Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 8. ágúst 2023 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Katrin, Tobias, Vigdís og Össur Ingi
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Össur Ingi í síma 694 5233

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Verk úr ýmsum áttum
Á næstu tónleikum í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar leika Katrin Heymann þverflautuleikari, Tobias Helmer píanóleikari, Vigdís Másdóttir víóluleikari og Össur Ingi Jónsson óbóleikari tónverk úr ýmsum áttum.
   Frum­flutt verða tvö verk, Bird fyrir fiðlu og píanó og Joy­land fyrir þver­flautu, óbó, víólu og píanó, hvort tveggja eftir einn flytj­end­anna, Tobias Helmer. Einn­ig verða flutt verk tveggja enskra síð­róman­tískra tón­skálda, Ter­zetto frá 1925 fyrir þver­flautu, óbó og víólu eftir Gustav Holst og Sea-Weed Song fyrir engla­horn og píanó eftir Ruth Gipps. Ruth var tals­vert yngri en Gustav, en afar íhalds­söm í stíl. Þá verða flutt Duo fyrir þver­­flautu og víólu frá ár­inu 1989 eftir Edison Vasilievich Den­isov frá Rússlandi og þrjár Invent­ion­en sem kóre­anska tón­skáld­ið Isang Yun samdi fyrir þver­flautu og óbó árið 1983. Þessi tvö tón­skáld voru virk á svip­uð­um tíma og áttu það sam­eigin­legt að eiga erf­itt upp­drátt­ar í heima­lönd­um sín­um, en náðu hylli ‘avant garde’ vestur evrópskra hlust­enda upp úr sjö­unda ára­tugi lið­inn­ar ald­ar. Á dag­skránni er einn­ig Són­ata eftir Joseph Haydn í út­setn­ingu Pierre Pierlot fyrir óbó og þver­flautu.
Katrin Heymann lærði á þver­flautu við Aka­demie der Künste í Det­mold Þýska­landi hjá Mich­ael Ach­illes pró­fess­or og síð­ar hjá Wolf­gang Sigge­mann próf­ess­or við Hoch­schule der Künste í Berlín. Þar bjó hún um skeið sem sjálf­stætt starf­andi flautu­leik­ari, lék með kammersveitum og tók þátt í keppn­um og hljóm­sveitar­verk­efn­um. Árið 2005 flutti Katr­in til Bright­on í Bret­landi, þar sem hún hélt áfram starfs­ferli sín­um sem flautu­leik­ari. Árið 2019, í kjöl­far Brexit, flutti Kat­rin með fjöl­skyldu sinni til Ís­lands.
    Katrin starf­ar sem flautu­leik­ari, kenn­ir við Tón­listar­skóla Grafar­vogs og spil­ar reglu­lega sem leið­ari í Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands. Hún hefur kom­ið fram í tón­leika­röð­un­um Á Ljúf­um Nót­um, Fimmtu­dags­tón­leik­ar í Dóm­kirkj­unni, 15:15 og tón­leika­röð FÍT: Klassík við Sundin.

Tobias Helmer út­skrifað­ist 1998 frá Hoch­schule für Musik í Mainz, Þýskalandi, með gráðu í óbó- og píanó­leik. Kenn­ar­ar hans voru Bern­hard Schnied­er og Liviu Varcol á óbó og Kar­in Germ­er pró­fess­or og Ul­rich Börn­er á píanó. Á ár­un­um 1994−2000 kenndi Tobias á óbó og píanó í Mainz, hann var með­lim­ur í tón­listar­hópn­um Chantal og Tktsss! þar sem hann lék á óbó og engla­horn, og kom fram á tón­leik­um með margs konar sam­spils­hóp­um.
    Árið 2004 flutti Tobias til Ís­lands og hef­ur síð­an þá verið virkur í íslensku tónlistarlífi, meðal annars sem laus­ráð­inn óbó­leik­ari hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands, Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands og hljóm­sveit ís­lensku óper­unn­ar. Á ár­un­um 2011 til 2013 nam hann djasspíanóleik hjá Agnari Þór og Vigni Má í Tónlistarskóla FÍH. Ný­lega hef­ur Tob­ias tek­ið þátt í verk­efni með tón­listar­hópn­um Elju og síðast­lið­ið haust kom hann fram á tón­leik­um tón­leika­rað­ar­inn­ar 15:15 í Breið­holt­skirkju og var þar frum­flutt verk eftir hann. Hann hef­ur lagt stund á tón­smíð­ar og hefur sam­ið fjöl­mörg verk, þar á með­al fyr­ir kvik­myndir. Nú kennir hann óbó- og píanóleik við Tón­listar­skóla Mos­fells­bæj­ar.

