29. mars 2024. Fréttatilkynning frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
|
Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. apríl 2024 |
|
Þura og valinkunnir gestir hennar bjóða upp á notalega
tónlist sem spannar yfir hundrað ár í sögu
tónlistarinnar, allt frá Edward Elgar til Braga Valdimars.
Kunnugleg tónlist og íslenskir textar eru í fyrirrúmi,
létt stemning, samsöngur, sögur, hlátur og grátur.
Efnisskrá að mestu sú sama og á tónleikum Þuru í
febrúar síðastliðnum, ögn vorlegri.
Þar syngja Þura − Þuríður Sigurðardóttir,
Berglind Björk Jónasdóttir og Sigurður Helgi
Pálmason við undirleik Láru Bryndísar
Eggertsdóttur píanóleikara, Hlífar
Sigurjónsdóttur fiðluleikara, Bjarna
Sveinbjörnssonar kontrabassaleikara og Péturs
Grétarssonar slagverksleikara.
Forsala aðgangs er í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar en það er opið laugardaga og
sunnudaga milli 13 og 17. Aðgangseyrir er 4000 krónur
og tekið við öllum algengustu greiðslukortum.
Húsið er opnað 19:15 og tónleikarnir hefjast
klukkan 20:00.
HEIMA OG HEIMAN nefnist sýning á málverkum
Þuru í efri sal safnsins og lýkur henni
12. maí. Hún verður með leiðsögn um
sýninguna sunnudaginn 14. apríl klukkan 15:30. Ekki er unnt að hafa
sýninguna opna tónleikakvöldin.
|
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið laugardaga og sunnudaga
milli 13 og 17 fram til 12. maí að undantekinni páskahelginni.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
• Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906
• LSO(at)LSO.is
www.LSO.is |
|