21. október 2023. Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Texti eingöngu


Skreyting þagnarinnar


Sergio
Á næstu tón­leik­um í Lista­safni Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, þann 31. októb­er kl. 20:00, kynn­ir Sergio Coto-Blanco lútu­leik­ari lútu­tón­list frá 16. og 17. öld og með hon­um verð­ur sópran­söng­kon­an Ásta Sig­ríð­ur Arnar­dótt­ir.

    Hin lágv­æra lúta var eitt vin­sæl­asta hljóð­fær­ið í Evrópu og víð­ar í marg­ar ald­ir. Dowland

    Eitt þekkt­asta tón­skáld síns tíma var enski lútu­leik­ar­inn John Dow­land og verða flutt ein­leiks­verk og söng­lög eftir hann. Einnig hljóma verk eftir Giro­lamo Kaps­berg­er og kosta­ríska söngva­skáld­ið Walt­er Fergus­on sem lést fyrr á árinu.

Sergio Coto-Blanco fædd­ist árið 1985 í San José í Kosta Ríka. Hann nam lútu- og teorbu­leik við lista­háskól­ann Hoch­schule für Künste Bremen í Þýska­landi og hef­ur sér­hæft sig í flutn­ingi endur­reisn­ar- og barokk­tónlist­ar. Á endur­reisnar­tím­an­um var ákaf­lega al­gengt að vinsæl lög væru út­sett fyrir lútu og hljóð­færa­leik­ar­ar voru sjálf­ir virk­ir í að skreyta, móta og breyta til í tón­list­inni og Sergio hefur mik­inn áhuga á að endur­vekja þessa hefð og út­set­ur stund­um nýrri tón­list í göml­um stíl.
    Serg­io hefur starf­að sem lútu­leik­ari víða í Evr­ópu og spil­að und­ir hjá hóp­um eins og Vokal­aka­dem­ie Ber­lin, Das Nord­deutsche Barock­or­chest­er, Bach-Chor Münc­hen, Kammer­phi­lharmon­ie Brem­en og á há­tíð­um eins og Händel-Fest­spiele Halle, Inter­nation­ales Bach­fest Schaff­haus­en, Heidel­berg­er Frühl­ing og Bach­woche Stutt­gart. Hann hefur starf­að sem laus­ráð­inn stunda­kenn­ari við Lista­háskóla Ís­lands og kennt kontra­punkt við Uni­versi­dad Nac­ional de Costa Rica.

Ásta Sig­ríður Arnardóttir er söng- og tón­listar­kona með rætur í ís­lenskri þjóð­laga­tón­list. Ásta er með­limur fjöl­skyldu­hljóm­sveit­ar­inn­ar Spil­­menn Rík­ínís og með þeim hefur hún komið fram á alls kyns tón­listar­hátíð­um og einn­ig tekið upp og gef­ið út tvær hljóm­plötur. Hún út­skrif­að­ist með Bakka­lár gráðu í söng frá Lista­háskóla Ís­lands vorið 2023, með áherslu á klass­ískan söng. Þar lærði hún und­ir leið­sögn Hönnu Dóru Sturlu­dóttur, Krist­ins Sig­munds­sonar og Dís­ellu Lárus­dóttur.

Aðgangseyrir er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrar og vordagskrá í Listasafn Sigurjóns
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is