Vigdís Másdóttir lauk fiðlu­kennara- og burtfarar­prófi á víólu frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík árið 1993. Þá fór hún í fram­halds­nám í víólu­leik til Þýska­lands, var fyrst í einka­tím­um hjá Hart­mut Rhode í Berlín en lauk hljóm­sveitar­diplóm­námi frá tón­lista­rháskól­an­um í Mainz ár­ið 1998. Hún starf­aði sem hljóð­færa­leik­ari og kenn­ari í Þýska­landi uns hún flutti heim til Ís­lands árið 2003. Síð­an þá hef­ur Vig­dís unn­ið hér sem kenn­ari og kennt bæði á hefð­bund­inn hátt og með Suzuki aðferð. Hún hefur verið laus­ráðin víólu­leik­ari hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og leik­ið reglu­lega með Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands. Hún er með­limur í Spiccato og Ís­lensk­um Strengj­um og kem­ur ým­ist fram sem fiðlu- eða víólu­leikari.

Össur Ingi Jónsson lærði á óbó í hjá Ey­dísi Franz­dótt­ur, Krist­jáni Steph­en­sen og síð­ar hjá Ern­est Romb­out við Hoge­school voor de Kunst­en Utrecht í Hollandi. Frá ár­inu 2012 hefur Öss­ur starf­að sjálf­stætt sem óbó­leik­ari á Ís­landi, sam­hliða námi og starfi við for­ritun og fram til 2017 kenndi hann einn­ig við Skóla­hljóm­sveit Austur­bæj­ar. Öss­ur hefur spil­að í ýms­um hljóm­sveit­um og unn­ið að hljóm­sveitar­verk­efn­um. Hann hefur leik­ið með Kammer­sveit­inni Elju síðan 2018 og sem lausa­mað­ur í öðr­um sveit­um, þar á með­al Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og sin­fóníu­hljóm­sveit­um Norður­lands og Suður­lands. Hann lék ein­leik við frum­flutn­ing á Engla­horns­kons­ert Eiríks Árna Sig­tryggs­son­ar og hef­ur kom­ið fram á ýms­um kammer­tónleik­um og má þar nefna tón­leika­rað­ir Frí­kirkj­unn­ar, Dóm­kirkj­unn­ar, 15:15 og tón­leika­röð FÍT: Klassík við Sundin.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
August 8th, 2023 at 8:30 pm

Admission ISK 2500
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Katrin, Tobias, Vigdís and Össur Ingi
A PDF version of the program.

Further information on this concert gives:
Össur Ingi tel. (354) 694 5233

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

From various Sources
Katrin Heymann flute, Tobias Helmer piano, Vigdís Más­dótt­ir viola and Össur Ingi Jóns­son oboe.
   The program con­sists of Bird for violin and piano and Joyland for flute, oboe, viola and piano, by Tobias Helmer (premiere) and works of two English late-roman­tic com­posers; Terz­etto from 1925 for flute, oboe and viola by Gustav Holst and Sea-Weed Song for English horn and piano by Ruth Gipps. Gipps was young­er than Holst, but con­sid­er­ed ex­treme­ly con­serva­tive in style. Also Duo for flute and viola from 1989 by Ed­ison Vasili­evich Deni­sov from Russia and three In­venti­on­en writt­en by the Kor­ean com­poser Isang Yun for flute and oboe in 1983. These two com­pos­ers were at sim­ilar age and had in com­mon to have a hard time in their home countr­ies, but gain­ed favor with the ‘avant garde’ list­en­ers in West­ern Eur­ope in the 1960s. The pro­gram also in­clud­es a Sonata by Joseph Haydn ar­ranged for oboe and flute by Pierre Pierlot.
Katrin Heymann studi­ed the flute at the Aca­demy of Mus­ic in Det­mold, Germany, with Prof. Michael Achilles and later with Prof. Wolf­gang Sigge­mann at the Hoch­schule der Künste in Berlin. After her stud­ies she work­ed as a free­lance flut­ist in Berlin, play­ing with orch­estr­as and chamb­er music en­sembl­es and part­ici­pat­ing in com­pe­tit­ions and high pro­file con­certs. In 2005 Kat­rin moved to Bright­on UK to pursue her mus­ical carrier.
In 2019 Katrin mov­ed, with her fam­ily, to Ice­land and works here as a teacher and flutist.
    Katrin teach­es at Grafar­vog­ur Music School and is regu­larly in­vit­ed to play the princ­ipal flute at the Sinfonia­Nord in Akur­eyri. She has per­form­ed in the con­cert seri­es Á Ljúf­um Nót­um, Fimmtu­dags­tón­leik­ar í Dóm­kirkj­unni, 15:15 and Klassík við Sundin.

