Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 02.02.24
Smellið hér til að skoða í vafra −
Ná í textaskjal
Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20:00 fjallar Kristín Ragna
Gunnarsdóttir teiknari og rithöfundur um
Njálurefilinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Útsaumaðir reflar voru, fyrir tíma málverka, skreytilist
fyrir kirkjur og heldri manna hýbýli. Voru þeir myndræn framsetning
á viðburðum eða helgisögum, saumaðir í dúk með
sérstöku saumspori sem víðast hefur týnst, en lifði hér
á landi. Þegar tekist hafði að þróa liti nægjanlega vel fyrir
málverk, hvarf þörf fyrir útsaumaða refla og glötuðust
flestir þeirra. Talið er sennilegast að konur hafi saumað reflana
á sínum tíma, en önnur listform − og síðar
málverk − voru yfirleitt karla verk. Þekktastur gamalla refla
er efalaust hinn 70 metra langi refill í Bayeux í Normandí sem
saumaður var á elleftu öld og sagt var frá í Listasafni
Sigurjóns á þriðjudaginn var.
Njálurefillinn
Fyrsta saumspor hans var tekið 2.febrúar 2013 og var lokið við hann 15.
september 2020. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari,
listamaður og bókmenntafræðingur hannaði og
teiknaði refilinn sem er ríflega 90 metra langur og meira en
tólf þúsund og fimmhundruð manns tóku þátt
í að sauma hann.
Njálurefillinn sýnir á myndrænan hátt − og með
textabrotum − viðburði Brennu-Njálssögu í
túlkun Kristínar. Hann er saumaður með gamla
refilsaumssporinu á hördúk með völdu íslensku
ullargarni sem sérstaklega var litað fyrir þetta verkefni. Hann er ekki til
sýnis eins og er, en unnið er að því að koma upp varanlegu
húsnæði fyrir hann á Hvolsvelli.
Kristín Ragna mun segja frá aðdraganda verksins, lýsa verklagi,
og hvernig hún túlkaði alla Njáls sögu á 90 metra refli.
Hún mun sýna ljósmyndir frá þróun verksins
og rekja Njáls sögu með myndmáli.
Í Þjóðminjasafninu stendur nú sýning á
Íslenskum refilsaumklæðum
Með verkum handanna / Íslenskur refilsaumur fyrri alda
þar sem sjá má nær alla þá íslenska refla sem
varðveist hafa frá gamalli tíð, elstu þeirra eru
frá því fyrir 1400 en hinn yngsti frá árinu 1677.
|