Fréttatilkynning um tónleika − English below − skoða í vafra

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 9. júlí 2024 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Einar og Alessandra
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Einar Jóhannesson í síma 891 7498

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Draumur, saumur og dans
Einar Jó­hannes­son klarí­nettu­leik­ari og Ales­sandra Pomp­ili píanó­leikari leika rómantísk tónverk­ hjón­anna Clöru og Rob­ert Schu­mann og sam­tíma­manns þeirra, Nor­bert Burg­mül­ler. Einnig flytja þau nýrri verk, m.a. glæ­nýtt verk eftir John Speight sem hann nefnir Bútasaum. Tónverk eftir enska tón­skáld­ið, list­mál­ar­ann og rit­höf­und­inn Thom­as Pit­field mun þá heyrast í fyrsta skipti hérlendis og ung­versk­ur dans hnýt­ir svo loka­hnút­inn á tón­leik­ana.
Einar Jóhannes­son fæddist í Reykja­vík og lærði á klarínettu við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík hjá Gunn­ari Egil­son og síð­ar við The Royal Col­lege of Music í Lond­on hjá Bern­ard Walt­on og John McCaw. Þar hlotn­uð­ust hon­um hin virtu Fred­er­ick Thurst­on verð­laun sem veitt eru í minn­ingu þess áhrifa­mikla enska klarínettu­leik­ara. Árið 1976 vann Einar sam­keppni í Lond­on um að taka þátt í verk­efn­inu Live Music Now sem Sir Yehudy Men­uhin stofn­aði og gaf ungu tón­listar­fólki tæki­færi til að halda tón­leika víða um Eng­land. Þrem­ur ár­um síð­ar hlaut hann Sonn­ing verð­laun­in dönsku sem veitt voru ungu nor­rænu tón­listar­fólki. Ís­lensk tón­skáld hafa verið dug­leg við að semja verk handa Einari og hef­ur hann komið fram á tón­listar­há­tíð­um um all­an heim sem ein­leik­ari og flytj­andi í kammer­músík.
    Ein­ar var leið­andi klarínettu­leik­ari í Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands í rúma þrjá ára­tugi, frá 1980 til 2012. Hann er einn af stofn­end­um Blásara­kvint­etts Reykja­vík­ur og er fé­lagi í miðalda­söng­hópn­um Voces Thules.

Alessandra Pompili fædd­ist í Róm og nam þar píanó­leik undir hand­leiðslu hins virta Argent­íska píanó­leik­ara og tón­skálds Sergio Cal­ligar­is og út­skrif­að­ist með láði frá L’Aquila Tón­listar­akademí­unni. Það­an hélt hún til Par­ísar og nam hjá Arnaldo Graz­iosi og Mar­cella Crud­eli við École Norm­ale de Mus­ique og lauk því námi einn­ig með láði. Hún gaf sér tíma eftir það til að sinna öðr­um áhuga­mál­um og hóf nám í lista­sögu og forn­leifa­fræði. Síð­an fór hún til Eng­lands og lauk meistara­námi í forn­leifa­fræði við Manch­ester Uni­ver­si­ty. Hún lauk svo doktors­námi við sama skóla í lista­sögu og forn­leifa­fræði.
    Alessandra er staðar­pían­isti hjá Dante Alig­hieri fé­lag­inu í Manch­ester og hef­ur ný­lega ver­ið ráð­in sem tón­listar­ráð­gjafi hjá Mirak kammer­músík­fé­lag­inu í Arling­ton í Banda­ríkj­un­um. Hún hefur víða hald­ið tón­leika með­al ann­ars á Ítalíu, Bret­landi, Ung­verja­landi, Ís­landi, Þýska­landi, Pól­landi og í Banda­ríkju­n­um.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum View in browser

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 9th 2024 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2024

Earlier concerts and events

Einar and Alessandra
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert gives:
Einar Jóhannesson tel (354) 891 7498

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Dream, Seam and Dance
Einar Jó­hannes­­son clarinett and Ales­sandra Pomp­­ili piano.
A wind­ow into the rom­­ant­­ic, dream­like world of the 19th cent­ury will be op­en­ed with works by Rob­ert and Clara Schu­mann and their gift­ed friend and con­temp­or­ary, Nob­ert Burg­müll­er, who died tragic­ally at the age of 26. Then more mod­ern works will be heard, for ex­ample a brand new piece by John Speight, nam­ed Patch­work and also music by the English com­pos­er and poly­math Thom­as Pit­field. A colour­ful Hung­ar­ian dance will bring the pro­gramme to a close.
Einar Jóhannesson was born in Reykja­vík and stud­ied the clar­inet at the Reykja­vík Col­lege of Music with Gunnar Egil­son and The Royal Col­lege of Music in London with Bern­ard Walt­on and John McCaw. There he won the co­vet­ed Thurst­on prize, award­ed in the mem­ory of the great Engl­ish clar­inet­tist. In 1976 Einar won a com­pe­tit­ion to par­tici­pate in Sir Yehudi Menu­hin’s Live Music Now, and three years lat­er he was award­ed the Sonn­ing Prize for young Nord­ic Solo­ists. He has ap­pear­ed as solo­ist and chamb­er musi­cian all over the world and re­cord­ed for vari­ous radio and tele­vis­ion net­works, often pre­sent­ing piec­es especi­ally writt­en for him. Ein­ar was the prin­ci­pal clar­inet with the Ice­land Sym­phony Orc­hestra from 1980 until 2012. He is one of the found­ing memb­ers of the inter­national­ly reco­gniz­ed ensemble The Reykja­vík Wind Quint­et. He also sings with Voces Thules, a group of six male sing­ers special­izi­ng in medi­eval Ice­land­ic church music.

Alessandra Pompili was born in Rome and stud­ied with cele­brat­ed Argent­­in­­ian pian­ist and com­pos­er Sergio Cal­ligar­is. Under his guid­ance she grad­uat­ed with the high­est mark at L’Aquila Con­serva­to­ire. She then mov­ed on to Paris to study with Arnaldo Graz­iosi and Mar­cella Crud­eli at the École Norm­ale de Mus­ique de Paris, again pass­ing cum laude. At this point she found enough time for her oth­er int­er­ests: the hist­ory of art and archaeo­logy. At Manch­ester Uni­ver­sity she gain­ed her Mast­ers de­gree in archaeo­logy and Doc­toral de­gree in the Hist­ory of Art and Archae­logy. She is now an Honor­ary Teach­ing Fel­low at Man­chest­er Uni­ver­sity.
    Alessandra is the pian­ist-in-resi­dence of the Dante Aligh­ieri Soci­ety in Man­chest­er and has re­cently be­come the music ad­visor of the Mirak Chamber Music Series in Ar­lingt­on, USA. She has per­form­ed for years as a solo­ist to critical and public ac­claim in Italy, The Unit­ed King­dom, Hung­ary, Ice­land, Germ­any, Po­land and the USA.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release