Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 23. júlí 2024 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Guðrún og Fran­cisco
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Guðrún Jóhanna í síma 692 3664

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

„Hún er vorið“
Á næstu sumar­tón­leik­um Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar, þriðju­dags­kvöld­ið 23. júlí, flytja söng­konan Guð­rún Jó­hanna Ólafs­dótt­ir og spænski klass­íski gítar­leik­ar­inn Franc­isco Jav­ier Jáuregui ís­lensk og er­lend lög sem tengj­ast kon­um á einn eða ann­an hátt. Titill tón­leik­anna vísar í lagið „Hún er vor­ið“ eftir Hauk Tómas­son við ljóð Matt­hí­as­ar Jo­hannes­sen sem hefst svo: „Ég tala ekki um ald­ur við hana, hún sem spring­ur út hvern morg­un, eins og hún sé vor­ið sjálft.“
    Sum lög­in sem flutt verða eru sam­in af kon­um, önn­ur eru við ljóð eftir kon­ur, sum eru sam­in um kon­ur eða til­eink­uð þeim. Þar má heyra Vísur Vatns­enda-Rósu eftir Jón Ás­geirs­son, Maríu­kvæði eftir Atla Heimi Sveins­son, Þökk sé þessu lífi eftir Vio­letu Parra í þýð­ingu Þór­ar­ins Eld­járn, Alfonsina y el mar eftir Ariel Ramírez um skáld­kon­una Alfonsinu Storni, Madrid eftir Ólöfu Arn­alds, Adela eftir Joa­quín Rod­rigo, Síð­asti strætó fer kort­er í eitt eftir Guð­rúnu Jó­hönnu og Franc­isco Javier við sonn­ettu eftir Krist­ján Þórð Hrafns­son og ým­is önn­ur inn­blás­in lög og ljóð.
Guð­­rún Jó­hanna Ólafs­dótt­ir mezzó­sópran lauk söng­námi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík áður en hún fór til fram­halds­náms við Guild­hall School of Music and Drama í London, en þar lauk hún meistara­gráðu í söng og óperu­deild skól­ans.
    Guð­rún hefur sung­ið í merk­um tón­leika­söl­um svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Audi­torio Nac­ional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fíl­harm­óní­unn­ar og Belo­zelsky-Belo­zersky höll­inni í St. Péturs­borg, Coliseo í Buenos Aires, Wig­more Hall og Royal Fest­ival Hall í London og kom­ið fram með Sin­fóníu­hljóm­sveit­um Ís­lands, Madr­íd­ar, Bar­selóna, Kata­lóníu, Sjón­varps- og Útvarps­hljóm­sveit Spán­ar, Sin­fóníu­hljóm­sveit­inni í St. Péturs­borg og London Phil­harm­on­ic Or­che­stra. Guð­rún hef­ur sungið Rosinu, Komponist, Ingi­björgu og Prins Orlowsky við Ís­lensku óper­una, og einnig hefur hún sung­ið í óper­um á Spáni og Bret­landi. Guð­rún hef­ur unn­ið til margra verð­launa, þar á með­al Kath­leen Ferr­ier ljóða­söngs­verð­laun­anna í Wig­more Hall. Hún hefur sungið inn á sautján geisladiska.

Spænski gítar­leik­ar­inn og tón­skáld­ið Franc­isco Jav­ier Jáur­egui stund­aði gítar­nám í Los Ang­eles, Madrid og London, það­an sem hann út­skrif­að­ist með meistara­gráðu frá Guild­hall School of Music and Drama. Hann hefur kom­ið fram á tón­leik­um, bæði sem ein­leik­ari og flytj­andi kammer­tón­list­ar vítt og breitt um Evrópu, í Banda­ríkj­un­um, Afr­íku og Asíu. Hann hefur flutt gítar­kon­serta, með­al ann­ars eftir Vivaldi og Rod­rigo með sin­fóníu­hljóm­sveit­un­um Schola Camer­ata og Santa Cecilia á Spáni og Sonor Ensemble. Javier kem­ur reglu­lega fram með Elenu Jáuregui fiðlu­leik­ara sem Ron­ces­valles dú­óið og þau ásamt Guð­rúnu Jó­hönnu mynda Aglaia tríóið.
    Javier hefur tek­ið þátt í verk­efn­um í tón­listar­mennt­un á veg­um Wig­more Hall í London frá árinu 2001. Hann er einn stofn­enda og stjórn­enda Festi­val Inter­nacion­al de Música de Navarra (FIMNa) á Spáni. Hann kenndi klass­ísk­an gítar­leik við King's Col­lege og St. Louis Univ­ersity í Madríd, þar sem hann var yfirmað­ur tón­listar­deild­ar­inn­ar, áður en hann flutti til Íslands.

