers.
Around the turn of the century, Þórunn took her first steps in composing, both music and theater texts, and she has since composed quite a few plays, musicals, operas and songs. Among her works are th plays Apples and Oaks and Sisters and the musicals Kolrassa, Gestagangur and Stund milil stríða, which was chosen as the most interesting amateur theater show in 2014 and was shown at the National Theater. Her work has been well received by critics and audiences alike. In 2022, the opera Mærþöll by Þórunn was performed under the direction of Bjarna Thor Kristinsson, and received highly praised reviews. Later that year, the music group Hnoðri í norðri toured the North Iceland performing the musical Ævintýri á aðventunni by Þórunn for elementary school children. |
Mezzo-soprano Erla Dóra Vogler grew up in East Iceland where she started her music studies. She graduated from the Reykjavík College of Music in 2007, where Þórunn Guðmundsdóttir was her main teacher, and was subsequently admitted to the Opera Department of the Conservatory of Music in Vienna. Among her teachers there were professor Orlowsky, Theimer and Bernhard Adler. She furthered her studies there, at the Department of Lieder and Oratorio, with Marjana Burgstaller-Lipovšek.
Erla Dóra’s repertoire spans both classical and lighter music. She has performed in numerous solo concerts, with orchestras, solo instruments and chamber orchestras, both in Iceland and Austria. As a skilled actress she has participated in operas, musicals and plays and has been actively managing many of them. Currently Erla Dóra is part of the music groups Tríó Akureyrar, Tríó Túnfífill and Hnoðri í norðri. In 2010 Erla Dóra and the Austrian pianist Doris Lindner released a CD with Icelandic songs − Víravirki. With pianist Eva Þyri Hilmarsdóttir she released a CD with works for solo voice and piano by the Icelandic female composer Jórunn Viðar which was nominated as the Album of the Year 2018 at the Icelandic Music Award. |
After studying classical singing with Þórunn Guðmundsdóttir at the Hafnarfjörður Music School Björk Níelsdóttir furthered her studies at the Conservatory of Amsterdam. In 2015 she received her master’s degree with the highest honors and also received special recognition for her artistic achievements.
Björk has performed in premieres of numerous operas, theatrical productions, and musical works in The Netherlands, Germany and Iceland. In 2020 she released two CD albums; Peysur & Parruk − the debut album of Gadus Morhua Ensemble, and the Dúplum Dúó’s mini-album Flowers of Evil. Björk is a member of the Kaja Draksler Octet, Dúplum Dúó, Gadus Morhua, Cauda Collective, and Stirni Ensemble. She has toured with Björk Guðmundsdóttir and Florence & The Machine as a vocalist and trumpet player. Björk was awarded the Brightest Hope at the Icelandic Music Awards in 2018 and was nominated as the Singer of the Year 2021 by the same institution. She has also been nominated twice, 2019 and 2023, as the Singer of the Year at Gríma the Icelandic performing arts award. |
Gróa Margrét Valdimarsdóttir graduated with a B. Mus degree in violin performance from the Iceland University of the Arts under the supervision of Auður Hafsteinsdóttir in 2006. She studied in Germany before moving to USA completing her M. Mus degree from the University of Illinois under the guidance of Sigurbjörn Bernharðsson. She also studied at The Hartt School in Connecticut with Anton Miller graduating in 2011 with a Graduate Professional Diploma and an Artist Diploma in 2013.
Gróa Margrét is a big advocate of new music, and several works have been specially dedicated to her. She has also great interest for the historically informed performance practice of baroque music and regularly performs in concerts with such bands, e.g. the Brák Baroque Band and the International Baroque Orchestra in Reykjavík. She frequently plays with the Icelandic Symphony Orchestra, the Northern Symphony Orchestra and the Orchestra of the Icelandic Opera. Gróa Margrét has completed Level 5 of the Suzuki Teacher's Course with Lilja Hjaltadóttir and teaches at Allegro Music School and the Akranes Music School. |
After graduating from the Reykjavík College of Music pianist Eva Þyri Hilmarsdóttir furthered her studies in Denmark, with prof. John Damgaard at the Royal Academy of Music in Aarhus, receiving an Advanced Soloist Diploma. Then she studied with Michael Dussek at the Royal Academy of Music in London and graduated from the MA Piano Accompaniment Course with Distinction and was awarded a DipRAM and the Christian Carpender Piano Prize for an outstanding final recital.
Eva Þyri is an active figure in the Icelandic music scene, taking avid interest in chamber music and lieder and has performed with some of the most outstanding Icelandic musicians. She has given solo recitals, performed with various orchestras and ensembles, and premiered numerous works by Icelandic and foreign composers. Eva Þyri was one of the leaders of The Year of Icelandic Song in Salurinn in Kópavogur in 2022-23 and the co-founder and pianist of a new annual Lieder-festival in Hannesarholt in Reykjavík Ljóðið lifi. Her CD with Erla Dóra Vogler Jórunn Viðar − Söngvar was nominated as the Album of the Year 2018 at the Icelandic Music Award. Eva Þyri teaches at the Iceland University of the Arts. |
These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have
become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall
of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos,
duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are
available at www.LSO.is in
English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
fréttatilkynningu lokið / end of release
|