Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld
23. júlí 2024 klukkan 20:30
Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum
Hvar er safnið?
Sumartónleikaröðin í heild
Fyrri tónleikar og viðburðir
|
Guðrún og Francisco |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd.
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna þegar hún er tilbúin.
Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Guðrún Jóhanna í síma 692 3664
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina
í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Hún er vorið
Á næstu
sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar,
þriðjudagskvöldið 23. júlí, flytja söngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og spænski klassíski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui íslensk og erlend lög sem tengjast konum á einn eða annan hátt. Titill tónleikanna vísar í lagið Hún er vorið eftir Hauk Tómasson við ljóð Matthíasar Johannessen sem hefst svo: Ég tala ekki um aldur við hana, hún sem springur út hvern morgun, eins og hún sé vorið sjálft.
Sum lögin sem flutt verða eru samin af konum, önnur eru við ljóð eftir konur, sum eru samin um konur eða tileinkuð þeim. Þar má heyra Vísur Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ásgeirsson, Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson, Þökk sé þessu lífi eftir Violetu Parra í þýðingu Þórarins Eldjárn, Alfonsina y el mar eftir Ariel Ramírez um skáldkonuna Alfonsinu Storni, Madrid eftir Ólöfu Arnalds, Adela eftir Joaquín Rodrigo, Síðasti strætó fer korter í eitt eftir Guðrúnu Jóhönnu og Francisco Javier við sonnettu eftir Kristján Þórð Hrafnsson og ýmis önnur innblásin lög og ljóð.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran lauk söngnámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áður en hún fór til framhaldsnáms við Guildhall School of Music and Drama í London, en þar lauk hún meistaragráðu í söng og óperudeild skólans.
Guðrún hefur sungið í merkum tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar og Belozelsky-Belozersky höllinni í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires, Wigmore Hall og Royal Festival Hall í London og komið fram með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Madrídar, Barselóna, Katalóníu, Sjónvarps- og Útvarpshljómsveit Spánar, Sinfóníuhljómsveitinni í
St. Pétursborg og London Philharmonic Orchestra.
Guðrún hefur sungið Rosinu, Komponist, Ingibjörgu og Prins Orlowsky við Íslensku óperuna, og einnig hefur hún sungið í óperum á Spáni og Bretlandi. Guðrún hefur unnið til margra verðlauna, þar á meðal Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunanna í Wigmore Hall. Hún hefur sungið inn á sautján geisladiska.
Spænski gítarleikarinn og tónskáldið
Francisco Javier Jáuregui stundaði gítarnám í Los Angeles, Madrid og London, þaðan sem hann útskrifaðist með meistaragráðu frá Guildhall School of Music and Drama. Hann hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar vítt og breitt um Evrópu, í Bandaríkjunum, Afríku og Asíu. Hann hefur flutt gítarkonserta, meðal annars eftir Vivaldi og Rodrigo með sinfóníuhljómsveitunum Schola Camerata og Santa Cecilia á Spáni og Sonor Ensemble. Javier kemur reglulega fram með Elenu Jáuregui fiðluleikara sem Roncesvalles dúóið og þau ásamt Guðrúnu Jóhönnu mynda Aglaia tríóið.
Javier hefur tekið þátt í verkefnum í tónlistarmenntun á vegum Wigmore Hall í London frá árinu 2001. Hann er einn stofnenda og stjórnenda Festival Internacional de Música de Navarra (FIMNa) á Spáni. Hann kenndi klassískan gítarleik við King's College og St. Louis University í Madríd, þar sem hann var yfirmaður tónlistardeildarinnar, áður en hann flutti til Íslands.
Guðrún Jóhanna og Javier koma víða fram sem Duo Atlantico.
Þau eru stofnendur og listrænir stjórnendur
Sönghátíðar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Nýlega gáfu þau saman út diskinn Atli Heimir Sveinsson − sönglög með gítar.
Tónleikasíður safnins á
íslensku og
ensku eru uppfærðar reglulega
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
She is the Spring
Next Summer Concert in Sigurjón Ólafsson Museum July 23rd 2024.
Icelandic singer Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir and Spanish classical guitarist Francisco Javier Jáuregui perform songs from Iceland and other parts of the world, all of which are connected to women in one way or another. The title of the concert makes reference to the song Hún er vorið (She is the Spring) by Haukur Tómasson, written to a poem by Matthías Johannessen which begins: I do not speak of age to her, who blossoms every morning, as if she were spring itself.
Some of the songs are composed by women or female poets. Others have women as their subject matters or dedicatee. The programme includes songs such as Vísur Vatnsenda-Rósu by Jón Ásgeirsson, Maríukvæði by Atli Heimir Sveinsson, Gracias a la vida by Violeta Parra, Alfonsina y el mar by Ariel Ramírez (about the poetess Alfonsina Storni), Madrid by Ólöf Arnalds and Síðasti strætó fer korter í eitt composed by the performers themselves.
Mezzo-soprano Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir completed her Master of Music degree and the Opera Course at the Guildhall School of Music and Drama in London.
She has performed across Europe and in the USA, Latin America and Africa in such halls as Bozar’s Henry le Boeuf Hall in Brussels, Auditorio Nacional de Música and Teatro Real in Madrid, and the Royal Festival Hall in London. She has performed with the Iceland Symphony Orchestra, the Barcelona Symphony and Catalonia National Orchestra, the Community of Madrid Orchestra, the St. Petersburg State Symphony Orchestra and the Philharmonia Orchestra in London.
Guðrún has sung in baroque, classical, bel canto and contemporary operas in Spain, the UK and Iceland and has made recordings for 17 albums as well as for radio and TV, films and series. A versatile recitalist and an exponent of new music, Guðrún has offered world premières of two opera roles and numerous chamber music works by a number of composers of different nationalities, who often have composed their works especially for her.
Born in Oxford, Francisco Javier Jáuregui studied classical guitar in Los Angeles, Madrid, and at the Guildhall School of Music and Drama in London, where he completed his Master of Music degree.
Francisco Javier has played many recitals both as a solo performer and with different chamber combinations in Europe, USA, Africa and South-East Asia in venues such as the Saint Petersburg Philharmonic Society Chamber (Glinka) Hall, St Martin-in-the-Fields, the Linbury Studio Theatre (Royal Opera House, Covent Garden), and the Auditorio Nacional de Música de Madrid. Since 1997 he has performed with violinist Elena Jáuregui as the Roncesvalles Duo.
A large part of the music that Francisco Javier performs is music that he has arranged or composed himself. He has also written a number of arrangements and original compositions for various chamber groups including Spanish chamber group Sonor Ensemble.
Guðrún Jóhanna and Francisco Javier appear frequently as Duo Atlantico and recently they released a CD with works by the Icelandic composer Atli Heimir Sveinsson. They are the founders and artistic directors of the annual Hafnarborg Songfest in Iceland.
These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have
become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall
of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos,
duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are
available at www.LSO.is in
English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
fréttatilkynningu lokið / end of release
|