Tobias Helmer graduat­ed in 1998 from the Hoch­schule für Musik in Mainz, Germany, with a de­gree in oboe and piano play­ing. His teach­ers were Bern­hard Schnied­er and Liviu Varcol for oboe and Profes­sor Karin Germ­er and Ulrich Börner for piano. In 1994−2000 Tobias taught the oboe and piano in Mainz and per­form­ed in vari­ous en­sembl­es, e.g. as a memb­er of the music groups Chantal and Tktsss! where he play­ed the oboe and English Horn.
    Since moving to Iceland in 2004 Tobias has appeared with vari­ous groups and played as a free­lance obo­ist with the Ice­land Sym­phony Orc­hes­tra, Sinfonia­Nord and the Ice­landic Opera Orc­he­stra. Recent­ly he has par­tici­pat­ed in pro­jects with Elja Ensemble and per­form­ed at the con­cert ser­ies 15:15 at Breið­holts­kirkja, where a composition by him was premi­er­ed. In 2011−2013 he studi­ed jazz piano with Agnar Már and Vignir Þór at the FÍH music school. Cur­rent­ly Tobias teaches both oboe and piano at the Mos­fells­bær Music School and has devot­ed some of his time to com­pos­ing mus­ic, in­clud­ing film music.

Vigdís Másdóttir stud­ied the viol­in and viola at the Reykja­vík Col­lege of Mus­ic and re­ceiv­ed her Per­form­ing and Teach­er dipl­omas in 1993. She continu­ed her stud­ies in Ger­many, first with pro­fessor Hart­mut Rhode in Berlin and lat­er with Detlef Grooß at the Music Uni­ver­sity in Mainz, where she re­ceiv­ed her dipl­oma in or­che­stra-play­ing in 1998. She re­sid­ed in Germ­any, teach­ing and play­ing with differ­ent music en­sembl­es, until she re­turn­ed to Ice­land in 2003. Here she teach­es both the viol­in and the viola by tradi­tion­al and Suzuki meth­ods. She plays the violin and the viola with vari­ous groups, oc­casion­ally with the Ice­land Sym­phony Or­che­stra and the North Ice­land Sym­phony Or­che­stra. She is a memb­er of the en­sembl­es Ice­landic Strings and Spiccato.

Össur Ingi Jónsson studied oboe with Ey­dís Franz­dótt­ir, Krist­ján Steph­en­sen in Ice­land and later with Ern­est Rom­bout at the Hoge­school voor de Kunst­en Utrecht in the Nether­lands. Since 2012 öss­ur has work­ed as a free­lance oboe play­er in Ice­land, along with his stud­ies and care­er as com­put­er pro­gramm­er, and until 2017 he also taught at the Skóla­hljóm­sveit Austur­bæjar march­ing band.
    Since 2018 Össur has been a memb­er of Elja Ensemble. He has taken part in sev­eral con­cert pro­jects and play­ed with - among others - the Ice­land Symp­hony Orc­he­stra, Sin­fonia­Nord and the South Ice­land Sym­phony Orc­he­stra. As a solo­ist Össur has e.g. - premi­er­ed the English Horn Con­certo of Eirík­ur Árni Sig­tryggs­son. Re­cently Össur has per­form­ed in the fol­low­ing con­cert ser­ies: Á Ljúf­um Nótum, Fimmtu­dags­tón­leik­ar í Dóm­kirkj­unni , 15:15 and Klassík við Sundin.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release