Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 16. júlí 2024 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Þór­hild­ur, Emma og Sól­rún
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Sólrún Ylfa í síma 662 0163
Þórhildur í síma 895 1312
Emma í síma 783 4883

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Fugla­söngur og sere­nöður
Þriðjudagskvöldið 16. júlí leik­ur Tríó Sól fjöl­breytt kammer­verk fyrir tvær fiðl­ur og ví­ólu á sumar­tón­leik­um Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar. Nefna þær dagskrána „Fugla­söngur og sere­nöður“.
    Tríó Sól skipa fiðlu­leik­ar­arn­ir Emma Garðars­dótt­ir og Sól­rún Ylfa Ingi­mars­dótt­ir og Þór­hild­ur Magnús­dótt­ir víólu­leik­ari. Stofn­uðu þær tríó­ið sum­ar­ið 2020 með­an þær voru allar við nám í Kaup­manna­höfn. Síð­an þá hef­ur tríó­ið kom­ið fram á fjölda tón­leika bæði á Ís­landi og í Dan­mörku. Tríó Sól legg­ur áherslu á sam­tíma- og þjóð­laga­tónlist en tón­verka­róf­ið fyr­ir þessa hljóð­færa­sam­setn­ingu er held­ur tak­mark­að. Tríó­ið flyt­ur því gjarn­an óþekkt tón­verk, eig­in út­setn­ing­ar og ný­smíð­ar. Á þess­um tón­leik­um flytja þær verkið O3, sem Ingi­björg Ýr Skarp­héð­ins­dótt­ir samdi fyrir tríó­ið í fyrra, ásamt verk­um eftir Lud­wig van Beet­hoven, Max Reg­er og Zolt­án Kod­ály.
Emma Garðars­dótt­ir (1998) hóf fiðlu­nám árið 2001 í Tón­skóla Sigur­sveins þar sem hún lærði meðal annars hjá Auði Haf­steins­dótt­ur. Síðar var för­inni heit­ið til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hún lauk bakka­lár- og meistara­prófi frá Kon­ung­lega danska tón­listar­háskól­an­um með Elisa­beth Zeut­hen Schneid­er og Fred­erik Øland sem leið­bein­end­ur. Emma er virk­ur kammer­tón­listar­mað­ur og leik­ur einn­ig mik­ið í sin­fóníu­hljóm­sveit­um. Hún er með­lim­ur í Lumbye hljóm­sveitar­aka­dem­íu Fíl­harmóníu­sveit­ar Kaup­manna­hafn­ar með Jordi Rod­riguez Cayu­elas sem leið­bein­anda.

Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir (1996) lauk fram­hald­sprófi á fiðlu úr Tón­skóla Sigur­sveins vorið 2016. Þá lá leið­in í Lista­háskóla Ís­lands þar sem hún lærði hjá Auði Haf­steins­dótt­ur, áð­ur en hún flutt­ist til Kaup­manna­hafn­ar 2019 til að læra hjá Alex­andre Zap­olski í Kon­ung­lega danska tón­listar­háskól­an­um. Það­an lauk hún bakka­lár­prófi vorið 2021 og meistara­prófi 2023. Hún er nú bú­sett í Kaup­manna­höfn og leik­ur með ýms­um hljóm­sveit­um í Dan­mörku, Ís­landi, Fær­eyj­um og Sví­þjóð.

Þórhildur Magnúsdóttir víólu­leik­ari er fædd í Reykja­vík árið 1999. Hún stund­ar meistara­nám við Kon­ung­lega danska tón­listar­háskól­ann í Kaup­manna­höfn þar sem kenn­ar­ar henn­ar hafa verið Lars And­ers Tomt­er, Tim Fred­erik­sen og As­bjørn Nør­gaard, víólu­leikari Danska strengja­kvart­etts­ins. Þór­hild­ur er virk­ur kammer­músík­ant og er með­al annars með­lim­ur í kammer­sveit­inni Elju en hef­ur einn­ig kom­ið fram sem ein­leikari með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands.

Tríó Sól: Emma, Sólrún og Þórhildur kynnt­ust ung­ar í Suzuki-fiðlu­hópi í Tón­skóla Sigur­sveins og hafa spil­að sam­an alla tíð, en mynd­uðu kammer­hópinn Tríó Sól sumar­ið 2020 með­an þær voru í námi í Kaup­manna­höfn. Tríó­ið hefur með­al ann­ars feng­ið leið­sögn hjá Elisa­beth Schneid­er, Tim Fred­erik­sen og með­lim­um Danska strengja­kvart­etts­ins. Árið 2024 er Tríó Sól hluti af VÆKST resi­dens­íunni fyrir kammer­hópa í Musik­huset á vegum Art Music Denmark þar sem tríóið mun vinna að nýj­um tón­verk­um í sam­starfi við ýmis tón­skáld.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 16th 2024 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2024

Earlier concerts and events

Þór­hild­ur, Emma and Sól­rún
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert give:
Sólrún Ylfa tel. (354) 662 0163
Þórhildur tel. (354) 895 1312
Emma tel. (354) 783 4883

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Birdsong and Serenades
Tríó Sól performs chamber music for two violins and viola in the Sigurjón Ólafsson Museum.
Trio Sol; violonists Emma Garðars­dótt­ir and Sól­rún Ylfa Ingi­mars­dótt­ir with violist Þór­hild­ur Magnús­dótt­ir formed the chamber group Tríó Sól in the summer of 2020 while studying in Copenhagen. The Trio has performed at numerous concerts both in Iceland and in Denmark focusing on contemporary and folk music. Since the repertoire for this combination of instruments is rather limited the trio frequently performs its own arrangements as well as new compositions. That includes the work O3, by the Icelandic composer Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, which will be on the evening’s program along with works by L.v. Beethoven, Kodály and Reger.
Emma Garðarsdóttir (1998) started her violin studies in 2001 at Sigursveinn’s School of Music where she graduated with Auður Hafsteinsdóttir as her main teacher. Emma received her bachelor's and master's degrees from the Royal Danish Academy of Music where her main teachers were Elisabeth Zeuthen Schneider and Frederik Øland. She is an active chamber musician who also plays frequently in symphony orchestras and is an academist at Copenhagen Philharmonic's Lumbye Academy, where Jordi Rodriguez Cayuelas is her mentor.

Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir (1996) studied violin in Sigursveinn's School of Music and the Iceland Academy of the Arts, where she studied with Auður Hafsteinsdóttir. In 2019 she moved to Copenhagen to study with Alexandre Zapolski at the Royal Danish Academy of Music. Sólrún completed her bachelor's degree in the spring of 2021 and her master's degree in 2023. Based in Copenhagen, she is currently a freelance violinist in various orchestras in Denmark, Iceland, the Faroe Islands and Sweden.

Þórhildur Magnúsdóttir is a violist born in Reykjavík in 1999. She is in her master's studies at the Royal Danish Academy of Music in Copenhagen, where her teachers have been Lars Anders Tomter, Tim Frederiksen and Asbjørn Nørgaard; the violist of the Danish String Quartet. Þórhildur is an active chamber musician and a member of Elja ensemble, and has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra.


These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release