11. október 2023. Fréttatilkynning frá
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Smellið hér til að skoð í vafra −
Texti eingöngu
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og
Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari
Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
17. október kl. 20:00
Þær Hildigunnur Einarsdóttir
mezzósópransöngkona og Guðrún Dalía
Salómonsdóttir píanóleikari bjóða
í franskt ferðalag á tónleikum í Listasafni
Sigurjóns, þriðjudagskvöldið 17. október kl 20.
Farsælt samstarf þeirra Guðrúnar og Hildigunnar
spannar nú áratug, en þær hafa meðal annars lagt
áherslu á flutning íslenskrar tónlistar,
gjarnan í nýrri kantinum. Á þessum
tónleikum kafa þær hinsvegar niður í
hljóðheima franskrar tónlistar. Þær munu flytja, allt
frá dularfullum síðrómantískum
sönglögum Duparcs og dansandi grískum
þjóðlagaútsetningum Ravels, yfir í sindrandi
sönglög eftir Satie og þaðan yfir í nýrri
hljóðheim Messiaen.
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran
lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í
Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar
Harðardóttur og Signýjar Sæmundsdóttur
og stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og Hollandi
hjá Janet Williams og Jóni Þorsteinssyni. Einnig hefur hún
lokið B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá
Listaháskóla Íslands hvar hún sótti söngtíma
hjá Hlín Pétursdóttur Behrens. Hildigunnur
stjórnar Árkórnum í Reykjavík og
Kvennakórnum Kötlu ásamt Lilju Dögg Gunnarsdóttur.
Hún kennir söng við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar
og Söngskólann Domus Vox. Hildigunnur hefur verið áberandi í
kirkjutónlistarsenunni og sungið einsöngshlutverk, meðal
annars Messías og Judas Maccabeus eftir Händel, Mattheusarpassíu,
Jóhannesarpassíu og Jólaóratoríuna eftir Bach og
Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Þá hefur
hún einnig sungið einsöng, meðal annars með
Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Barokksveitinni Brák og Kammersveit Reykjavíkur
og frumflutt fjölda verka, til dæmis eftir Hreiðar Inga
Þorsteinsson, Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur
og Kolbein Bjarnason. Hildigunnur hlaut Íslensku
tónlistarverðlaunin 2023 fyrir söng ársins í
flokknum sígild og samtímatónlist.
Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari er virk
í íslensku tónlistarlífi sem einleikari í
ýmsum hljóðfærahópum og ekki síður sem
meðleikari söngvara. Hún stundaði píanónám
við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá
Guðríði St. Sigurðardóttur og
útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum
í Stuttgart og fór síðan í framhaldsnám til
Parísar. Hún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga,
þar á meðal fyrstu verðlaun í píanókeppni
EPTA. Guðrún hefur sótt fjölda námskeiða og
einkatíma í ljóðaundirleik og leikið einleik með
Ungfóníu og á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þá hefur hún leikið með ýmsum
samspilshópum, eins og Kúbus, Kammersveit
Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Hún tekur reglulega þátt í
tónleikaröðum, til að mynda Tíbrá í
Salnum í Kópavogi, Sumartónleikum Sigurjónssafns,
Klassík í Vatnsmýrinni, Óperudögum,
Tónlist fyrir alla, Tónleikaröð
Tónlistarfélags Akureyrar, Norrænum
músíkdögum og Myrkum Músíkdögum,
en þar hefur hún frumflutt fjölda verka eftir íslensk
tónskáld. Út hafa komið geisladiskar með leik hennar
með sönglögum Jórunnar Viðar og Karls Ottós
Runólfssonar. Guðrún Dalía er píanóleikari
við Tónlistarskóla Garðabæjar.
|