Guðrún Jó­hanna og Javier koma víða fram sem Duo Atlantico. Þau eru stofn­end­ur og list­ræn­ir stjórn­end­ur Söng­hátíðar í Hafnar­borg í Hafnar­firði. Ný­lega gáfu þau saman út disk­inn Atli Heim­ir Sveins­son − söng­lög með gítar.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 23rd 2024 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2024

Earlier concerts and events

Guðrún and Fran­cisco
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert gives:
Guðrún tel. (354) 692 3664

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

‘She is the Spring’
Next Summer Concert in Sigurjón Ólafsson Museum July 23rd 2024.
Icelandic singer Guð­rún Jó­hanna Ólafs­dóttir and Spanish clas­sical guitar­ist Francisco Javier Jáuregui per­form songs from Ice­land and other parts of the world, all of which are con­nect­ed to wo­men in one way or another. The title of the concert makes re­fer­ence to the song Hún er vorið (She is the Spring) by Haukur Tómas­son, written to a poem by Matt­hías Johannes­sen which begins: “I do not speak of age to her, who blos­soms every morn­ing, as if she were spring itself”.
    Some of the songs are com­posed by women or female poets. Others have women as their sub­ject matters or dedi­catee. The pro­gramme in­clud­es songs such as Vísur Vatns­enda-Rósu by Jón Ás­geirs­son, Maríu­kvæði by Atli Heim­ir Sveins­son, Gracias a la vida by Violeta Parra, Alfonsina y el mar by Ariel Ramírez (about the poetess Alfonsina Storni), Madrid by Ólöf Arnalds and Síðasti strætó fer korter í eitt composed by the per­formers them­selves.
Mezzo-soprano Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir com­plet­ed her Master of Music degree and the Opera Course at the Guild­hall School of Music and Drama in Lond­on.
    She has per­form­ed across Europe and in the USA, Latin America and Africa in such halls as Bozar’s Henry le Boeuf Hall in Brussels, Audi­torio Nac­ional de Música and Teatro Real in Madr­id, and the Royal Festi­val Hall in London. She has per­form­ed with the Ice­land Sym­phony Or­che­stra, the Bar­celona Sym­phony and Cata­lonia Nat­ional Or­che­stra, the Comm­unity of Madrid Or­che­stra, the St. Peters­burg State Sym­phony Or­che­stra and the Phil­harm­onia Or­che­stra in London.
    Guðrún has sung in baroque, class­ical, bel canto and con­temp­or­ary oper­as in Spain, the UK and Ice­land and has made re­cord­ings for 17 albums as well as for radio and TV, films and series. A ver­sat­ile re­cital­ist and an ex­pon­ent of new music, Guð­rún has of­fer­ed world premières of two opera roles and num­er­ous chamb­er music works by a numb­er of com­pos­ers of dif­ferent nation­alit­ies, who often have com­posed their works especi­ally for her.

Born in Oxford, Francisco Javier Jáuregui studi­ed clas­sical guitar in Los Angeles, Madrid, and at the Guild­hall School of Music and Drama in London, where he com­plet­ed his Master of Music degree.
    Francisco Javier has play­ed many re­citals both as a solo per­form­er and with different chamb­er com­binat­ions in Europe, USA, Africa and South-East Asia in venu­es such as the Saint Peters­burg Phil­harm­on­ic So­ciety Chamb­er (Glinka) Hall, St Martin-in-the-Fields, the Linbury Studio Theatre (Royal Opera House, Covent Garden), and the Audi­torio Nacion­al de Música de Madrid. Since 1997 he has per­formed with violinist Elena Jáuregui as the Roncesvalles Duo.
    A large part of the music that Francisco Javier per­forms is music that he has ar­ranged or com­pos­ed himself. He has also writt­en a numb­er of ar­range­ments and or­igin­al com­po­sit­ions for vari­ous chamb­er groups in­clud­ing Spanish chamb­er group Sonor Ensemble.

Guðrún Jóhanna and Francisco Javier appear frequently as Duo Atlantico and recently they released a CD with works by the Icelandic composer Atli Heimir Sveinsson. They are the founders and artistic directors of the annual Hafnarborg Songfest in Iceland.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release