Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 02.04.24





Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer leika Brot úr þriggja alda sögu fiðlu­dúós­ins í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­dags­kvöld­ið 9. apríl klukkan 20:00


Dúó Landon varð til þeg­ar hinn þekkti fiðlu- og bogas­miður Christ­ophe Land­on bað þau Hlíf Sigur­jóns­dótt­ur og Hjör­leif Vals­son, sem bæði leika á fiðl­ur sem hann hefur smíð­að, að hljóð­rita 44 Dúó eftir Béla Bart­ók inn á geisla­disk til kynn­ing­ar á hljóð­fær­um sín­um. Tón­listar­gagn­rýn­andi Morgun­blaðs­ins gaf þeim disk fimm stjörn­ur með orð­un­um „Þjóð­leg inn­lif­un á heims­mæli­kvarða“. Geisla­disk­ur­inn var endur­út­gef­inn hjá MSR-Class­ics í Banda­ríkj­un­um árið 2012.
    Í fram­haldi af góð­um við­tök­um þess disks var haf­in leit að tón­verk­um fyrir tvær fiðl­ur eft­ir ís­lensk tón­skáld, en þessi hljóð­færa­skip­an er vin­sæl á megin­landi Evr­ópu og hafa mörg tón­skáld sam­ið önd­veg­is verk fyrir hana. Að­eins fund­ust tón­verk þriggja tón­skálda fyrir þessa skip­an, þeirra Þor­kels Sigur­björns­son­ar, Elí­as­ar Davíðs­son­ar og Finns Torfa Stefáns­son­ar. Duo Landon, nú skip­að Hlíf og Mart­in Frew­er, bað því þrjú ís­lensk tón­skáld, þau Hildi­gunni Rúnars­dótt­ur, Atla Heimi Sveins­son og Jón­as Tómas­son að semja hvert sitt tón­verk og urðu þau góð­fús­lega við því. Öll þessi tón­verk voru hljóð­rit­uð og gef­in út á geisla­disk­in­um „Ice­landic Violin Duos“. Hlaut sá disk­ur einnig fimm stjörn­ur hjá gagn­rýn­anda Morgun­blað­ins og CD Hotlist í Banda­ríkj­un­um valdi disk­inn á CD HotList í júlí 2013.
    Síð­an þá hef­ur dúó­ið hald­ið fjölda tón­leika og leik­ur Mart­in jöfn­um hönd­um á fiðlu og víólu. Efnis­skrá þess­ara tón­leika teig­ir sig allt aft­ur til fyrri hluta 18. ald­ar, en elsta verk­ið er í síð­barr­okk stíl, Són­ata í D dúr eft­ir Jean Marie Le­clair og eft­ir ann­að mið­evr­ópskt verk, Con­cert­ant Duo eftir Charl­es Aug­uste de Ber­iot verða leik­in ís­lensk verk eft­ir Þor­kel Sigur­björns­son, Hildi­gunni Rúnars­dótt­ur og Mart­in Frew­er. Einn­ig verða leik­in nokk­ur af þeim þing­eysku fiðlu­lög­um sem Páll H. Jóns­son skráði og Mart­in hefur út­sett fyrir tvær fiðl­ur.

Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaup­manna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meist­ara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indiana og Toronto og Lista­skól­ann í Banff í Kletta­fjöll­um Kan­ada. Einn­ig nam hún hjá Gerald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynnt­ist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tuttug­ustu aldar­inn­ar, þar á meðal William Prim­rose, Zolt­an Szek­ely, Gy­örgy Sebök, Rucc­iero Ricci og Igor Oist­rach. Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leik­ið með sin­fóníu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkjun­um og Kanada.
    Haustið 2014 kom geisla­diskur­inn DIA­LOGUS út hjá MSR Classics í Banda­ríkj­un­um með ein­leiks­verk­um í hennar flutn­ingi, sem sam­in hafa verið sér­stak­lega fyrir hana. Maria Nockin, gagn­rýn­andi Fan­fare Maga­zine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“. Síðar endur­útgaf sama útgáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá árinu 2008, þar sem hún lék allar són­ötur og part­ít­ur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Jo­hann Sebast­ian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof gagn­rýn­enda.
    Hlíf er annt um ísl­enska menn­ingu og sögu klass­ískr­ar tón­list­ar á Ís­landi og sá til dæmis um út­gáfu geisla­­disks 2020 með fiðlu­leik Björns Ólafs­son­ar úr fór­um RÚV og hefur staðið fyrir tón­leik­um þar sem leik­nar voru gaml­ar sögulegar upp­tök­ur, sem að henn­ar undir­lagi voru yfir­færð­ar og hljóð­hreins­að­ar af þessu til­efni. Hlíf hef­ur ver­ið um­sjónar­mað­ur Sumar­tón­leika Lista­safns Sigur­jóns frá upp­hafi.

Martin Frewer fædd­ist í bæn­um Dart­ford í út­hverfi Lund­úna og hóf að læra á píanó sex ára gam­all í Dorset og nokkru síðar einnig á fiðlu. Hann stund­aði nám í Ox­ford Uni­ver­sity, það­an sem hann út­skrif­að­ist með gráðu í stærð­fræði, en sam­tímis sótti hann fiðlu­tíma hjá Yfrah Nea­man. Eft­ir út­skrift frá Ox­ford hélt hann áfram fiðlu­námi í Guild­hall School of Music & Drama í Lond­on hjá Yfrah Nea­man og lærði þá einn­ig á víólu hjá Nannie Jaimes­on. Mart­in hefur sótt tíma og tekið þátt í opnum kennslu­stund­um hjá Igor Ozim, Martin Loveday, Eric Gruen­berg, Almita og Roland Vamos, Peter Guth, Ake Lunde­berg og Lin Yaoti.
    Árið 1983 var Martin ráð­inn til starfa hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og hef­ur búið hér síð­an og unn­ið jöfn­um hönd­um að hönn­un tölvu­hug­bún­að­ar og fiðlu­leik. Hann starfar nú sem hug­bún­aðar­verk­fræð­ing­ur hjá Marel og leikur með sem lausa­mað­ur hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Hann er mjög lag­inn út­setjari og er stofn­andi og leið­togi kammer­sveit­arinnar Spiccato.
Aðgangseyrir að tón­lei­kun­um er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrar­dagskrá í Listasafni Sigurjóns 2024
Fram til 12. maí er safnið opið á laugar­dög­um og sunnu­dög­um milli klukkan 13 og 17 nema lok­að um páskahelgina.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is