Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 20.03.24



Söngtónleikar

Rómantík í Listasafni Sigurjóns þriðjudagskvöldið 26. mars kl. 20:00
Sól­rún Braga­dótt­ir sópran og Jón Sigurðs­son píanó


Á næstu þriðju­dags­tón­leik­um í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar flytja þau Sól­rún Braga­dótt­ir sópran­söng­kona og Jón Sigurðs­son píanó­leikari úrval söng­laga sem tengj­ast tón­máli síð­róman­tíska tím­ans.
    Má þar nefna Sex söngva eftir Jean Sibel­ius við ljóð Jo­hans Rune­berg og þrjú söng­lög eftir Hugo Wolf. Einn­ig flytja þau verk eftir Reyn­aldo Hahn, Henri Dup­arc, Rich­ard Strauss, Ern­est Chaus­son og Fran­cis Poule­nc. Verk þessi sýna sterk­ar til­finn­ing­ar og skarp­ar and­stæð­ur og draga fram, ýmist djúp­an trega eða leik­andi gleði. Fjöl­breytt efnis­tök á svip­uð­um við­fangs­efn­um sýn­ir vel hversu ríku­leg­ur söng­laga­arf­ur­inn er.

Að loknu námi hér­lend­is lauk Sól­rún Braga­dótt­ir meistara­gráðu í ein­söng og kennslu frá tón­listar­háskól­an­um í Bloom­ingt­on í Indi­ana. Með­al kenn­ara henn­ar þar var hin þekkta rúm­enska söng­kona Virg­inia Zeani.
    Sól­rún hefur starf­að við helstu óperu- og leik­hús í Þýska­landi, til dæm­is í Kaiser­laut­ern, Hann­ov­er, Düssel­dorf, Mann­heim, Münch­en, Karl­sruhe, Kiel, Kassel, Heidel­berg og einn­ig í Bel­fast, Avignon, Liége, Bern, Palm Beach, Tsuy­ama í Japan og víðar. Með­al hlut­verka henn­ar má nefna Mimi í La Bohème, Suor Angelica í sam­nefndri óperu, Desdemona í Otello, Gilda í Rigol­etto, Elísa­bet í Don Carlo, Greifa­frúna í Brúð­kaupi Fígar­ós, Pam­ínu í Töfra­flaut­unni og Fiordi­ligi í Così fan tutte. Þá hef­ur hún einn­ig oft kom­ið fram sem ein­söngv­ari með hljóm­sveit­um, sung­ið ljóða­tón­list, óra­tor­íur og Vínar­tónlist.
    Haustið 2022 flutti Sól­rún heim til Ís­lands eftir langa dvöl er­lend­is og kem­ur fram sem klass­ísk­ur söngv­ari með fjöl­breytt­um efniviði, en starf­ar einn­ig sem radd­þjálf­ari fyrir kóra og ein­söngv­ara, þerap­isti og reiki­meist­ari.
    Sól­rún er reiki­meist­ari og þerap­isti í að­ferð sem kall­ast Joy­ful Evol­ut­ion. Kennsla henn­ar er í formi nám­skeiða og einn­ig ein­stakl­ings­mið­uð með á­herslu á heild­rænar þarf­ir nem­anda. Kennsl­an er hugs­uð fyrir alla, lag­lausa sem lag­vissa. Þá hef­ur hún þró­að ferli sem hún kallar Söngheilun og bygg­ist á djúpri hug­leiðslu og söng­spuna, jafn­vel án undir­leiks þar sem eng­in er dag­skrá­in held­ur valið á staðn­um og ýmist sung­ið án orða, í spuna eða heil lög af ýmsu tagi. Sól­rún býður upp á sér­staka radd­þjálf­un sem hún kall­ar Sálar­flæðis­söng, eða -tón, sem bygg­ir ekki ein­göngu á radd­tækni og ára­langri reynslu á sviði, held­ur einn­ig á vinnu með heil­un radd­ar­inn­ar.

Jón Sigurðsson píanó­leik­ari stund­aði nám við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík, Söng­skóla Sig­urð­ar Demetz og Ari­zona State Uni­ver­sity í Banda­ríkj­un­um. Einn­ig hef­ur hann kynnt sér Funkti­on­ale Meth­ode. Helstu kenn­ar­ar hans hafa verið Helga Lax­ness, Hall­dór Haralds­­son, Erika Haase, Gerrit Schuil og Caio Pag­ano. Hann hef­ur einn­ig tek­ið þátt í opn­um kennslu­stund­um hjá Ruth Slenc­zynska, Edith-Picht Axen­feld og Rog­er Wood­ward. Á undan­förn­um ár­um hefur Jón leikið víða, bæði á Ís­landi og víð­ar í Evr­ópu, og einn­ig í Banda­ríkj­un­um. Þá hef­ur hann flutt ýmiss kon­ar tón­list, en þó hafa róman­tísk og nú­tíma­verk allt­af skip­að stór­an sess hjá honum.
    Jón held­ur ein­leiks­tón­leika reglu­lega, hef­ur leik­ið píanó­kon­serta eftir Beet­hov­en og Mozart og kom­fram með kammer­sveit­um og fjöl­mörg­um hljóð­færa­leik­ur­um og söngv­ur­um. Jón hefur leik­ið inn á þrjá geisla­diska sem gefn­ir voru út hjá Polar­fonia Clas­sics. Á þeim er að finna verk, með­al ann­ars eft­ir Scriab­in og Barb­er og són­ötur eftir Strauss, Schumann og Mozart.
Aðgangseyrir að tón­lei­kun­um er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrar­dagskrá í Listasafni Sigurjóns 2024
Fram til 12. maí er safnið opið á laugar­dög­um og sunnu­dög­um milli klukkan 13 og 17 nema lok­að um páskahelgina.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is