Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Fuglasöngur og serenöður Þriðjudagskvöldið 16. júlí leikur Tríó Sól fjölbreytt kammerverk fyrir tvær fiðlur og víólu á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Nefna þær dagskrána Fuglasöngur og serenöður. Tríó Sól skipa fiðluleikararnir Emma Garðarsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir víóluleikari. Stofnuðu þær tríóið sumarið 2020 meðan þær voru allar við nám í Kaupmannahöfn. Síðan þá hefur tríóið komið fram á fjölda tónleika bæði á Íslandi og í Danmörku. Tríó Sól leggur áherslu á samtíma- og þjóðlagatónlist en tónverkarófið fyrir þessa hljóðfærasamsetningu er heldur takmarkað. Tríóið flytur því gjarnan óþekkt tónverk, eigin útsetningar og nýsmíðar. Á þessum tónleikum flytja þær verkið O3, sem Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir samdi fyrir tríóið í fyrra, ásamt verkum eftir Ludwig van Beethoven, Max Reger og Zoltán Kodály. Emma Garðarsdóttir (1998) hóf fiðlunám árið 2001 í Tónskóla Sigursveins þar sem hún lærði meðal annars hjá Auði Hafsteinsdóttur. Síðar var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk bakkalár- og meistaraprófi frá Konunglega danska tónlistarháskólanum með Elisabeth Zeuthen Schneider og Frederik Øland sem leiðbeinendur. Emma er virkur kammertónlistarmaður og leikur einnig mikið í sinfóníuhljómsveitum. Hún er meðlimur í Lumbye hljómsveitarakademíu Fílharmóníusveitar Kaupmannahafnar með Jordi Rodriguez Cayuelas sem leiðbeinanda. Tónleikasíður safnins á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
Birdsong and Serenades Tríó Sól performs chamber music for two violins and viola in the Sigurjón Ólafsson Museum. Trio Sol; violonists Emma Garðarsdóttir and Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir with violist Þórhildur Magnúsdóttir formed the chamber group Tríó Sól in the summer of 2020 while studying in Copenhagen. The Trio has performed at numerous concerts both in Iceland and in Denmark focusing on contemporary and folk music. Since the repertoire for this combination of instruments is rather limited the trio frequently performs its own arrangements as well as new compositions. That includes the work O3, by the Icelandic composer Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, which will be on the evening’s program along with works by L.v. Beethoven, Kodály and Reger. Emma Garðarsdóttir (1998) started her violin studies in 2001 at Sigursveinn’s School of Music where she graduated with Auður Hafsteinsdóttir as her main teacher. Emma received her bachelor's and master's degrees from the Royal Danish Academy of Music where her main teachers were Elisabeth Zeuthen Schneider and Frederik Øland. She is an active chamber musician who also plays frequently in symphony orchestras and is an academist at Copenhagen Philharmonic's Lumbye Academy, where Jordi Rodriguez Cayuelas is her mentor. These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic. Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Geirfinnur Jónsson Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS fréttatilkynningu lokið / end of release |