Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld
2. júlí 2024 klukkan 20:30
Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum
Hvar er safnið?
Sumartónleikaröðin í heild
Fyrri tónleikar og viðburðir
|
Freyr og Arnaldur |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd.
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna þegar hún er tilbúin.
Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Freyr Sigurjónsson í síma 834 1244
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina
í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Ómur úr suðri
Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
hefjast næsta þriðjudagskvöld og telst þetta vera
þrítugasta og fjórða sumarið sem þeir eru haldnir.
Eins og fyrr er höfuðáhersla lögð á klassíska
tónlist í bland við nútímaverk. Á þessum
sjö tónleikum sumarsins
má heyra allar kynslóðir tónlistarmanna flytja
ákaflega fjölbreytt úrval tónverka, þekkt
verk sem óþekkt, og þónokkur sem heyrast í
fyrsta skipti.
Á fyrstu tónleikum sumarsins, sem ber
fyrirsögnina Ómur úr suðri, leika þeir Freyr
Sigurjónsson flautuleikari og Arnaldur Arnarson
gítarleikari tónlist eftir ítalskt, austurrískt
og suður-Amerísk tónskáld. Þeir Freyr og Arnaldur eiga það sameiginlegt að hafa stundað framhaldsnám
í Englandi, en unnið mest af sínum starfsaldri á
Spáni.
Að loknu námi við Tónlistarskólann í Reykjavík stundaði Freyr Sigurjónsson framhaldsnám við Royal Northern College of Music (RNCM) í Manchester undir leiðsögn m. a. Trevor Wye, William Bennett og Patricia Morris. Að loknu diplomaprófi árið 1982 var hann ráðinn fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao á Spáni og starfaði þar óslitið í 40 ár. Freyr hefur leikið með hljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu og í Japan, bæði sem einleikari og fyrsti flautuleikari til dæmis með útvarpshljómsveitinni í Madrid og kammersveitinni Moskvu Virtuosi. Í október 2020 flutti hann, ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Bilbao, flautukonsert Jóns Ásgeirssonar sem tónskáldið hafði samið árið 1999 og tileinkað Frey.
Freyr er eftirsóttur kennari og hefur kennt á fjölmörgum námskeiðum á Spáni og einnig Trinity Laban tónlistarháskólann í Greenwich á Englandi. Sem prófessor við J.C. Arriaga tónlistarháskólann í Bilbao var Frey falið að setja saman kennsluskrá fyrir nám í þverflautuleik frá grunnnámi til útskriftar á háskólastigi.
Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð tíu ára að aldri. Hann lærði síðan hjá Gunnari H. Jónssyni við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan námi vorið 1977. Framhaldsnám stundaði hann á Englandi og á Spáni og voru helstu kennarar hans Gordon Crosskey, John Williams, George Hadjinikos og José Tomás. Árið 1992 hlaut hann fyrstu verðlaun í XXI alþjóðlegu Fernando Sor gítarkeppninni í Róm og skipaði það, ásamt einleikstónleikum á Listahátíð í Reykjavík sama ár, Arnaldi á bekk með fremstu tónlistarmönnum Íslands.
Arnaldur hefur oft komið fram á Íslandi og haldið tónleika víðar í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Síðustu fjóra áratugi hefur hann stundað kennslu og verið aðstoðarskólastjóri við Escola Luthier de Música i Dansa í Barcelona. Hann hefur haldið námskeið í tónlistarflutningi víða um heim og setið í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Undanfarin ár hefur hann starfað reglulega á Íslandi við kennslu og tónleikahald.
Tónleikasíður safnins á
íslensku og
ensku eru uppfærðar reglulega
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
View in browser
Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
Sounds from the South
Sigurjón Ólafsson Museum’s Summer Concerts Series will start its 34th summer
cycle next Tuesday, July 2nd. The concert series feature classical and
contemporary music and have been a benchmark for cultural
activity in Reykjavík over the last decades.
In this first concert Sounds from the South flutist Freyr
Sigurjónsson and guitarist Arnaldur Arnarson
will perform
works by Mario Castelnuovo-Tedesco, Franz Schubert, Celso Machado and
Máximo Diego Pujol. The performers, both Icelandic,
furthered their music studies in England and upon graduation have
lived and worked in Spain.
Freyr Sigurjónsson furthered his studies in Manchester at the Royal Northern College of Music. Among his teachers were Trevor Wye, William Bennet and Patricia Morris. In 1982 Freyr became the solo flutist of the Bilbao Symphony Orchestra in Spain. He has performed with ensembles and orchestras all over Spain both as a soloist and as a guest principal flute, e.g. with Madrid Radio Orchestra and the Moscow Virtuosi. The Icelandic composer Jón Ásgeirsson wrote a concert for Freyr in 1999 which he performed in 2020 with the Bilbao Symphony Orchestra.
Freyr has held many master-classes in Spain and in England, and as a professor at the J.C. Arriaga Conservatory in Bilbao he was commissioned to create a program for the flute studies from grade one to university level.
Arnaldur Arnarson was born in Reykjavík in 1959. He has studied music in Sweden, Iceland, England and Spain with teachers and professors Gunnar H. Jónsson, Gordon Crosskey, John Williams, George Hadjinikos and José Tomás. After taking the first prize in the XXI Fernando Sor International Guitar Competition in Rome in 1992 he has been considered one of Iceland’s foremost instrumentalists.
Arnaldur has performed widely in Europe, Australia, Latin America and the USA. The last four decades he has been the co-principal and guitar teacher at the Luthier School of Music and Dance in Barcelona. He regularly gives master classes and has been a jury member in music competitions around the world. Recently he has been teaching and giving concerts in his home country, Iceland.
These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have
become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall
of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos,
duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are
available at www.LSO.is in
English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
fréttatilkynningu lokið / end of release
|